Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. september 2021 12:31 Upptökur öryggismyndavéla á Hótel Borgarnesi ættu að geta eytt vafa um hvort átt hafi verið við kjörgögnin. vísir/arnar Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. Hann vill þó ekki segja hvort það sjáist á myndavélunum að einhver fari inn í salinn þar sem óinnsigluð atkvæðin voru geymd en Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, hefur borið það fyrir sig að með því að læsa salnum hafi öryggi atkvæðanna verið tryggt. Ljóst er þó að starfsmenn hótelsins hafi haft aðgang að lyklum salarins og sagði Ingi í samtali við Vísi í gær að það gæti vel verið að einhver þeirra hefði farið inn í salinn milli talninganna á meðan yfirkjörstjórnin lagði sig. Lögregla vill ekkert segja Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, hefur kært frágang Ingva á atkvæðunum til lögreglu. Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóri á Vesturlandi, staðfestir við fréttastofu að málið sé í rannsókn. Það sé í forgangi hjá lögreglunni. Hann vill þó ekkert segja meira um málið, hvorki hvort lögregla sé með upptökur úr myndavélum í salnum til skoðunar eða hvort grunur leiki á því að átt hafi verið við atkvæðin. Útilokar ekki að einhver hafi farið inn í salinn Steinn Agnar Pétursson, framkvæmdastjóri Hótels Borgarness, segir þó í samtali við fréttastofu að hann hafi séð hluta upptakanna. Aðspurður segir hann að lögregla hafi fengið þær afhentar og að enginn annar hafi fengið aðgang að þeim. „Það eru auðvitað engar myndavélar inni í talningasalnum sjálfum. En það eru myndavélar í forsalnum sem myndu alltaf sýna það ef einhver færi inn í talningasalinn,“ segir Steinn. Og sést einhver fara inn í salinn á myndavélunum? „Ég vil ekki svara því á meðan þetta er í rannsókn hjá lögreglu. Þetta er bara í rannsókn hjá þeim en hvað mig snertir að þá er það mín bjargfasta trú að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað með þessi gögn,“ segir hann. Hann telur að margir hafi gert of mikið úr málinu. „Í mínum huga er það af og frá að eitthvað svindl hafi átt sér stað,“ segir hann. En þó enginn hafi átt við gögnin útilokar það ekki að kosningalög hafi verið brotin eins og Karl Gauti vill meina og lögregla hefur nú til rannsóknar. Í þeim segir skýrt að yfirkjörstjórn skuli setja alla notaða kjörseðla undir innsigli að talningu lokinni og að þeir skuli geymdir þar til Alþingi hafi úrskurðað um gildi kosninganna. Alþingiskosningar 2021 Borgarbyggð Lögreglumál Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Hann vill þó ekki segja hvort það sjáist á myndavélunum að einhver fari inn í salinn þar sem óinnsigluð atkvæðin voru geymd en Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, hefur borið það fyrir sig að með því að læsa salnum hafi öryggi atkvæðanna verið tryggt. Ljóst er þó að starfsmenn hótelsins hafi haft aðgang að lyklum salarins og sagði Ingi í samtali við Vísi í gær að það gæti vel verið að einhver þeirra hefði farið inn í salinn milli talninganna á meðan yfirkjörstjórnin lagði sig. Lögregla vill ekkert segja Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, hefur kært frágang Ingva á atkvæðunum til lögreglu. Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóri á Vesturlandi, staðfestir við fréttastofu að málið sé í rannsókn. Það sé í forgangi hjá lögreglunni. Hann vill þó ekkert segja meira um málið, hvorki hvort lögregla sé með upptökur úr myndavélum í salnum til skoðunar eða hvort grunur leiki á því að átt hafi verið við atkvæðin. Útilokar ekki að einhver hafi farið inn í salinn Steinn Agnar Pétursson, framkvæmdastjóri Hótels Borgarness, segir þó í samtali við fréttastofu að hann hafi séð hluta upptakanna. Aðspurður segir hann að lögregla hafi fengið þær afhentar og að enginn annar hafi fengið aðgang að þeim. „Það eru auðvitað engar myndavélar inni í talningasalnum sjálfum. En það eru myndavélar í forsalnum sem myndu alltaf sýna það ef einhver færi inn í talningasalinn,“ segir Steinn. Og sést einhver fara inn í salinn á myndavélunum? „Ég vil ekki svara því á meðan þetta er í rannsókn hjá lögreglu. Þetta er bara í rannsókn hjá þeim en hvað mig snertir að þá er það mín bjargfasta trú að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað með þessi gögn,“ segir hann. Hann telur að margir hafi gert of mikið úr málinu. „Í mínum huga er það af og frá að eitthvað svindl hafi átt sér stað,“ segir hann. En þó enginn hafi átt við gögnin útilokar það ekki að kosningalög hafi verið brotin eins og Karl Gauti vill meina og lögregla hefur nú til rannsóknar. Í þeim segir skýrt að yfirkjörstjórn skuli setja alla notaða kjörseðla undir innsigli að talningu lokinni og að þeir skuli geymdir þar til Alþingi hafi úrskurðað um gildi kosninganna.
Alþingiskosningar 2021 Borgarbyggð Lögreglumál Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira