Sú besta í WNBA deildinni kemur frá Bahamaeyjum og spilar fyrir Bosníu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 17:00 Jonquel Jones hefur spilað frábærlega með liði Connecticut Sun en er nú komin upp að vegg í úrslitakeppninni í WNBA deildinni. Getty/Scott Taetsch Hún bætti sig mest allra í WNBA deildinni árið 2017, var valin besti sjötti maðurinn árið 2018 og var svo kosin besti leikmaðurinn í ár. Jonquel Jones átti frábært tímabil með Connecticut Sun í WNBA deildinni í körfubolta og fékk í gær yfirburðarkosningu sem mikilvægasti leikmaðurinn í deildinni. Jones fékk 48 af 49 atkvæði í fyrsta sætið og alls 487 stig en það eru fjölmiðlafólk sem fjallar um WNBA deildina sem kýs alveg eins og í NBA deildinni. Jonquel Jones balled out this season @HighlightHER 19.4 PPG 11.2 RPG 2.8 APG pic.twitter.com/sBzAL0xYaM— Bleacher Report (@BleacherReport) September 28, 2021 Brittney Griner, miðherji Phoenix Mercury varð í öðru sæti en fékk 263 færri stig. Breanna Stewart hjá Seattle Storm varð þriðja. Jonquel Jones er 27 ára og 198 sentímetra kraftframherji sem kemur fram Bahamaeyjum. Hún var að spila sitt fimmta tímabil í WNNBA-deildinni. Hún er líka landsliðskona Bosníu og spilaði með landsliðinu á Eurobasket í sumar. Þar tók hún meðal annars 24 fráköst í einum leikjanna sem er met í úrslitakeppni EM. Hún hefur verið á mikilli uppleið lengi. Hún var sú sem bætti sig mest allra í WNBA deildinni árið 2017 og var síðan valin besti sjötti maðurinn árið 2018. Nú lék enginn í deildinni mikilvægara hlutverk að mati þeirra sem fylgjast best með deildinni. 2016: Number 6 draft pick 2017: Most Improved Player of the Year 2018: Sixth Woman of the Year 2019: 2nd Career All-Star Selection2021: MVP Remember her name. Jonquel Jones.— Connecticut Sun (@ConnecticutSun) September 28, 2021 Jones var með 19,4 stig, 11,2 fráköst, 2,8 stoðsendingar, 1,26 varin skot og 1,26 stolna bolta að meðaltali í leik en hún var efst í fráköstum í deildinni og í fjórða sæti í stigaskori. Þetta var í þriðja sinn á fimm árum sem hún tekur flest fráköst. Connecticut Sun vann 81 prósent leikja sinna sem er nýtt félagsmet og endaði deildarkeppnina á fjórtán sigurleikjum í röð. Liðið vann alls 26 af 32 leikjum sínum og var með besta árangurinn af öllum liðum deildarinnar. Bosnia-Herzegovina Women s NT player Jonquel Jones wins the #WNBA Regular Season MVP 19.4 PPG, 11.2 RPG, 2.8 APG@ConnecticutSun @jus242 pic.twitter.com/EC9wXqBIXr— BH live (@BHlive_official) September 28, 2021 Sun hefur aldrei orðið WNBA meistari en mætir Chicago Sky í undanúrslitunum úrslitakeppninnar. Fyrsti leikurinn fór fram í nótt og vann Chicago leikinn eftir tvær framlengingar. Jones var með 26 stig og 11 fráköst en það dugði ekki til. Sun þarf því að vinna næstu tvo leiki til að komast í lokaúrslitin. Courtney Vandersloot hjá Chicago Sky bauð upp á þrefalda tvennu en hún var með 12 stig, 10 fráköst og hvorki meira né minna en 18 stoðsendingar sem er met í úrslitakeppninni. Þetta var aðeins önnur þrennan í sögu úrslitakeppni WNBA og hin kom árið 2005. NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Sjá meira
Jonquel Jones átti frábært tímabil með Connecticut Sun í WNBA deildinni í körfubolta og fékk í gær yfirburðarkosningu sem mikilvægasti leikmaðurinn í deildinni. Jones fékk 48 af 49 atkvæði í fyrsta sætið og alls 487 stig en það eru fjölmiðlafólk sem fjallar um WNBA deildina sem kýs alveg eins og í NBA deildinni. Jonquel Jones balled out this season @HighlightHER 19.4 PPG 11.2 RPG 2.8 APG pic.twitter.com/sBzAL0xYaM— Bleacher Report (@BleacherReport) September 28, 2021 Brittney Griner, miðherji Phoenix Mercury varð í öðru sæti en fékk 263 færri stig. Breanna Stewart hjá Seattle Storm varð þriðja. Jonquel Jones er 27 ára og 198 sentímetra kraftframherji sem kemur fram Bahamaeyjum. Hún var að spila sitt fimmta tímabil í WNNBA-deildinni. Hún er líka landsliðskona Bosníu og spilaði með landsliðinu á Eurobasket í sumar. Þar tók hún meðal annars 24 fráköst í einum leikjanna sem er met í úrslitakeppni EM. Hún hefur verið á mikilli uppleið lengi. Hún var sú sem bætti sig mest allra í WNBA deildinni árið 2017 og var síðan valin besti sjötti maðurinn árið 2018. Nú lék enginn í deildinni mikilvægara hlutverk að mati þeirra sem fylgjast best með deildinni. 2016: Number 6 draft pick 2017: Most Improved Player of the Year 2018: Sixth Woman of the Year 2019: 2nd Career All-Star Selection2021: MVP Remember her name. Jonquel Jones.— Connecticut Sun (@ConnecticutSun) September 28, 2021 Jones var með 19,4 stig, 11,2 fráköst, 2,8 stoðsendingar, 1,26 varin skot og 1,26 stolna bolta að meðaltali í leik en hún var efst í fráköstum í deildinni og í fjórða sæti í stigaskori. Þetta var í þriðja sinn á fimm árum sem hún tekur flest fráköst. Connecticut Sun vann 81 prósent leikja sinna sem er nýtt félagsmet og endaði deildarkeppnina á fjórtán sigurleikjum í röð. Liðið vann alls 26 af 32 leikjum sínum og var með besta árangurinn af öllum liðum deildarinnar. Bosnia-Herzegovina Women s NT player Jonquel Jones wins the #WNBA Regular Season MVP 19.4 PPG, 11.2 RPG, 2.8 APG@ConnecticutSun @jus242 pic.twitter.com/EC9wXqBIXr— BH live (@BHlive_official) September 28, 2021 Sun hefur aldrei orðið WNBA meistari en mætir Chicago Sky í undanúrslitunum úrslitakeppninnar. Fyrsti leikurinn fór fram í nótt og vann Chicago leikinn eftir tvær framlengingar. Jones var með 26 stig og 11 fráköst en það dugði ekki til. Sun þarf því að vinna næstu tvo leiki til að komast í lokaúrslitin. Courtney Vandersloot hjá Chicago Sky bauð upp á þrefalda tvennu en hún var með 12 stig, 10 fráköst og hvorki meira né minna en 18 stoðsendingar sem er met í úrslitakeppninni. Þetta var aðeins önnur þrennan í sögu úrslitakeppni WNBA og hin kom árið 2005.
NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Sjá meira