Virðingarleysi við Leo Messi að láta hann liggja þarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 10:30 Neymar athugar hvernig Lionel Messi hefur það rétt fyrir eina aukaspyrnu Manchester City í Meistaradeildarleik PSG og City á Parc des Princes í gærkvöldi. EPA-EFE/YOAN VALAT Ein nýjasta tískan í fótboltanum er að láta menn liggja fyrir aftan varnarvegginn í aukaspyrnum mótherjanna. Það áttu þó fáir að sjá einn besta fótboltamann sögunnar í því hlutverki. Gærkvöldið var vissulega fyrsta gleðikvöld Lionel Messi í París þegar hann opnaði markareikning sinn með franska félaginu Paris Saint Germain. Markið vakti vissulega mikla athygli enda glæsilegt og langþráð fyrsta mark hans fyrir franska félagið. Flere reagerte da superstjerna Lionel Messi la seg bak PSG-muren. https://t.co/RafZPAzxRL— Dagbladet Sport (@db_sport) September 29, 2021 Það vakti þó ekki síður umræðu á netinu þegar Messi var settur í það hlutverk að liggja fyrir aftan varnarvegginn í einni aukaspyrnu Manchester City manna. Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er nú sérfræðingur á BT Sport og hann var allt annað en hrifinn. „Á því augnabliki þegar Mauricio Pochettino (stjóri PSG) lagði að til á æfingu að Messi myndi liggja fyrir aftan varnarvegginn í aukaspyrnum þá átti einhver liðsfélagi hans að stíga fram og segja: Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Rio Ferdinand. Imagine being the guy who tells Messi to lay down behind the wall pic.twitter.com/PDLD0FPJDX— Nubaid (@RamboFYI) September 28, 2021 „Nei, nei, nei, nei. Þetta má ekki. Þetta er algjört virðingarleysi og ég gæti aldrei leyft þetta,“ sagði Ferdinand. „Ef ég hefði verið í liðinu hefði ég sagt við Messi: Ég skal leggjast niður í stað fyrir þig,“ sagði Ferdinand. Owen Hargreaves, annar sérfræðingur á BT Sport, var á sama máli. "It's Messi behind the wall!" - @mbrowny1977 "It's not?! How? How can they make Messi lie there?" - @bbcjohnmurray "Who dared asked Lionel Messi to be the draught excluder?!" - @mbrowny1977 FT: PSG 2-0 Man City #bbcfootball #PSGMCI— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) September 28, 2021 „Við trúðum þessu ekki. Hann er einn af þeim bestu í sögunni ef ekki sá besti,“ sagði Hargreaves. Knattspyrnuáhugafólk á netinu spurði sig og aðra að því hvernig þetta gat gerst og líka hver hafi vogað sér að biðja Messi um að gera þetta. Seinna í leiknum var þó komið að Kylian Mbappé að fara í það hlutverk að leggjast fyrir aftan varnarvegginn. Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
Gærkvöldið var vissulega fyrsta gleðikvöld Lionel Messi í París þegar hann opnaði markareikning sinn með franska félaginu Paris Saint Germain. Markið vakti vissulega mikla athygli enda glæsilegt og langþráð fyrsta mark hans fyrir franska félagið. Flere reagerte da superstjerna Lionel Messi la seg bak PSG-muren. https://t.co/RafZPAzxRL— Dagbladet Sport (@db_sport) September 29, 2021 Það vakti þó ekki síður umræðu á netinu þegar Messi var settur í það hlutverk að liggja fyrir aftan varnarvegginn í einni aukaspyrnu Manchester City manna. Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er nú sérfræðingur á BT Sport og hann var allt annað en hrifinn. „Á því augnabliki þegar Mauricio Pochettino (stjóri PSG) lagði að til á æfingu að Messi myndi liggja fyrir aftan varnarvegginn í aukaspyrnum þá átti einhver liðsfélagi hans að stíga fram og segja: Nei, nei, nei, nei, nei,“ sagði Rio Ferdinand. Imagine being the guy who tells Messi to lay down behind the wall pic.twitter.com/PDLD0FPJDX— Nubaid (@RamboFYI) September 28, 2021 „Nei, nei, nei, nei. Þetta má ekki. Þetta er algjört virðingarleysi og ég gæti aldrei leyft þetta,“ sagði Ferdinand. „Ef ég hefði verið í liðinu hefði ég sagt við Messi: Ég skal leggjast niður í stað fyrir þig,“ sagði Ferdinand. Owen Hargreaves, annar sérfræðingur á BT Sport, var á sama máli. "It's Messi behind the wall!" - @mbrowny1977 "It's not?! How? How can they make Messi lie there?" - @bbcjohnmurray "Who dared asked Lionel Messi to be the draught excluder?!" - @mbrowny1977 FT: PSG 2-0 Man City #bbcfootball #PSGMCI— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) September 28, 2021 „Við trúðum þessu ekki. Hann er einn af þeim bestu í sögunni ef ekki sá besti,“ sagði Hargreaves. Knattspyrnuáhugafólk á netinu spurði sig og aðra að því hvernig þetta gat gerst og líka hver hafi vogað sér að biðja Messi um að gera þetta. Seinna í leiknum var þó komið að Kylian Mbappé að fara í það hlutverk að leggjast fyrir aftan varnarvegginn.
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira