Atlanta-morðinginn lýsir yfir sakleysi Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2021 14:40 Robert Aaron Long hefur þegar játað að hafa skotið fjóra til bana. Getty Maður sem hóf skothríð á þremur nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum og úthverfi borgarinnar í mars segist saklaus gagnvart nýjustu ákærunum gegn honum. Maðurinn skaut átta til bana og þar af sex konur af asískum uppruna. Árásir Robert Aaron Long, sem er 22 ára gamall, áttu sér stað í tveimur sýslum í Atlanta og því fóru tvenn málaferli fram. Þar er um að ræða Cherokee-sýslu og Fulton-sýslu. Long var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Cherokee-sýslu í sumar þegar hann játaði að hafa skotið fjóra til bana í fjöldamorði hans í mars. Nú segist hann saklaus af því að hafa skotið fjóra aðra til bana í Fulton-sýslu. Saksóknari Fulton-sýslu hefur farið fram á dauðarefsingu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Það vakti töluverða reiði vestanhafs þegar talsmaður fógeta Cherokee-sýslu sagði að Long hefði átt „mjög slæman dag“ og því hafði hann skotið fólkið til bana. Var lögregluþjónninn sagður draga úr alvarleika málsins. Þetta var á tíma þegar ofbeldi og árásir gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna jókst mjög. Sjá einnig: Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Árásin hófst í Cherokee-sýslu þar sem Long skaut fimm manns á nuddstofu, þar af af fjögur til bana. Hann keyrði svo tæpa fimmtíu kílómetra til Atlanta þar sem hann skaut þrjár konur til bana á annarri nuddstofu og þá fjórðu á einni nuddstofu til viðbótar hinu megin við götuna. Því næst keyrði Long til suðurs og segja yfirvöld að hann hafi ætlað sér að skjóta fleiri manns í Flórída. Foreldrar hans siguðu þó lögreglunni á hann eftir að þau báru kennsl á hann á myndum úr öryggismyndavélum sem lögreglan í Cherokee-sýslu birti. Foreldrar hans fylgdust með ferðum Long í gegnum síma hans og gátu vísað lögregluþjónum á hann. Fórnarlömb Long í Cherokee-sýslu voru Paul Michels (54ára, Xiaojie „Emily“ Tan (49 ára). Daoyou Feng (44 ára) og Delaina Yaun (33 ára). Í Atlanta voru fórnarlömb hans: Suncha Kim (69 ára), Soon Chung Park (74 ára), Hyun Jung Grant (51 árs) og Yong Ae Yue (63 ára). Í frétt Reuters segir að Long hafi í réttarhöldunum í sumar sagt frá því að hann hafi keypt sér byssu og viskí og ætlað að svipta sig lífi vegna iðrunar sökum kynlífsfíknar sem Long sagðist þjást af. Hann sagðist þó hafa hætt við það og þess í stað skaut hann átta manns til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Árásir Robert Aaron Long, sem er 22 ára gamall, áttu sér stað í tveimur sýslum í Atlanta og því fóru tvenn málaferli fram. Þar er um að ræða Cherokee-sýslu og Fulton-sýslu. Long var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Cherokee-sýslu í sumar þegar hann játaði að hafa skotið fjóra til bana í fjöldamorði hans í mars. Nú segist hann saklaus af því að hafa skotið fjóra aðra til bana í Fulton-sýslu. Saksóknari Fulton-sýslu hefur farið fram á dauðarefsingu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Það vakti töluverða reiði vestanhafs þegar talsmaður fógeta Cherokee-sýslu sagði að Long hefði átt „mjög slæman dag“ og því hafði hann skotið fólkið til bana. Var lögregluþjónninn sagður draga úr alvarleika málsins. Þetta var á tíma þegar ofbeldi og árásir gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna jókst mjög. Sjá einnig: Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Árásin hófst í Cherokee-sýslu þar sem Long skaut fimm manns á nuddstofu, þar af af fjögur til bana. Hann keyrði svo tæpa fimmtíu kílómetra til Atlanta þar sem hann skaut þrjár konur til bana á annarri nuddstofu og þá fjórðu á einni nuddstofu til viðbótar hinu megin við götuna. Því næst keyrði Long til suðurs og segja yfirvöld að hann hafi ætlað sér að skjóta fleiri manns í Flórída. Foreldrar hans siguðu þó lögreglunni á hann eftir að þau báru kennsl á hann á myndum úr öryggismyndavélum sem lögreglan í Cherokee-sýslu birti. Foreldrar hans fylgdust með ferðum Long í gegnum síma hans og gátu vísað lögregluþjónum á hann. Fórnarlömb Long í Cherokee-sýslu voru Paul Michels (54ára, Xiaojie „Emily“ Tan (49 ára). Daoyou Feng (44 ára) og Delaina Yaun (33 ára). Í Atlanta voru fórnarlömb hans: Suncha Kim (69 ára), Soon Chung Park (74 ára), Hyun Jung Grant (51 árs) og Yong Ae Yue (63 ára). Í frétt Reuters segir að Long hafi í réttarhöldunum í sumar sagt frá því að hann hafi keypt sér byssu og viskí og ætlað að svipta sig lífi vegna iðrunar sökum kynlífsfíknar sem Long sagðist þjást af. Hann sagðist þó hafa hætt við það og þess í stað skaut hann átta manns til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira