Lék A-landsleiki í blaki áður en hann valdi fótboltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2021 11:01 Elías Rafn Ólafsson í leik með U-17 ára landsliðinu í blaki á móti á Englandi 2015. blaksamband íslands Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og U-21 árs landsliðsins, á sér bakgrunn í öðrum íþróttum en fótbolta og á meira að segja A-landsleiki í blaki á ferilskránni. Elías hefur slegið í gegn með Midtjylland á undanförnum vikum og haldið hreinu í fimm af fyrstu sex leikjum sínum fyrir aðallið félagsins. Hann æfði þrjár íþróttir á yngri árum, náði langt í tveimur þeirra en valdi á endanum fótboltann. „Ég æfði bæði blak og handbolta þegar ég var yngri. Blak aðeins lengur en ég svo valdi ég fótbolta sem ég sé alls ekki eftir,“ sagði Elías í samtali við Vísi í gær. Hann æfði blak með HK, lék með yngri landsliðunum og tvo A-landsleiki. Þeir komu báðir gegn Færeyjum í maí 2015 í undirbúningi fyrir Smáþjóðaleikana sem voru haldnir hér á landi. Þá var Elías aðeins fimmtán ára. Þrátt fyrir að vera kominn í A-landsliðið þetta ungur varð blakið ekki fyrir valinu heldur fótboltinn. „Á sínum tíma var erfitt að skilja við blakið en það var engin spurning hvað ég átti að velja. Ég vissi það alveg sjálfur,“ sagði Elías. Hann er þó viss um að hann hefði einnig gert það gott í blakinu. „Ég hefði án efa náð langt í því líka en ég er ánægður með ákvörðunina,“ sagði Elías. Elías ásamt bræðrum sínum, Björgvini Inga (grænklæddur) og Gunnari Heimi (nr. 2). Með þeim á myndinni eru bræðurnir Máni (nr. 18) og Markús Ingi (nr. 4) Matthíassynir.blaksamband íslands Þess má geta að báðir foreldarar Elíasar, Ólafur Heimir Guðmundsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir léku fyrir A-landsliðið í blaki. Ólafur lék 64 landsleiki og Ingibjörg 54. Elías hefur leikið sjö leiki fyrir U-21 árs landsliðið í fótbolta og var valinn í A-landsliðið fyrir tvo vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í fyrra. Hópur A-landsliðsins fyrir leikina gegn Liechtenstein og Armeníu í undankeppni HM í næsta mánuði verður kynntur á morgun. Danski boltinn Blak Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Elías hefur slegið í gegn með Midtjylland á undanförnum vikum og haldið hreinu í fimm af fyrstu sex leikjum sínum fyrir aðallið félagsins. Hann æfði þrjár íþróttir á yngri árum, náði langt í tveimur þeirra en valdi á endanum fótboltann. „Ég æfði bæði blak og handbolta þegar ég var yngri. Blak aðeins lengur en ég svo valdi ég fótbolta sem ég sé alls ekki eftir,“ sagði Elías í samtali við Vísi í gær. Hann æfði blak með HK, lék með yngri landsliðunum og tvo A-landsleiki. Þeir komu báðir gegn Færeyjum í maí 2015 í undirbúningi fyrir Smáþjóðaleikana sem voru haldnir hér á landi. Þá var Elías aðeins fimmtán ára. Þrátt fyrir að vera kominn í A-landsliðið þetta ungur varð blakið ekki fyrir valinu heldur fótboltinn. „Á sínum tíma var erfitt að skilja við blakið en það var engin spurning hvað ég átti að velja. Ég vissi það alveg sjálfur,“ sagði Elías. Hann er þó viss um að hann hefði einnig gert það gott í blakinu. „Ég hefði án efa náð langt í því líka en ég er ánægður með ákvörðunina,“ sagði Elías. Elías ásamt bræðrum sínum, Björgvini Inga (grænklæddur) og Gunnari Heimi (nr. 2). Með þeim á myndinni eru bræðurnir Máni (nr. 18) og Markús Ingi (nr. 4) Matthíassynir.blaksamband íslands Þess má geta að báðir foreldarar Elíasar, Ólafur Heimir Guðmundsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir léku fyrir A-landsliðið í blaki. Ólafur lék 64 landsleiki og Ingibjörg 54. Elías hefur leikið sjö leiki fyrir U-21 árs landsliðið í fótbolta og var valinn í A-landsliðið fyrir tvo vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í fyrra. Hópur A-landsliðsins fyrir leikina gegn Liechtenstein og Armeníu í undankeppni HM í næsta mánuði verður kynntur á morgun.
Danski boltinn Blak Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Í beinni: FH - Víkingur 2-2 | Tvö mörk Sigurðar dugðu skammt Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn