Pepsi Max tölur: KR-ingar spiluðu 150 mínútur af uppbótatíma í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2021 15:00 Beitir Ólafsson stóð í marki KR liðsins í allt sumar. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar áttu þann leikmann í Pepsi Max deild karla sem spilaði flestar mínútur í sumar og voru það lið sem spilaði flestar mínútur í deildinni af viðbættum þeim tíma sem dómarnir bættu við. Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Eitt af því sem Wyscout tekur saman er heildarspilatími leikmanna og þá erum við ekki aðeins að tala um þessar hefðbundnu níutíu mínútur heldur allar spilaðar mínútur í leikjunum. Wyscout tekur saman allan þann tíma sem leikurinn er í gangi og þar bætist uppbótatími hálfleikjanna við hinar venjulegu níutíu mínútur. KR-ingurinn Beitir Ólafsson var sá leikmaður sem spilaði flestar mínútur í deildinni í sumar en markvörður KR-liðsins fór aldrei af velli í sumar. Beitir var inn á vellinum í alls 2130 mínútur samkvæmt samantekt Wyscout. Hann spilaði allar mínútur í boði í leikjum KR-inga í sumar. Með því að spila níutíu í öllum leikjunum tuttugu og tveimur þá hefði Beitir spilað 1980 mínútur. Það bættust því 150 mínútur við af uppbótatíma. KR-ingar spiluðu því nánast einn og hálfan leik í viðbót þegar uppbótatíminn er tekinn inn í. Valsmaðurinn Sebastian Hedlund var sá sem spilaði næst mest og um leið flestar mínútur af útileikmönnum deildarinnar. Hedlund fór aldrei af velli hjá Val og spiluðu Valsmenn því samtals 2125 mínútur í sumar eða 145 mínútur af uppbótatíma. Alls náðu 22 leikmenn í deildinni að spila fleiri mínútur en voru í raun í boði (1980) en þar kom samanlagður uppbótatími þeim yfir þau mörk. Skagamaðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson komst inn á topp tíu listann þrátt fyrir að missa af einum leik í sumar. Óttar Bjarni spilaði í 2025 mínútur að viðbættum uppbótatíma. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn og þá útileikmenn sem spiluðu mest í sumar. Flestar spilaðar mínútur í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Beitir Ólafsson, KR 2130 mínútur 2. Sebastian Hedlund, Val 2125 mínútur 3. Arnar Freyr Ólafsson, HK 2122 mínútur 4. Matthías Vilhjálmsson, FH 2113 mínútur 4. Steinþór Már Auðunsson, KA 2113 mínútur 6. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 2109 mínútur 7. Birkir Már Sævarsson, Val 2109 mínútur 8. Anton Ari Einarsson, Breiðabliki 2103 mínútur 9. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 2102 mínútur 10. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 2097 mínútur - Flestar spilaðar mínútur hjá útileikmanni í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Sebastian Hedlund, Val 2125 mínútur 2. Matthías Vilhjálmsson, FH 2113 mínútur 3. Birkir Már Sævarsson, Val 2109 mínútur 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 2102 mínútur 5. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 2097 mínútur 6. Ásgeir Eyþórsson, Fylki 2095 mínútur 7. Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 2088 mínútur 8. Ástbjörn Þórðarson, Keflavík 2058 mínútur 9. Frans Elvarsson, Keflavík 2038 mínútur 10. Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 2025 mínútur Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Eitt af því sem Wyscout tekur saman er heildarspilatími leikmanna og þá erum við ekki aðeins að tala um þessar hefðbundnu níutíu mínútur heldur allar spilaðar mínútur í leikjunum. Wyscout tekur saman allan þann tíma sem leikurinn er í gangi og þar bætist uppbótatími hálfleikjanna við hinar venjulegu níutíu mínútur. KR-ingurinn Beitir Ólafsson var sá leikmaður sem spilaði flestar mínútur í deildinni í sumar en markvörður KR-liðsins fór aldrei af velli í sumar. Beitir var inn á vellinum í alls 2130 mínútur samkvæmt samantekt Wyscout. Hann spilaði allar mínútur í boði í leikjum KR-inga í sumar. Með því að spila níutíu í öllum leikjunum tuttugu og tveimur þá hefði Beitir spilað 1980 mínútur. Það bættust því 150 mínútur við af uppbótatíma. KR-ingar spiluðu því nánast einn og hálfan leik í viðbót þegar uppbótatíminn er tekinn inn í. Valsmaðurinn Sebastian Hedlund var sá sem spilaði næst mest og um leið flestar mínútur af útileikmönnum deildarinnar. Hedlund fór aldrei af velli hjá Val og spiluðu Valsmenn því samtals 2125 mínútur í sumar eða 145 mínútur af uppbótatíma. Alls náðu 22 leikmenn í deildinni að spila fleiri mínútur en voru í raun í boði (1980) en þar kom samanlagður uppbótatími þeim yfir þau mörk. Skagamaðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson komst inn á topp tíu listann þrátt fyrir að missa af einum leik í sumar. Óttar Bjarni spilaði í 2025 mínútur að viðbættum uppbótatíma. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn og þá útileikmenn sem spiluðu mest í sumar. Flestar spilaðar mínútur í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Beitir Ólafsson, KR 2130 mínútur 2. Sebastian Hedlund, Val 2125 mínútur 3. Arnar Freyr Ólafsson, HK 2122 mínútur 4. Matthías Vilhjálmsson, FH 2113 mínútur 4. Steinþór Már Auðunsson, KA 2113 mínútur 6. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 2109 mínútur 7. Birkir Már Sævarsson, Val 2109 mínútur 8. Anton Ari Einarsson, Breiðabliki 2103 mínútur 9. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 2102 mínútur 10. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 2097 mínútur - Flestar spilaðar mínútur hjá útileikmanni í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Sebastian Hedlund, Val 2125 mínútur 2. Matthías Vilhjálmsson, FH 2113 mínútur 3. Birkir Már Sævarsson, Val 2109 mínútur 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 2102 mínútur 5. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 2097 mínútur 6. Ásgeir Eyþórsson, Fylki 2095 mínútur 7. Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 2088 mínútur 8. Ástbjörn Þórðarson, Keflavík 2058 mínútur 9. Frans Elvarsson, Keflavík 2038 mínútur 10. Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 2025 mínútur
Flestar spilaðar mínútur í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Beitir Ólafsson, KR 2130 mínútur 2. Sebastian Hedlund, Val 2125 mínútur 3. Arnar Freyr Ólafsson, HK 2122 mínútur 4. Matthías Vilhjálmsson, FH 2113 mínútur 4. Steinþór Már Auðunsson, KA 2113 mínútur 6. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 2109 mínútur 7. Birkir Már Sævarsson, Val 2109 mínútur 8. Anton Ari Einarsson, Breiðabliki 2103 mínútur 9. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 2102 mínútur 10. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 2097 mínútur - Flestar spilaðar mínútur hjá útileikmanni í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Sebastian Hedlund, Val 2125 mínútur 2. Matthías Vilhjálmsson, FH 2113 mínútur 3. Birkir Már Sævarsson, Val 2109 mínútur 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 2102 mínútur 5. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 2097 mínútur 6. Ásgeir Eyþórsson, Fylki 2095 mínútur 7. Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 2088 mínútur 8. Ástbjörn Þórðarson, Keflavík 2058 mínútur 9. Frans Elvarsson, Keflavík 2038 mínútur 10. Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 2025 mínútur
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira