Pepsi Max tölur: KR-ingar spiluðu 150 mínútur af uppbótatíma í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2021 15:00 Beitir Ólafsson stóð í marki KR liðsins í allt sumar. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar áttu þann leikmann í Pepsi Max deild karla sem spilaði flestar mínútur í sumar og voru það lið sem spilaði flestar mínútur í deildinni af viðbættum þeim tíma sem dómarnir bættu við. Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Eitt af því sem Wyscout tekur saman er heildarspilatími leikmanna og þá erum við ekki aðeins að tala um þessar hefðbundnu níutíu mínútur heldur allar spilaðar mínútur í leikjunum. Wyscout tekur saman allan þann tíma sem leikurinn er í gangi og þar bætist uppbótatími hálfleikjanna við hinar venjulegu níutíu mínútur. KR-ingurinn Beitir Ólafsson var sá leikmaður sem spilaði flestar mínútur í deildinni í sumar en markvörður KR-liðsins fór aldrei af velli í sumar. Beitir var inn á vellinum í alls 2130 mínútur samkvæmt samantekt Wyscout. Hann spilaði allar mínútur í boði í leikjum KR-inga í sumar. Með því að spila níutíu í öllum leikjunum tuttugu og tveimur þá hefði Beitir spilað 1980 mínútur. Það bættust því 150 mínútur við af uppbótatíma. KR-ingar spiluðu því nánast einn og hálfan leik í viðbót þegar uppbótatíminn er tekinn inn í. Valsmaðurinn Sebastian Hedlund var sá sem spilaði næst mest og um leið flestar mínútur af útileikmönnum deildarinnar. Hedlund fór aldrei af velli hjá Val og spiluðu Valsmenn því samtals 2125 mínútur í sumar eða 145 mínútur af uppbótatíma. Alls náðu 22 leikmenn í deildinni að spila fleiri mínútur en voru í raun í boði (1980) en þar kom samanlagður uppbótatími þeim yfir þau mörk. Skagamaðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson komst inn á topp tíu listann þrátt fyrir að missa af einum leik í sumar. Óttar Bjarni spilaði í 2025 mínútur að viðbættum uppbótatíma. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn og þá útileikmenn sem spiluðu mest í sumar. Flestar spilaðar mínútur í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Beitir Ólafsson, KR 2130 mínútur 2. Sebastian Hedlund, Val 2125 mínútur 3. Arnar Freyr Ólafsson, HK 2122 mínútur 4. Matthías Vilhjálmsson, FH 2113 mínútur 4. Steinþór Már Auðunsson, KA 2113 mínútur 6. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 2109 mínútur 7. Birkir Már Sævarsson, Val 2109 mínútur 8. Anton Ari Einarsson, Breiðabliki 2103 mínútur 9. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 2102 mínútur 10. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 2097 mínútur - Flestar spilaðar mínútur hjá útileikmanni í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Sebastian Hedlund, Val 2125 mínútur 2. Matthías Vilhjálmsson, FH 2113 mínútur 3. Birkir Már Sævarsson, Val 2109 mínútur 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 2102 mínútur 5. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 2097 mínútur 6. Ásgeir Eyþórsson, Fylki 2095 mínútur 7. Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 2088 mínútur 8. Ástbjörn Þórðarson, Keflavík 2058 mínútur 9. Frans Elvarsson, Keflavík 2038 mínútur 10. Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 2025 mínútur Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Eitt af því sem Wyscout tekur saman er heildarspilatími leikmanna og þá erum við ekki aðeins að tala um þessar hefðbundnu níutíu mínútur heldur allar spilaðar mínútur í leikjunum. Wyscout tekur saman allan þann tíma sem leikurinn er í gangi og þar bætist uppbótatími hálfleikjanna við hinar venjulegu níutíu mínútur. KR-ingurinn Beitir Ólafsson var sá leikmaður sem spilaði flestar mínútur í deildinni í sumar en markvörður KR-liðsins fór aldrei af velli í sumar. Beitir var inn á vellinum í alls 2130 mínútur samkvæmt samantekt Wyscout. Hann spilaði allar mínútur í boði í leikjum KR-inga í sumar. Með því að spila níutíu í öllum leikjunum tuttugu og tveimur þá hefði Beitir spilað 1980 mínútur. Það bættust því 150 mínútur við af uppbótatíma. KR-ingar spiluðu því nánast einn og hálfan leik í viðbót þegar uppbótatíminn er tekinn inn í. Valsmaðurinn Sebastian Hedlund var sá sem spilaði næst mest og um leið flestar mínútur af útileikmönnum deildarinnar. Hedlund fór aldrei af velli hjá Val og spiluðu Valsmenn því samtals 2125 mínútur í sumar eða 145 mínútur af uppbótatíma. Alls náðu 22 leikmenn í deildinni að spila fleiri mínútur en voru í raun í boði (1980) en þar kom samanlagður uppbótatími þeim yfir þau mörk. Skagamaðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson komst inn á topp tíu listann þrátt fyrir að missa af einum leik í sumar. Óttar Bjarni spilaði í 2025 mínútur að viðbættum uppbótatíma. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn og þá útileikmenn sem spiluðu mest í sumar. Flestar spilaðar mínútur í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Beitir Ólafsson, KR 2130 mínútur 2. Sebastian Hedlund, Val 2125 mínútur 3. Arnar Freyr Ólafsson, HK 2122 mínútur 4. Matthías Vilhjálmsson, FH 2113 mínútur 4. Steinþór Már Auðunsson, KA 2113 mínútur 6. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 2109 mínútur 7. Birkir Már Sævarsson, Val 2109 mínútur 8. Anton Ari Einarsson, Breiðabliki 2103 mínútur 9. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 2102 mínútur 10. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 2097 mínútur - Flestar spilaðar mínútur hjá útileikmanni í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Sebastian Hedlund, Val 2125 mínútur 2. Matthías Vilhjálmsson, FH 2113 mínútur 3. Birkir Már Sævarsson, Val 2109 mínútur 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 2102 mínútur 5. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 2097 mínútur 6. Ásgeir Eyþórsson, Fylki 2095 mínútur 7. Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 2088 mínútur 8. Ástbjörn Þórðarson, Keflavík 2058 mínútur 9. Frans Elvarsson, Keflavík 2038 mínútur 10. Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 2025 mínútur
Flestar spilaðar mínútur í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Beitir Ólafsson, KR 2130 mínútur 2. Sebastian Hedlund, Val 2125 mínútur 3. Arnar Freyr Ólafsson, HK 2122 mínútur 4. Matthías Vilhjálmsson, FH 2113 mínútur 4. Steinþór Már Auðunsson, KA 2113 mínútur 6. Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík 2109 mínútur 7. Birkir Már Sævarsson, Val 2109 mínútur 8. Anton Ari Einarsson, Breiðabliki 2103 mínútur 9. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 2102 mínútur 10. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 2097 mínútur - Flestar spilaðar mínútur hjá útileikmanni í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Sebastian Hedlund, Val 2125 mínútur 2. Matthías Vilhjálmsson, FH 2113 mínútur 3. Birkir Már Sævarsson, Val 2109 mínútur 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 2102 mínútur 5. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 2097 mínútur 6. Ásgeir Eyþórsson, Fylki 2095 mínútur 7. Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 2088 mínútur 8. Ástbjörn Þórðarson, Keflavík 2058 mínútur 9. Frans Elvarsson, Keflavík 2038 mínútur 10. Óttar Bjarni Guðmundsson, ÍA 2025 mínútur
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira