Davíð og Hannes glaðhlakkalegir vegna rýrrar uppskeru Gunnars Smára Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2021 11:13 Þeir Davíð Oddsson og Hannes Hólmsteinn gleðjast mjög yfir óförum Gunnars Smára í kosningunum. Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur og Sjálfstæðismaður hafa báðir skrifað pistil þar sem þeir fagna niðurstöðum kosninga. Ekki þykir þeim verra að Gunnar Smári Egilsson og Sósíalistaflokkurinn náðu ekki manni á þing. Ljóst er að niðurstaðan úr nýafstöðnum kosningum eru langt undir væntingum í herbúðum Sósíalista, þó ekki sé nema að teknu tilliti til skoðanakannana sem gáfu þeim fyrirheit um þingmenn. Ýmsir fögnuðu því á meðan kosningabaráttunni stóð að ekki voru í umferð á samfélagsmiðlum subbuleg, rætin og nafnlaus myndskeið. Það þýðir hins vegar ekki að kosningabaráttan hafi ekki verið hörð. Undir var farin að krauma reiði sem nú leitar upp á yfirborðið. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður, var herskár í kosningabaráttunni og svo virðist sem hann hafi stigið á margar tær. Nú er stund hefndarinnar runnin upp en það er til þess að gera nýtt að menn hlakki opinberlega yfir óförum annarra í kosningum. Á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins, sem haldin var á Hótel Nordica, fögnuðu viðstaddir ákaft þegar tölur Samfylkingarinnar, sem mega hafa heitið vel undir væntingum vinstri manna, voru lesnar upp. Þegar atkvæði til Sósíalistaflokksins voru kynnt hló salurinn hæðnislega og tjáði andúð sína á þeim flokki með púi og kurri. Í nýjum pistlum þar sem Hannes og Davíð velta fyrir sér niðurstöðum kosninga beina þeir spjótum sínum að Gunnari Smára. Þeir reyna ekki að leyna ánægju sinni með það að Sósíalistaflokkurinn hafi ekki náð manni inn á þing og að uppskeran hafi verið rýr. „Bónusar“ Kristrúnar hjá Kviku vandræðalegir fyrir Samfylkinguna Hannes fjallar um kosningarnar í veftímariti Íhaldsmanna, the Conservative, undir fyrirsögninni: Íslendingar kusu stöðugleika. „Hér reyni ég að skýra og greina úrslitin í kosningunum. Það er auðvitað ekki að furða, að þeir á RÚV kalla aldrei á mig til að ræða um stjórnmál: Þeir geta ekki treyst því, að röddin sé bergmál,“ segir Hannes og kynnir pistil sinn til sögunnar. Í pistlinum segist Hannes ekki vita til hvers kosningarnar munu leiða en hann leggur meðal annars til að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við þriðja mann á þingi með sinn Miðflokk gangi til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hannes segir fréttir af hagnaði Kristrúnar Frostadóttur af kauprétti hjá Kviku banka, sem Hannes kallar bónusa, hafa verið afar vandræðalegar fyrir Samfylkinguna. Þá leggur hann það til að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hans þinglið gangi til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.vísir/vilhelm Hannes segir að þeir sem töpuðu kosningunum hafi verið Samfylkingin. Einkum og sér í lagi. Komið hafi á daginn að helsta stjarna þeirra, Kristrún Frostadóttir, hafi notið ríkulegra bónusa sem aðalhagfræðingur Kviku banka og það hafi verið hið háðulegasta mál fyrir Samfylkinguna. En afgreiðsla Hannesar á örlögum Samfylkingarinnar er bara upphitun því furðulega stór hluti pistils Hannesar fer í að fjalla um Gunnar Smára Egilsson sem að sögn Hannesar stal vinstri sveiflunni þó hann hafi ekki fengið nema 4,1 prósent atkvæða og engin þingsæti. Einkaþotur, múslímar, Lenín og Noregur Hannes vill lýsa Gunnari Smára betur fyrir lesendum, segir hann fyrrverandi blaðamann og hafi gefið út æsifréttablöð og tímarit sem öll hafi farið á hausinn. Þá hafi hann verið leigupenni auðmannsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem í dag er stjórnarformaður Skeljungs, sem skuldaði mest allra í íslenskum bönkum fyrir hrun þeirra. Grein Hannesar um kosningarnar á Íslandi er á toppi vefs íhaldsmanna á The Conservative.skjáskot Og áfram heldur Hannes með lýsingar sínar á Gunnari Smára, segir hann hafa verið á ofurlaunum, og tekist að koma sér upp sæmilegum eignum. Svo hafi hann platað Jón Ásgeir í að fara í útgáfuævintýri í Danmörku sem hafi leitt til 50 milljóna dollara taps og stórskaðaðs orðspors Jóns Ásgeirs í Danmörku. Jón Ásgeir hafi þá loks misst þolinmæðina, Gunnar Smári misst vinnuna og ekki lengur getað farið um heim allan á einkaþotu Jóns Ásgeirs. Gunnar Smári hafi hins vegar ótrauður haldið sínu striki; gengið í Samtök múslíma á Íslandi og snúið sér að því „sérkennilega verkefni“, að sögn Hannesar, að berjast fyrir því að Ísland yrði 21. fylki Noregs. Í kosningabaráttunni hafi hann svo talað eins og óforbetranlegur Lenínisti, hótandi því að reka alla dómara sem ekki voru honum þóknanlegir. Vildi gera Björn Bjarnason að klósettverði! Og þá loks snýr Hannes sér að því sem honum þykir blöskranlegt í málflutning Gunnars Smára: „Hann lofaði því jafnframt að höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins yrðu gerðar að almenningssalerni og að hinn virti fyrrverandi dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, yrði þar yfirsalernisvörður.“ („He also promised to turn the headquarters of the Independence Party into a public lavatory, with a distinguished former Justice Minister, Bjorn Bjarnason, as the chief attendant.“) Björn Bjarnason tók þessi ummæli Gunnars Smára til umfjöllunar sjálfur, á sinni bloggsíðu, og ljóst að honum var ekki skemmt. Sjálfstæðismönnum þykir ummæli Gunnars Smára um Björn Bjarnason fyrir neðan allar hellur en hann lagði til í pistli að Valhöll yrði breytt í almenningssalerni: „Og þá munum við ráða Björn Bjarnason sem klósettvörð, ekki til að lítillækka hann heldur þvert á móti til að hækka hann í tign.“ Gunnar Smári er einnig leiðarahöfundi Morgunblaðsins ofarlega í huga þá er hann gerir kosningarnar upp, að hætti hússins. Þar er Gunnari Smára einnig líkt við Lenín „heitin“. Því er lýst að í mælingum hafi nálin vissulega verið farin að halla sér nokkuð til vinstri. Úr leiðara Morgunblaðsins frá í gær.skjáskot „En þá greip Gunnar Smári inn í og lýsti áformum þeirra Leníns heitins um betri tíð, bæði í grafhýsi þess síðarnefnda og hér heima,“ segir leiðarahöfundur Morgunblaðsins. En hann er einnig, líkt og Hannes, upptekinn af því að Gunnar Smári hafi komið í einkaþotu. Þrumuský Smárans drundu í eyrum Og áfram heldur leiðarahöfundur og vill vera meinlegur. Sagt er að áform hans hafi að vísu ekki gengið út á að „farga milljarða tugum úr búi yfirboðara Gunnars Smára (og í framhaldi skattgreiðenda) eins og þegar hann var sem stórtækastur síðast. Enda breyttur maður nú á ferð, efldur af fé blásnauðra verkamanna, í gallabuxum og með götóttan trefil, kominn úr einkaþotunni yfir í ryðgaðan strætó sem SVR var hætt að nota.“ Þá vill leiðarahöfundur Morgunblaðsins beita fyrir sig hæðni varðandi þann málflutning að vert væri að huga að því hvernig dómarar hafi verið skipaðir í gegnum tíðina, af Sjálfstæðisflokknum. „Hann gaf nægilega mikið upp um framtíðina, eins og til að mynda það að dæmdi Hæstiréttur framtíðarinnar gjörðir hans ólögmætar myndi hann ryðja réttinn, eins og núverandi formaður Eflingar reyndi bæði að gera við þingið og dómstólinn sem tók mál hennar fyrir. Það var í sama mund þegar þessi þrumuský Smárans drundu í eyrum almennings sem nálin, sem mældi viðhorf fólksins, tók að færast á vit heilbrigðrar skynsemi á ný.“ Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Fjölmiðlar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Ljóst er að niðurstaðan úr nýafstöðnum kosningum eru langt undir væntingum í herbúðum Sósíalista, þó ekki sé nema að teknu tilliti til skoðanakannana sem gáfu þeim fyrirheit um þingmenn. Ýmsir fögnuðu því á meðan kosningabaráttunni stóð að ekki voru í umferð á samfélagsmiðlum subbuleg, rætin og nafnlaus myndskeið. Það þýðir hins vegar ekki að kosningabaráttan hafi ekki verið hörð. Undir var farin að krauma reiði sem nú leitar upp á yfirborðið. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður, var herskár í kosningabaráttunni og svo virðist sem hann hafi stigið á margar tær. Nú er stund hefndarinnar runnin upp en það er til þess að gera nýtt að menn hlakki opinberlega yfir óförum annarra í kosningum. Á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins, sem haldin var á Hótel Nordica, fögnuðu viðstaddir ákaft þegar tölur Samfylkingarinnar, sem mega hafa heitið vel undir væntingum vinstri manna, voru lesnar upp. Þegar atkvæði til Sósíalistaflokksins voru kynnt hló salurinn hæðnislega og tjáði andúð sína á þeim flokki með púi og kurri. Í nýjum pistlum þar sem Hannes og Davíð velta fyrir sér niðurstöðum kosninga beina þeir spjótum sínum að Gunnari Smára. Þeir reyna ekki að leyna ánægju sinni með það að Sósíalistaflokkurinn hafi ekki náð manni inn á þing og að uppskeran hafi verið rýr. „Bónusar“ Kristrúnar hjá Kviku vandræðalegir fyrir Samfylkinguna Hannes fjallar um kosningarnar í veftímariti Íhaldsmanna, the Conservative, undir fyrirsögninni: Íslendingar kusu stöðugleika. „Hér reyni ég að skýra og greina úrslitin í kosningunum. Það er auðvitað ekki að furða, að þeir á RÚV kalla aldrei á mig til að ræða um stjórnmál: Þeir geta ekki treyst því, að röddin sé bergmál,“ segir Hannes og kynnir pistil sinn til sögunnar. Í pistlinum segist Hannes ekki vita til hvers kosningarnar munu leiða en hann leggur meðal annars til að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við þriðja mann á þingi með sinn Miðflokk gangi til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Hannes segir fréttir af hagnaði Kristrúnar Frostadóttur af kauprétti hjá Kviku banka, sem Hannes kallar bónusa, hafa verið afar vandræðalegar fyrir Samfylkinguna. Þá leggur hann það til að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hans þinglið gangi til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.vísir/vilhelm Hannes segir að þeir sem töpuðu kosningunum hafi verið Samfylkingin. Einkum og sér í lagi. Komið hafi á daginn að helsta stjarna þeirra, Kristrún Frostadóttir, hafi notið ríkulegra bónusa sem aðalhagfræðingur Kviku banka og það hafi verið hið háðulegasta mál fyrir Samfylkinguna. En afgreiðsla Hannesar á örlögum Samfylkingarinnar er bara upphitun því furðulega stór hluti pistils Hannesar fer í að fjalla um Gunnar Smára Egilsson sem að sögn Hannesar stal vinstri sveiflunni þó hann hafi ekki fengið nema 4,1 prósent atkvæða og engin þingsæti. Einkaþotur, múslímar, Lenín og Noregur Hannes vill lýsa Gunnari Smára betur fyrir lesendum, segir hann fyrrverandi blaðamann og hafi gefið út æsifréttablöð og tímarit sem öll hafi farið á hausinn. Þá hafi hann verið leigupenni auðmannsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem í dag er stjórnarformaður Skeljungs, sem skuldaði mest allra í íslenskum bönkum fyrir hrun þeirra. Grein Hannesar um kosningarnar á Íslandi er á toppi vefs íhaldsmanna á The Conservative.skjáskot Og áfram heldur Hannes með lýsingar sínar á Gunnari Smára, segir hann hafa verið á ofurlaunum, og tekist að koma sér upp sæmilegum eignum. Svo hafi hann platað Jón Ásgeir í að fara í útgáfuævintýri í Danmörku sem hafi leitt til 50 milljóna dollara taps og stórskaðaðs orðspors Jóns Ásgeirs í Danmörku. Jón Ásgeir hafi þá loks misst þolinmæðina, Gunnar Smári misst vinnuna og ekki lengur getað farið um heim allan á einkaþotu Jóns Ásgeirs. Gunnar Smári hafi hins vegar ótrauður haldið sínu striki; gengið í Samtök múslíma á Íslandi og snúið sér að því „sérkennilega verkefni“, að sögn Hannesar, að berjast fyrir því að Ísland yrði 21. fylki Noregs. Í kosningabaráttunni hafi hann svo talað eins og óforbetranlegur Lenínisti, hótandi því að reka alla dómara sem ekki voru honum þóknanlegir. Vildi gera Björn Bjarnason að klósettverði! Og þá loks snýr Hannes sér að því sem honum þykir blöskranlegt í málflutning Gunnars Smára: „Hann lofaði því jafnframt að höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins yrðu gerðar að almenningssalerni og að hinn virti fyrrverandi dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, yrði þar yfirsalernisvörður.“ („He also promised to turn the headquarters of the Independence Party into a public lavatory, with a distinguished former Justice Minister, Bjorn Bjarnason, as the chief attendant.“) Björn Bjarnason tók þessi ummæli Gunnars Smára til umfjöllunar sjálfur, á sinni bloggsíðu, og ljóst að honum var ekki skemmt. Sjálfstæðismönnum þykir ummæli Gunnars Smára um Björn Bjarnason fyrir neðan allar hellur en hann lagði til í pistli að Valhöll yrði breytt í almenningssalerni: „Og þá munum við ráða Björn Bjarnason sem klósettvörð, ekki til að lítillækka hann heldur þvert á móti til að hækka hann í tign.“ Gunnar Smári er einnig leiðarahöfundi Morgunblaðsins ofarlega í huga þá er hann gerir kosningarnar upp, að hætti hússins. Þar er Gunnari Smára einnig líkt við Lenín „heitin“. Því er lýst að í mælingum hafi nálin vissulega verið farin að halla sér nokkuð til vinstri. Úr leiðara Morgunblaðsins frá í gær.skjáskot „En þá greip Gunnar Smári inn í og lýsti áformum þeirra Leníns heitins um betri tíð, bæði í grafhýsi þess síðarnefnda og hér heima,“ segir leiðarahöfundur Morgunblaðsins. En hann er einnig, líkt og Hannes, upptekinn af því að Gunnar Smári hafi komið í einkaþotu. Þrumuský Smárans drundu í eyrum Og áfram heldur leiðarahöfundur og vill vera meinlegur. Sagt er að áform hans hafi að vísu ekki gengið út á að „farga milljarða tugum úr búi yfirboðara Gunnars Smára (og í framhaldi skattgreiðenda) eins og þegar hann var sem stórtækastur síðast. Enda breyttur maður nú á ferð, efldur af fé blásnauðra verkamanna, í gallabuxum og með götóttan trefil, kominn úr einkaþotunni yfir í ryðgaðan strætó sem SVR var hætt að nota.“ Þá vill leiðarahöfundur Morgunblaðsins beita fyrir sig hæðni varðandi þann málflutning að vert væri að huga að því hvernig dómarar hafi verið skipaðir í gegnum tíðina, af Sjálfstæðisflokknum. „Hann gaf nægilega mikið upp um framtíðina, eins og til að mynda það að dæmdi Hæstiréttur framtíðarinnar gjörðir hans ólögmætar myndi hann ryðja réttinn, eins og núverandi formaður Eflingar reyndi bæði að gera við þingið og dómstólinn sem tók mál hennar fyrir. Það var í sama mund þegar þessi þrumuský Smárans drundu í eyrum almennings sem nálin, sem mældi viðhorf fólksins, tók að færast á vit heilbrigðrar skynsemi á ný.“
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Fjölmiðlar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent