Segir lágstemmdan lokafögnuð faraldrinum að kenna Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2021 08:31 Valskonur fengu Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir síðasta leik sinn á tímabilinu, föstudagskvöldið 10. september. vísir/hulda margrét Stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að halda ekki hefðbundið lokahóf að afloknu keppnistímabili um helgina. Óánægja er með þá ákvörðun í röðum Íslandsmeistara félagsins í kvennaflokki. Framkvæmdastjóri Vals þvertekur fyrir að ákvörðunin hafi verið tekin vegna ófullnægjandi árangurs karlaliðsins. Kvennalið Vals varð Íslandsmeistari í haust og fékk bikarinn afhentan eftir síðasta leik sinn á tímabilinu; 5-0 sigur gegn Selfossi föstudagskvöldið 10. september. Eftir leik fögnuðu leikmenn og þjálfarar saman og fengu indverskan mat og fljótandi veigar í boði Vals á Hlíðarenda. Söngvarinn Jón Jónsson mætti á svæðið og skemmti hópnum. Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, segir að þar hafi verið um að ræða lokahóf fyrir kvennalið félagsins. „Lokahóf“ karlaliðsins hafi svo verið á laugardaginn þegar þeir hittust í Fjósinu, félagsaðstöðu Valsmanna, og fóru út að borða ásamt mökum eftir að hafa endað í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Ákvörðunin sögð móðgun við bæði lið „Aðstæður eru bara þannig í þjóðfélaginu að við getum ekki farið að búa til veislu fyrir 250-300 manns, með stuðningsmönnum og sjálfboðaliðum og öllum. Við töldum það óráðlegt,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi og vísaði til faraldursins. Ljóst er þó að í það minnsta hluti af leikmannahópi Íslandsmeistaraliðsins telur það ekki Val sæmandi að halda ekki hefðbundið lokahóf, og móðgun við bæði karla- og kvennaliðið, eins og einn viðmælanda Vísir úr kvennaliðinu orðaði það. Almenn óánægja er með málið í liðinu samkvæmt þeim leikmönnum sem Vísir ræddi við en enginn þeirra vildi tjá sig um það opinberlega. Leikmenn karlaliðsins sem Vísir ræddi við voru fálátir varðandi málið en gáfu lítið fyrir þá skýringu að Covid hefði eitthvað haft með fyrirkomulag lokahófs að gera. Valur hefur fengið gagnrýni á samfélagsmiðlum þar sem leiddar eru að því líkur að veglegra lokahóf hefði verið haldið ef karlaliðið hefði orðið Íslandsmeistari. Bara svo að þið vitið þá var ekki haldið lokahóf hjá Val í ár því að frammistaða karlaliðsins var undir væntingum. Kvennaliðið varð FOKKING ÍSLANDSMEISTARAR! Svona vanvirðing á ekki að eiga samastað í einu stærsta félagi landsins@Fotboltinet @VisirSport @mblsport @Valurfotbolti— Halla Margrét (@hallamargret1) September 26, 2021 „Nei, það er ekkert svoleiðis,“ sagði Sigurður aðspurður hvort árangur karlaliðsins hafi ráðið því að ekki var haldið stórt, sameiginlegt lokahóf eins og venjan var fyrir kórónuveirufaraldurinn. Valsmenn héldu ekki lokahóf frekar en aðrir í fyrra, vegna faraldursins, þó að leikmenn karlaliðsins hafi reyndar komið saman þrátt fyrir samkomutakmarkanir og fræg liðsmynd af þeim sem Íslandsmeisturum verið tekin. Annars er það áralöng hefð hjá félaginu að halda stórt, sameiginlegt lokahóf knattspyrnudeildar. Sigurður segir leikmenn ekki hafa kvartað við stjórn yfir fyrirkomulaginu í ár: „Það hefur ekkert slíkt komið til mín. Ég hef bara heyrt umræðuna. Við áttum okkur ekki alveg á því ef einhver er óánægður því þetta var mjög vel heppnað þetta föstudagskvöld þegar þær [leikmenn kvennaliðsins] hittust allar úti í Fjósi. Það var bara mjög vel heppnað lokahóf,“ sagði Sigurður. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Fleiri fréttir Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Sjá meira
Kvennalið Vals varð Íslandsmeistari í haust og fékk bikarinn afhentan eftir síðasta leik sinn á tímabilinu; 5-0 sigur gegn Selfossi föstudagskvöldið 10. september. Eftir leik fögnuðu leikmenn og þjálfarar saman og fengu indverskan mat og fljótandi veigar í boði Vals á Hlíðarenda. Söngvarinn Jón Jónsson mætti á svæðið og skemmti hópnum. Sigurður Kristinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, segir að þar hafi verið um að ræða lokahóf fyrir kvennalið félagsins. „Lokahóf“ karlaliðsins hafi svo verið á laugardaginn þegar þeir hittust í Fjósinu, félagsaðstöðu Valsmanna, og fóru út að borða ásamt mökum eftir að hafa endað í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Ákvörðunin sögð móðgun við bæði lið „Aðstæður eru bara þannig í þjóðfélaginu að við getum ekki farið að búa til veislu fyrir 250-300 manns, með stuðningsmönnum og sjálfboðaliðum og öllum. Við töldum það óráðlegt,“ sagði Sigurður í samtali við Vísi og vísaði til faraldursins. Ljóst er þó að í það minnsta hluti af leikmannahópi Íslandsmeistaraliðsins telur það ekki Val sæmandi að halda ekki hefðbundið lokahóf, og móðgun við bæði karla- og kvennaliðið, eins og einn viðmælanda Vísir úr kvennaliðinu orðaði það. Almenn óánægja er með málið í liðinu samkvæmt þeim leikmönnum sem Vísir ræddi við en enginn þeirra vildi tjá sig um það opinberlega. Leikmenn karlaliðsins sem Vísir ræddi við voru fálátir varðandi málið en gáfu lítið fyrir þá skýringu að Covid hefði eitthvað haft með fyrirkomulag lokahófs að gera. Valur hefur fengið gagnrýni á samfélagsmiðlum þar sem leiddar eru að því líkur að veglegra lokahóf hefði verið haldið ef karlaliðið hefði orðið Íslandsmeistari. Bara svo að þið vitið þá var ekki haldið lokahóf hjá Val í ár því að frammistaða karlaliðsins var undir væntingum. Kvennaliðið varð FOKKING ÍSLANDSMEISTARAR! Svona vanvirðing á ekki að eiga samastað í einu stærsta félagi landsins@Fotboltinet @VisirSport @mblsport @Valurfotbolti— Halla Margrét (@hallamargret1) September 26, 2021 „Nei, það er ekkert svoleiðis,“ sagði Sigurður aðspurður hvort árangur karlaliðsins hafi ráðið því að ekki var haldið stórt, sameiginlegt lokahóf eins og venjan var fyrir kórónuveirufaraldurinn. Valsmenn héldu ekki lokahóf frekar en aðrir í fyrra, vegna faraldursins, þó að leikmenn karlaliðsins hafi reyndar komið saman þrátt fyrir samkomutakmarkanir og fræg liðsmynd af þeim sem Íslandsmeisturum verið tekin. Annars er það áralöng hefð hjá félaginu að halda stórt, sameiginlegt lokahóf knattspyrnudeildar. Sigurður segir leikmenn ekki hafa kvartað við stjórn yfir fyrirkomulaginu í ár: „Það hefur ekkert slíkt komið til mín. Ég hef bara heyrt umræðuna. Við áttum okkur ekki alveg á því ef einhver er óánægður því þetta var mjög vel heppnað þetta föstudagskvöld þegar þær [leikmenn kvennaliðsins] hittust allar úti í Fjósi. Það var bara mjög vel heppnað lokahóf,“ sagði Sigurður.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Fleiri fréttir Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Sjá meira