Vinnur alltaf stóru sjónvarpsleikina: Þurfti bara 37 sekúndur í sigursóknina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 15:01 Aaron Rodgers var frábær á úrslitastundu í nótt. AP/Tony Avelar Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers höfðu ekki mikinn tíma til stefnu þegar þeir lentu undir á móti San Francisco 49ers í NFL-deildinni í nótt. Niðurstaðan var samt eins og í síðustu stóru sjónvarpsleikjum Packers, sigur. Green Bay Packers varð þar með fyrsta liðið til að vinna 49ers á leiktíðinni eftir 30-28 sigur. 49ers liðið hafði komið til baka í leiknum og komst yfir í 28-27 eftir snertimark frá Kyle Juszczyk. Green Bay komst í 17-0 og 24-14 en þarna leit út fyrir að Packers liðið væri að missa frá sér frábæra stöðu. The Green Bay Packers turned 37 seconds into a game-winning drive against the San Francisco 49ers — Sky Sports (@SkySports) September 27, 2021 Rodgers er frábær leikstjórnandi en að þessu sinni hafði hann bara 37 sekúndur og ekkert leikhlé til að fara upp allan völlinn. Rodgers fann útherjann Davante Adams tvisvar sinnum og setti upp vallarmark fyrir Mason Crosby. Crosby var traustur sem fyrr og skoraði af 51 jarda færi. Rodgers leit skelfilega út í fyrsta leik tímabilsins þar sem Green Bay liðið fékk stóran skell á móti New Orleans Saints 3-38. Síðan þá hefur liðið unnið tvo leiki í röð og báðir hafa þeir verið sýndir á besta tíma í bandarísku sjónvarpi. The Packers have now won Aaron Rodgers' last 9 primetime starts. That's tied for the 2nd-longest streak for a starting QB over the last 10 seasons. pic.twitter.com/pKne2b4ygV— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 27, 2021 Nú er svo komið að Aaron Rodgers hefur unnið níu kvöldleiki í röð en einn stór sjónvarpsleikur fer fram á sunnudags- og mánudagskvöldi. Þá er athygli mest og enginn annar NFL-leikur í gangi. Það virðist henta Rodgers mjög vel. Það má heldur aldrei afskrifa kappann þótt það sé ekki mikill tími eftir á klukkunni. Það sýndi hann enn á ný í nótt. .@AaronRodgers12's reaction is everything.#GoPackGo | @Packers pic.twitter.com/AHY43658tJ— NFL (@NFL) September 27, 2021 NFL Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Green Bay Packers varð þar með fyrsta liðið til að vinna 49ers á leiktíðinni eftir 30-28 sigur. 49ers liðið hafði komið til baka í leiknum og komst yfir í 28-27 eftir snertimark frá Kyle Juszczyk. Green Bay komst í 17-0 og 24-14 en þarna leit út fyrir að Packers liðið væri að missa frá sér frábæra stöðu. The Green Bay Packers turned 37 seconds into a game-winning drive against the San Francisco 49ers — Sky Sports (@SkySports) September 27, 2021 Rodgers er frábær leikstjórnandi en að þessu sinni hafði hann bara 37 sekúndur og ekkert leikhlé til að fara upp allan völlinn. Rodgers fann útherjann Davante Adams tvisvar sinnum og setti upp vallarmark fyrir Mason Crosby. Crosby var traustur sem fyrr og skoraði af 51 jarda færi. Rodgers leit skelfilega út í fyrsta leik tímabilsins þar sem Green Bay liðið fékk stóran skell á móti New Orleans Saints 3-38. Síðan þá hefur liðið unnið tvo leiki í röð og báðir hafa þeir verið sýndir á besta tíma í bandarísku sjónvarpi. The Packers have now won Aaron Rodgers' last 9 primetime starts. That's tied for the 2nd-longest streak for a starting QB over the last 10 seasons. pic.twitter.com/pKne2b4ygV— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 27, 2021 Nú er svo komið að Aaron Rodgers hefur unnið níu kvöldleiki í röð en einn stór sjónvarpsleikur fer fram á sunnudags- og mánudagskvöldi. Þá er athygli mest og enginn annar NFL-leikur í gangi. Það virðist henta Rodgers mjög vel. Það má heldur aldrei afskrifa kappann þótt það sé ekki mikill tími eftir á klukkunni. Það sýndi hann enn á ný í nótt. .@AaronRodgers12's reaction is everything.#GoPackGo | @Packers pic.twitter.com/AHY43658tJ— NFL (@NFL) September 27, 2021
NFL Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira