„Besti dagur lífs míns“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 08:00 Emile Smith Rowe fagnar marki sínu á móti Tottenham í gær. EPA-EFE/Facundo Arrizabalaga Emile Smith Rowe var kátur eftir 3-1 sigur Arsenal á nágrönnum sínum í Tottenham í Norður-London slagnum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Arsenal byrjaði tímabilið ekki vel en hefur nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið fór á kostum á móti Tottenham í gær og komst í 3-0 eftir aðeins 34 mínútna leik. Arsenal er nú komið upp fyrir Tottenham í töflunni. Hinn ungi Emile Smith Rowe átti frábæran leik í gær en hann skoraði fyrsta markið og lagði upp annað markið fyrir Piere-Emerick Aubameyang. Annar ungur strákur, Bukayo Saka, skoraði síðan þriðja markið og eftir það voru úrslitin ráðin. Best day of my life! pic.twitter.com/kAoOgoo9QK— Emile Smith Rowe (@emilesmithrowe) September 26, 2021 Smith Rowe sagði í viðtölum eftir leikinn að hann hafi verið að upplifa æskudrauminn sinn með því að skora á móti Tottenham. „Þetta er besti dagur lífs míns. Ég hef alltaf dreymt um að skora fyrir Arsenal á móti Tottenham fyrir framan fjölskyldu mína. Það rættist í dag og það er ekki til betri tilfinning,“ sagði Emile Smith Rowe. Ef að það hefur eitthvað vantað upp á í leik hins unga Smith Rowe þá var það að klára betur færin sín en strákurinn segist hafa unnið markvisst í því. „Já þetta snýst mikið um tímasetningu og ég hef verið að æfa þetta mikið á æfingum. Mér fannst þetta ganga vel hjá mér í dag og ég er rosalega ánægður með markið,“ sagði Smith Rowe. Smith Rowe var líka ánægður með það sem knattspyrnustjórinn Mikel Arteta sagði við þá fyrir leikinn. Emile Smith Rowe admits Arsenal heroics in win over Tottenham is "best day of my life"https://t.co/2Xpqrqss6E pic.twitter.com/tencVUi9oq— Mirror Football (@MirrorFootball) September 26, 2021 „Hann sagði okkur ungu strákunum að halda ró okkar. Við erum ungir og mættir í risaleik en hann hvetur okkur mikið og gefur okkur sjálfstraust,“ sagði Smith Rowe. „Það er ekki bara stjórinn heldur einnig hinir leikmennirnir í liðinu. Þeir gefa okkur ungu guttunum mikið sjálfstraust. Það er því auðveldara fyrir okkur að stíga inn á völlinn,“ sagði Smith Rowe. Emile Smith Rowe var þarna að skora sitt fyrsta deildamark á tímabilinu og sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni síðan að hann skoraði í tveimur leikjum í röð með þriggja daga millibili í maí. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Arsenal byrjaði tímabilið ekki vel en hefur nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið fór á kostum á móti Tottenham í gær og komst í 3-0 eftir aðeins 34 mínútna leik. Arsenal er nú komið upp fyrir Tottenham í töflunni. Hinn ungi Emile Smith Rowe átti frábæran leik í gær en hann skoraði fyrsta markið og lagði upp annað markið fyrir Piere-Emerick Aubameyang. Annar ungur strákur, Bukayo Saka, skoraði síðan þriðja markið og eftir það voru úrslitin ráðin. Best day of my life! pic.twitter.com/kAoOgoo9QK— Emile Smith Rowe (@emilesmithrowe) September 26, 2021 Smith Rowe sagði í viðtölum eftir leikinn að hann hafi verið að upplifa æskudrauminn sinn með því að skora á móti Tottenham. „Þetta er besti dagur lífs míns. Ég hef alltaf dreymt um að skora fyrir Arsenal á móti Tottenham fyrir framan fjölskyldu mína. Það rættist í dag og það er ekki til betri tilfinning,“ sagði Emile Smith Rowe. Ef að það hefur eitthvað vantað upp á í leik hins unga Smith Rowe þá var það að klára betur færin sín en strákurinn segist hafa unnið markvisst í því. „Já þetta snýst mikið um tímasetningu og ég hef verið að æfa þetta mikið á æfingum. Mér fannst þetta ganga vel hjá mér í dag og ég er rosalega ánægður með markið,“ sagði Smith Rowe. Smith Rowe var líka ánægður með það sem knattspyrnustjórinn Mikel Arteta sagði við þá fyrir leikinn. Emile Smith Rowe admits Arsenal heroics in win over Tottenham is "best day of my life"https://t.co/2Xpqrqss6E pic.twitter.com/tencVUi9oq— Mirror Football (@MirrorFootball) September 26, 2021 „Hann sagði okkur ungu strákunum að halda ró okkar. Við erum ungir og mættir í risaleik en hann hvetur okkur mikið og gefur okkur sjálfstraust,“ sagði Smith Rowe. „Það er ekki bara stjórinn heldur einnig hinir leikmennirnir í liðinu. Þeir gefa okkur ungu guttunum mikið sjálfstraust. Það er því auðveldara fyrir okkur að stíga inn á völlinn,“ sagði Smith Rowe. Emile Smith Rowe var þarna að skora sitt fyrsta deildamark á tímabilinu og sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni síðan að hann skoraði í tveimur leikjum í röð með þriggja daga millibili í maí.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira