Hvergi talið aftur nema mögulega í Suðurkjördæmi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2021 22:32 Ráðhús Reykjavíkur var einn kjörstaða í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þar stendur ekki til að telja atkvæði aftur, líkt og gert var í norðvesturkjördæmi. Vísir/Vilhelm Ekki stendur til að telja aftur atkvæði í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær í neinu þeirra kjördæma þar sem endurtalning hefur ekki þegar farið fram. Beiðni um endurtalningu hefur þó komið fram í einu kjördæmi. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi í dag skilaði breyttri niðurstöðu sem olli því að fimm jöfnunarþingmenn duttu út af þingi og aðrir komu í þeirra stað. Í samtali við fréttastofu staðfesti Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, að beiðni um endurtalningu í kjördæminu hafi verið lögð fram af hálfu umboðsmanna Vinstri grænna. Yfirkjörstjórn muni koma saman eftir hádegi á morgun og taka afstöðu til beiðninnar, sem var lögð fram vegna þess hve mjótt var á munum í kjördæminu. VG vantaði aðeins átta atkvæði til að ná inn kjördæmakjörnum þingmanni, á kostnað Miðflokks. Formenn yfirkjörstjórna í öðrum kjördæmum hafa í samtölum við fréttastofu upplýst um að ekki standi til að ráðast í endurtalningu að svo stöddu. Þannig sagði Gestur Jónsson í Norðausturkjördæmi að ekkert væri uppi þar sem gæfi tilefni til endurtalningar. Það sama var uppi á teningnum hjá Heimi Herbertssyni, formanni yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður. Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður, sagði að hluti atkvæða hafi verið endurtalinn þar, og ekkert komið í ljós sem benti til að endurtelja þyrfti öll atkvæðin, sem voru yfir 35 þúsund. „Við erum með afstemmingar og aðferðir sem eigi að virka alveg til þess að þetta sé rétt. Við reyndar endurtöldum hluta af atkvæðunum,“ sagði hún. Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, tók í sama streng og sagði endurtalningu ekki fyrirhugaða í kjördæminu þegar fréttastofa hafði samband við hann. Gagnrýni á framkvæmd í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi setti Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, fram harða gagnrýni á framkvæmd kosninganna og sagði kjörgögn ekki hafa verið innsigluð frá fyrstu talningu og fram að endurtalningu. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, hefur staðfest við fréttastofu að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð heldur skilin eftir í læstum sal á talningarstað í einhvern tíma, eftir fyrstu talningu. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum“ Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, setti fram færslu á Twitter í kvöld með fullyrðingunni: „Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum". Hún kveðst hafa komist að þessum sannleik í kosningaeftirliti sínu í Hvíta-Rússlandi fyrir nokkrum árum. 26. september 2021 22:02 „Hryllileg rússíbanareið“ „Þetta er hryllileg rússíbanareið sem þetta jöfnunarsætakerfi býr til,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, sem nú er orðinn jöfnunarþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, eftir að endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi breytti stöðunni varðandi jöfnunarþingmenn víða um land. 26. september 2021 19:59 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Í samtali við fréttastofu staðfesti Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, að beiðni um endurtalningu í kjördæminu hafi verið lögð fram af hálfu umboðsmanna Vinstri grænna. Yfirkjörstjórn muni koma saman eftir hádegi á morgun og taka afstöðu til beiðninnar, sem var lögð fram vegna þess hve mjótt var á munum í kjördæminu. VG vantaði aðeins átta atkvæði til að ná inn kjördæmakjörnum þingmanni, á kostnað Miðflokks. Formenn yfirkjörstjórna í öðrum kjördæmum hafa í samtölum við fréttastofu upplýst um að ekki standi til að ráðast í endurtalningu að svo stöddu. Þannig sagði Gestur Jónsson í Norðausturkjördæmi að ekkert væri uppi þar sem gæfi tilefni til endurtalningar. Það sama var uppi á teningnum hjá Heimi Herbertssyni, formanni yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður. Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður, sagði að hluti atkvæða hafi verið endurtalinn þar, og ekkert komið í ljós sem benti til að endurtelja þyrfti öll atkvæðin, sem voru yfir 35 þúsund. „Við erum með afstemmingar og aðferðir sem eigi að virka alveg til þess að þetta sé rétt. Við reyndar endurtöldum hluta af atkvæðunum,“ sagði hún. Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, tók í sama streng og sagði endurtalningu ekki fyrirhugaða í kjördæminu þegar fréttastofa hafði samband við hann. Gagnrýni á framkvæmd í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi setti Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, fram harða gagnrýni á framkvæmd kosninganna og sagði kjörgögn ekki hafa verið innsigluð frá fyrstu talningu og fram að endurtalningu. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, hefur staðfest við fréttastofu að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð heldur skilin eftir í læstum sal á talningarstað í einhvern tíma, eftir fyrstu talningu.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum“ Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, setti fram færslu á Twitter í kvöld með fullyrðingunni: „Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum". Hún kveðst hafa komist að þessum sannleik í kosningaeftirliti sínu í Hvíta-Rússlandi fyrir nokkrum árum. 26. september 2021 22:02 „Hryllileg rússíbanareið“ „Þetta er hryllileg rússíbanareið sem þetta jöfnunarsætakerfi býr til,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, sem nú er orðinn jöfnunarþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, eftir að endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi breytti stöðunni varðandi jöfnunarþingmenn víða um land. 26. september 2021 19:59 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
„Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum“ Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, setti fram færslu á Twitter í kvöld með fullyrðingunni: „Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum". Hún kveðst hafa komist að þessum sannleik í kosningaeftirliti sínu í Hvíta-Rússlandi fyrir nokkrum árum. 26. september 2021 22:02
„Hryllileg rússíbanareið“ „Þetta er hryllileg rússíbanareið sem þetta jöfnunarsætakerfi býr til,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, sem nú er orðinn jöfnunarþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, eftir að endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi breytti stöðunni varðandi jöfnunarþingmenn víða um land. 26. september 2021 19:59
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09