Við eigum öll erindi á Alþingi Lenya Rún Taha Karim skrifar 24. september 2021 17:00 Í þessari kosningabaráttu hef ég þurft að svara einni spurningu oftar en nokkurri annarri: Af hverju ég en ekki einhver annar? Stærsta ástæðan er einfaldlega af lýðræðislegum toga. Ég tel mig vera góðan fulltrúa fjölbreyttra hópa sem fá sjaldan eða aldrei áheyrn í íslensku samfélagi: Ungt fólk og fólk með erlendan bakgrunn. Við gleymum því nefnilega allt of oft að rúmlega 15% af þjóðarinnar eru innflytjendur eða útlendingar og hlutfall ungs fólks er ennþá hærra. Þessir hópar hafa hins vegar engan málsvara á Alþingi eins og er. Rauði þráðurinn í starfi Pírata er lýðræði. Það er ekki hægt að tala um virkt og skilningsríkt lýðræði ef gríðarstór hluti þjóðarinnar á sér engan málsvara sem þekkir aðstæður þeirra af eigin raun. Hvernig á alþingismaður, sem hefur enga snertingu við þessa hópa, að geta sett sig í þeirra fótspor? Það er hreinlega óraunhæf krafa. Ég hef því góða innsýn inn í reynsluheim fjölda Íslendinga sem ratar sjaldan inn fyrir veggi Alþingis. Inn í íslenska samfélagið þar sem ég fæddist en einnig í erlenda samfélagið á Íslandi. Ég ólst upp við kúrdísk gildi heima hjá mér og íslensk gildi í menntakerfinu En það viðhorf virðist ríkjandi að við töpum á því að hjálpa þessum tveimur ólíku hópum að aðlagast hvor öðrum. Af hverju ætli það sé? Síðast en ekki síst er hreinlega kominn tími til að lofta út á Alþingi. Meðalaldurinn er að nálgast 50 ára þar og mín kynslóð á ekki eitt sæti við borðið. Ég er hluti af kynslóðinni sem fær að hafa áhrif eftir 10-15 ár, því þá þurfum við ekki að reyna að troða okkur inn á þing, heldur verður fyrst þá komið að okkur í aldursröðinni. Ég er einnig hluti af þeirri kynslóð sem neyðist til þess að moka upp skít eftir núverandi ráðamenn því þau neituðu að grípa til aðgerða í loftslags- og umhverfismálum, útlendingamálum og mannréttindamálum. Mín kynslóð krefst þess að þessi vinna hefjist núna strax.Ég er vissulega ung en ég er líka bjartsýn. Ég er bjartsýn á að það sé hægt að snúa blaðinu við og móta góða framtíð fyrir alla hópa samfélagsins á næstu 4 árum. Með lýðræðið að leiðarljósi og raunverulegri aðkomu allra í íslensku samfélagi, sérstaklega þeirra sem eiga sér enga rödd á Alþingi í dag. Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lenya Rún Taha Karim Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari kosningabaráttu hef ég þurft að svara einni spurningu oftar en nokkurri annarri: Af hverju ég en ekki einhver annar? Stærsta ástæðan er einfaldlega af lýðræðislegum toga. Ég tel mig vera góðan fulltrúa fjölbreyttra hópa sem fá sjaldan eða aldrei áheyrn í íslensku samfélagi: Ungt fólk og fólk með erlendan bakgrunn. Við gleymum því nefnilega allt of oft að rúmlega 15% af þjóðarinnar eru innflytjendur eða útlendingar og hlutfall ungs fólks er ennþá hærra. Þessir hópar hafa hins vegar engan málsvara á Alþingi eins og er. Rauði þráðurinn í starfi Pírata er lýðræði. Það er ekki hægt að tala um virkt og skilningsríkt lýðræði ef gríðarstór hluti þjóðarinnar á sér engan málsvara sem þekkir aðstæður þeirra af eigin raun. Hvernig á alþingismaður, sem hefur enga snertingu við þessa hópa, að geta sett sig í þeirra fótspor? Það er hreinlega óraunhæf krafa. Ég hef því góða innsýn inn í reynsluheim fjölda Íslendinga sem ratar sjaldan inn fyrir veggi Alþingis. Inn í íslenska samfélagið þar sem ég fæddist en einnig í erlenda samfélagið á Íslandi. Ég ólst upp við kúrdísk gildi heima hjá mér og íslensk gildi í menntakerfinu En það viðhorf virðist ríkjandi að við töpum á því að hjálpa þessum tveimur ólíku hópum að aðlagast hvor öðrum. Af hverju ætli það sé? Síðast en ekki síst er hreinlega kominn tími til að lofta út á Alþingi. Meðalaldurinn er að nálgast 50 ára þar og mín kynslóð á ekki eitt sæti við borðið. Ég er hluti af kynslóðinni sem fær að hafa áhrif eftir 10-15 ár, því þá þurfum við ekki að reyna að troða okkur inn á þing, heldur verður fyrst þá komið að okkur í aldursröðinni. Ég er einnig hluti af þeirri kynslóð sem neyðist til þess að moka upp skít eftir núverandi ráðamenn því þau neituðu að grípa til aðgerða í loftslags- og umhverfismálum, útlendingamálum og mannréttindamálum. Mín kynslóð krefst þess að þessi vinna hefjist núna strax.Ég er vissulega ung en ég er líka bjartsýn. Ég er bjartsýn á að það sé hægt að snúa blaðinu við og móta góða framtíð fyrir alla hópa samfélagsins á næstu 4 árum. Með lýðræðið að leiðarljósi og raunverulegri aðkomu allra í íslensku samfélagi, sérstaklega þeirra sem eiga sér enga rödd á Alþingi í dag. Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun