Fimmtán ára með laglega og sögulega körfu í fyrsta Evrópuleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2021 13:31 Jana Falsdóttir á ferðinni með boltann í gær og svo má sjá hana og Haukastelpurnar fagna sigri. Samsett/Skjámynd & Fiba.basketball Haukakonur unnu sögulegan sigur á portúgalska liðinu Sportiva í Evrópuleik á Ásvöllum í gærkvöldi. Þetta var ekki aðeins fyrsti sigur íslensk kvennakörfuboltaliðs í Evrópukeppni heldur var ung Haukastúlka að setja nokkru aldursmet. Haukakonan Jana Falsdóttir spilað átta mínútur hjá Haukunum í gær og skilaði mikilvægu hlutverki þegar hin bandaríska Haiden Denise Palmer lenti í villuvandræðum. Jana er aðeins fimmtán ára gömul en hún heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en í lok nóvember. Jana varð ekki aðeins yngsta íslenska körfuboltakonan til að spila Evrópuleik því hún var einnig sú yngsta til að skora í Evrópuleik. Jana skoraði laglega körfu í fjórða leikhluta þegar hún kom Haukum í 63-59. Það var því allt undir þegar hún lék laglega að körfunni og tók síðan sveifluskot úr teignum. Klippa: Fimmtán ára gömul með körfu í Evrópuleik „Jana fer skemmtilega með boltann, þetta er flókið skot hjá Jönu Falsdóttur sem setur hann samt niður,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson í beinni útsendingu frá leiknum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Það má sjá þessa körfu Jönu hér fyrir ofan. Jana bætti met Unnar Töru Jónsdóttur sem var áður sú yngsta til að spila Evrópuleik. Unnur Tara spilað sinn fyrsta Evrópuleik 16 ára, 6 mánaða og 6 daga. Jana var aðeins 15 ára, 9 mánaða og 25 daga gömul í gær. Jana bætti einnig met Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur yfir þá yngstu til að skora stig í Evrópukeppni í körfubolta (16 ára og 8 mánaða) og met Klöru Guðmundsdóttir yfir þá yngstu til að skora körfu í Evrópukeppni í körfubolta en Klara var 16 ára, 8 mánaða og 20 daga gömul þegar hún skoraði körfu fyrir Hauka í Evrópuleik í nóvember 2006. Jana á ekki langt að sækja hæfileikana en foreldrar hennar, Falur Harðarson og Margrét Sturlaugsdóttir, eru bæði margfaldir Íslandsmeistarar með Keflavík og léku samtals 112 A-landsleiki fyrir Ísland. Subway-deild kvenna Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Haukakonan Jana Falsdóttir spilað átta mínútur hjá Haukunum í gær og skilaði mikilvægu hlutverki þegar hin bandaríska Haiden Denise Palmer lenti í villuvandræðum. Jana er aðeins fimmtán ára gömul en hún heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en í lok nóvember. Jana varð ekki aðeins yngsta íslenska körfuboltakonan til að spila Evrópuleik því hún var einnig sú yngsta til að skora í Evrópuleik. Jana skoraði laglega körfu í fjórða leikhluta þegar hún kom Haukum í 63-59. Það var því allt undir þegar hún lék laglega að körfunni og tók síðan sveifluskot úr teignum. Klippa: Fimmtán ára gömul með körfu í Evrópuleik „Jana fer skemmtilega með boltann, þetta er flókið skot hjá Jönu Falsdóttur sem setur hann samt niður,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson í beinni útsendingu frá leiknum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Það má sjá þessa körfu Jönu hér fyrir ofan. Jana bætti met Unnar Töru Jónsdóttur sem var áður sú yngsta til að spila Evrópuleik. Unnur Tara spilað sinn fyrsta Evrópuleik 16 ára, 6 mánaða og 6 daga. Jana var aðeins 15 ára, 9 mánaða og 25 daga gömul í gær. Jana bætti einnig met Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur yfir þá yngstu til að skora stig í Evrópukeppni í körfubolta (16 ára og 8 mánaða) og met Klöru Guðmundsdóttir yfir þá yngstu til að skora körfu í Evrópukeppni í körfubolta en Klara var 16 ára, 8 mánaða og 20 daga gömul þegar hún skoraði körfu fyrir Hauka í Evrópuleik í nóvember 2006. Jana á ekki langt að sækja hæfileikana en foreldrar hennar, Falur Harðarson og Margrét Sturlaugsdóttir, eru bæði margfaldir Íslandsmeistarar með Keflavík og léku samtals 112 A-landsleiki fyrir Ísland.
Subway-deild kvenna Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira