Fimmtán ára með laglega og sögulega körfu í fyrsta Evrópuleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2021 13:31 Jana Falsdóttir á ferðinni með boltann í gær og svo má sjá hana og Haukastelpurnar fagna sigri. Samsett/Skjámynd & Fiba.basketball Haukakonur unnu sögulegan sigur á portúgalska liðinu Sportiva í Evrópuleik á Ásvöllum í gærkvöldi. Þetta var ekki aðeins fyrsti sigur íslensk kvennakörfuboltaliðs í Evrópukeppni heldur var ung Haukastúlka að setja nokkru aldursmet. Haukakonan Jana Falsdóttir spilað átta mínútur hjá Haukunum í gær og skilaði mikilvægu hlutverki þegar hin bandaríska Haiden Denise Palmer lenti í villuvandræðum. Jana er aðeins fimmtán ára gömul en hún heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en í lok nóvember. Jana varð ekki aðeins yngsta íslenska körfuboltakonan til að spila Evrópuleik því hún var einnig sú yngsta til að skora í Evrópuleik. Jana skoraði laglega körfu í fjórða leikhluta þegar hún kom Haukum í 63-59. Það var því allt undir þegar hún lék laglega að körfunni og tók síðan sveifluskot úr teignum. Klippa: Fimmtán ára gömul með körfu í Evrópuleik „Jana fer skemmtilega með boltann, þetta er flókið skot hjá Jönu Falsdóttur sem setur hann samt niður,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson í beinni útsendingu frá leiknum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Það má sjá þessa körfu Jönu hér fyrir ofan. Jana bætti met Unnar Töru Jónsdóttur sem var áður sú yngsta til að spila Evrópuleik. Unnur Tara spilað sinn fyrsta Evrópuleik 16 ára, 6 mánaða og 6 daga. Jana var aðeins 15 ára, 9 mánaða og 25 daga gömul í gær. Jana bætti einnig met Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur yfir þá yngstu til að skora stig í Evrópukeppni í körfubolta (16 ára og 8 mánaða) og met Klöru Guðmundsdóttir yfir þá yngstu til að skora körfu í Evrópukeppni í körfubolta en Klara var 16 ára, 8 mánaða og 20 daga gömul þegar hún skoraði körfu fyrir Hauka í Evrópuleik í nóvember 2006. Jana á ekki langt að sækja hæfileikana en foreldrar hennar, Falur Harðarson og Margrét Sturlaugsdóttir, eru bæði margfaldir Íslandsmeistarar með Keflavík og léku samtals 112 A-landsleiki fyrir Ísland. Subway-deild kvenna Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Haukakonan Jana Falsdóttir spilað átta mínútur hjá Haukunum í gær og skilaði mikilvægu hlutverki þegar hin bandaríska Haiden Denise Palmer lenti í villuvandræðum. Jana er aðeins fimmtán ára gömul en hún heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en í lok nóvember. Jana varð ekki aðeins yngsta íslenska körfuboltakonan til að spila Evrópuleik því hún var einnig sú yngsta til að skora í Evrópuleik. Jana skoraði laglega körfu í fjórða leikhluta þegar hún kom Haukum í 63-59. Það var því allt undir þegar hún lék laglega að körfunni og tók síðan sveifluskot úr teignum. Klippa: Fimmtán ára gömul með körfu í Evrópuleik „Jana fer skemmtilega með boltann, þetta er flókið skot hjá Jönu Falsdóttur sem setur hann samt niður,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson í beinni útsendingu frá leiknum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Það má sjá þessa körfu Jönu hér fyrir ofan. Jana bætti met Unnar Töru Jónsdóttur sem var áður sú yngsta til að spila Evrópuleik. Unnur Tara spilað sinn fyrsta Evrópuleik 16 ára, 6 mánaða og 6 daga. Jana var aðeins 15 ára, 9 mánaða og 25 daga gömul í gær. Jana bætti einnig met Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur yfir þá yngstu til að skora stig í Evrópukeppni í körfubolta (16 ára og 8 mánaða) og met Klöru Guðmundsdóttir yfir þá yngstu til að skora körfu í Evrópukeppni í körfubolta en Klara var 16 ára, 8 mánaða og 20 daga gömul þegar hún skoraði körfu fyrir Hauka í Evrópuleik í nóvember 2006. Jana á ekki langt að sækja hæfileikana en foreldrar hennar, Falur Harðarson og Margrét Sturlaugsdóttir, eru bæði margfaldir Íslandsmeistarar með Keflavík og léku samtals 112 A-landsleiki fyrir Ísland.
Subway-deild kvenna Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum