Unnusti Petito ákærður fyrir greiðslukortasvindl Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2021 10:52 Brian Laundrie sést hér á upptöku úr myndavél lögregluþjóns sem stöðvaði hann og Petito í Utah í ágúst. TIlkynning hafði borist um að parið ætti í rifrildi og að Laundrie hefði slegið Petito. AP/lögreglan í Moab Yfirvöld í Wyoming í Bandaríkjunum hafa gefið út ákæru á hendur unnusta Gabrielle Petito, ungrar konu sem fannst myrt þar eftir að hún hvarf á ferðalagi með honum, fyrir að svíkja út fé með greiðslukorti. Petito, sem var 22 ára gömul, fannst látin við þjóðgarð í Wyoming á sunnudag. Ekkert hafði spurst til hennar frá því í ágúst en þá var hún á ferðalagi um Bandaríkin með Brian Laundrie, 23 ára gömlum unnusta sínum. Laundrie sneri einn heim úr ferðalaginu 1. september en neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað hefði orðið um hana. Hann hvarf sjálfur á þriðjudag í síðustu viku. Ákæra var lögð fram á hendur Laundrie fyrir umdæmisdómstóli í Wyoming á miðvikudag. Hann er sakaður um að hafa notað debetkort og PIN-númer annarrar manneskju til þess að taka út fé eða greiða samtals meira en þúsund dollara, jafnvirði tæpra 130.000 íslenskra króna, eftir að Petito hvarf. AP-fréttastofan segir að ekki komi fram í ákærunni hver átti greiðslukortið sem Laundrie notaði. Fulltrúi alríkislögreglunnar FBI segir ákæruna gera lögregluliði um öll Bandaríkin kleift að leita að Laundrie á meðan rannsókn á morðinu á Petito heldur áfram. Laundrie var ekki með réttarstöðu grunaðs í þeirri rannsókn áður en hann hvarf í síðustu viku en lögregla hafði mikinn áhuga á að ræða við hann. Leit að Laundrie hélt áfram á náttúruverndarsvæði á Suður-Flórída í gær. Hann sagði foreldrum sínum að hann ætlaði að ganga einn um fenjasvæði á Carlton-náttúruverndarsvæðinu á þriðjudag í síðustu viku. Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00 Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Petito, sem var 22 ára gömul, fannst látin við þjóðgarð í Wyoming á sunnudag. Ekkert hafði spurst til hennar frá því í ágúst en þá var hún á ferðalagi um Bandaríkin með Brian Laundrie, 23 ára gömlum unnusta sínum. Laundrie sneri einn heim úr ferðalaginu 1. september en neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað hefði orðið um hana. Hann hvarf sjálfur á þriðjudag í síðustu viku. Ákæra var lögð fram á hendur Laundrie fyrir umdæmisdómstóli í Wyoming á miðvikudag. Hann er sakaður um að hafa notað debetkort og PIN-númer annarrar manneskju til þess að taka út fé eða greiða samtals meira en þúsund dollara, jafnvirði tæpra 130.000 íslenskra króna, eftir að Petito hvarf. AP-fréttastofan segir að ekki komi fram í ákærunni hver átti greiðslukortið sem Laundrie notaði. Fulltrúi alríkislögreglunnar FBI segir ákæruna gera lögregluliði um öll Bandaríkin kleift að leita að Laundrie á meðan rannsókn á morðinu á Petito heldur áfram. Laundrie var ekki með réttarstöðu grunaðs í þeirri rannsókn áður en hann hvarf í síðustu viku en lögregla hafði mikinn áhuga á að ræða við hann. Leit að Laundrie hélt áfram á náttúruverndarsvæði á Suður-Flórída í gær. Hann sagði foreldrum sínum að hann ætlaði að ganga einn um fenjasvæði á Carlton-náttúruverndarsvæðinu á þriðjudag í síðustu viku.
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00 Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Alríkislögreglan leitar að unnusta Petito Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur óskað eftir aðstoð almennings til að finna unnusta hinnar 22 ára gömlu Gabrielle Petito, sem fannst myrt í þjóðgarði í Wyoming á dögunum. Dánardómstjóri skar um það í gær að Petito hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 23:00
Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. 22. september 2021 08:25