Vill leyfa áfengi í stúkunni: „Ýtum fólki út í það að drekka hratt í hálfleik“ Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2021 14:31 Stuðningsmenn enska landsliðsins glaðbeittir með bjór í hönd á leið á úrslitaleikinn gegn Ítalíu á EM í London í sumar. Áfengisdrykkja er bönnuð í stúkunni á leikjum á Evrópumótum líkt og í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Marc Atkins Bretar skoða það nú að aflétta banni við áfengisdrykkju í stúkunni á fótboltaleikjum. Þingmaður segir bannið stuðla að því að menn þambi hratt fyrir leik og í hálfleik. Tracey Crouch, fyrrverandi íþróttamálaráðherra, fer fyrir umfangsmikilli endurskoðun á enskum fótbolta sem sett var í gang í vor, eftir að hugmyndir um evrópsku Ofurdeildina höfðu verið kveðnar í kútinn. Á meðal þess sem Crouch hefur skoðað er staða stuðningsmanna og aðstaða þeirra á leikjum. Hún leggur til að prófað verði að leyfa áfengisdrykkju á leikjum í ensku D-deildinni og efstu deild utandeildarinnar, með það í huga að drykkja verði leyfð á leikjum í öllum deildum ef vel gengur. Ekkert bann er í Bretlandi við áfengisdrykkju á krikket- eða ruðningsleikjum, sem einnig eru vinsælar íþróttir í landinu. Einnig má drekka bjór yfir leikjum í utandeildinni í fótbolta, nema í efstu deild hennar. Á leikjum bestu fótboltaliða landsins má hins vegar ekki drekka í stúkunni. „Viðhorf okkar gagnvart áfengi og fótbolta er úrelt,“ sagði Crouch við The Times. Bannið gilt frá árinu 1985 Áfengisbannið sem stuðningsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni, og öðrum atvinnumannadeildum í fótbolta í Bretlandi, þurfa að lúta hefur gilt frá árinu 1985, þegar fótboltabullur voru stórt vandamál í landinu. Fótboltabullur settu ljótan svip á úrslitaleik EM á Wembley í sumar en það breytir því ekki að Crouch vill sjá breytingar. „Það hjálpar ekki til að sjá tilvik eins og á Wembley en þess vegna vil ég gera prófanir með þetta fyrst,“ sagði hún. Í dag má drekka áfengi í hálfleik á fótboltaleikjum, á ákveðnum svæðum innandyra, en bannið snýr að drykkju í stúkunni. „Við erum að ýta fólki út í það að drekka hratt í hálfleik. Í því felst þetta óholla samband fótboltastuðningsmanna og áfengis. Þeir drekka mikið á stuttum tíma. Þess vegna vil ég gera prófanir með þetta svo að menn þurfi ekki að skella í sig heilum bjór í hálfleik,“ sagði Crouch sem telur afléttingu bannsins einnig hjálpa félögum í neðri deildum að halda sig réttu megin við núllið í rekstrinum. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Tracey Crouch, fyrrverandi íþróttamálaráðherra, fer fyrir umfangsmikilli endurskoðun á enskum fótbolta sem sett var í gang í vor, eftir að hugmyndir um evrópsku Ofurdeildina höfðu verið kveðnar í kútinn. Á meðal þess sem Crouch hefur skoðað er staða stuðningsmanna og aðstaða þeirra á leikjum. Hún leggur til að prófað verði að leyfa áfengisdrykkju á leikjum í ensku D-deildinni og efstu deild utandeildarinnar, með það í huga að drykkja verði leyfð á leikjum í öllum deildum ef vel gengur. Ekkert bann er í Bretlandi við áfengisdrykkju á krikket- eða ruðningsleikjum, sem einnig eru vinsælar íþróttir í landinu. Einnig má drekka bjór yfir leikjum í utandeildinni í fótbolta, nema í efstu deild hennar. Á leikjum bestu fótboltaliða landsins má hins vegar ekki drekka í stúkunni. „Viðhorf okkar gagnvart áfengi og fótbolta er úrelt,“ sagði Crouch við The Times. Bannið gilt frá árinu 1985 Áfengisbannið sem stuðningsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni, og öðrum atvinnumannadeildum í fótbolta í Bretlandi, þurfa að lúta hefur gilt frá árinu 1985, þegar fótboltabullur voru stórt vandamál í landinu. Fótboltabullur settu ljótan svip á úrslitaleik EM á Wembley í sumar en það breytir því ekki að Crouch vill sjá breytingar. „Það hjálpar ekki til að sjá tilvik eins og á Wembley en þess vegna vil ég gera prófanir með þetta fyrst,“ sagði hún. Í dag má drekka áfengi í hálfleik á fótboltaleikjum, á ákveðnum svæðum innandyra, en bannið snýr að drykkju í stúkunni. „Við erum að ýta fólki út í það að drekka hratt í hálfleik. Í því felst þetta óholla samband fótboltastuðningsmanna og áfengis. Þeir drekka mikið á stuttum tíma. Þess vegna vil ég gera prófanir með þetta svo að menn þurfi ekki að skella í sig heilum bjór í hálfleik,“ sagði Crouch sem telur afléttingu bannsins einnig hjálpa félögum í neðri deildum að halda sig réttu megin við núllið í rekstrinum.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira