Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Biden Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2021 09:00 Starfsmenn Cyberninjas liggja yfir atkvæðaseðlum í íþróttahúsi í Phoenix, stærstu borg Arizona. Endurskoðun fyrirtækisins tók mun lengri tíma en til stóð og kostaði hundruð milljónir íslenskra króna. Á endanum virðist hún aðeins hafa staðfest opinber úrslit kosninganna. AP/Matt York Sex mánaða löng og afar umdeild endurskoðun einkafyrirtækis á úrslitum bandarísku forsetakosninganna í Arizona sem repúblikanar létu fara fram sýndi að opinber úrslit voru rétt. Stofnað var til könnunarinnar vegna samsæriskenninga um að stórfelld svik hefðu kostað Donald Trump sigurinn í Arizona og fleiri ríkjum. Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í Arizona ákváðu að ráðast í endurskoðunina þrátt fyrir að Doug Ducey, ríkisstjóri og repúblikani, hefði staðfest úrslitin, ríkis- og alríkisdómara hafnað ásökunum um svindl og að tvær endurskoðanir og endurtalning hefðu þegar farið fram. Það gerðu þeir einnig þrátt fyrir háværar mótbárur demókrata og repúblikana sem sáu um framkvæmd kosninganna í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu Arizona. Lögðu þeir hald á kosningavélar og fleiri en tvær milljónir atkvæða frá Maricopa. Fengu þeir einkafyrirtækið Cyberninjas til að sjá um endurskoðunina en eigandi þess hafði þá tekið undir stoðlausar ásakanir Trump, fyrrverandi forseta, um kosningasvik. Sérfræðingar gagnrýndu aðferðir Cyberninjas við endurskoðunina og sögðu þær viðvaningslegar og hlutdrægar, að sögn Washington Post. Sýndu að Biden fékk enn fleiri atkvæði og Trump enn færri Úttektin hefur dregist verulega á langin en henni átti upphaflega að ljúka í sumar. Bandarískir fjölmiðlar segja nú að til standi að kynna niðurstöður úttektar Cyberninjas í dag. Þeir hafa margir komist yfir drög að skýrslu fyrirtækisins. Drögin staðfesta ekki aðeins sigur Joe Biden heldur sýna að munurinn á þeim Trump var í raun örlítið meiri en í opinberum tölum. Biden fékk 99 fleiri atkvæði samkvæmt úttektinni en Trump 261 atkvæði færra, að sögn New York Times. Talsmaður endurskoðunarinnar segir að skýrsludrögin séu lík endanlegri skýrslunni. „Voru stófelld svik eða eitthvað? Það lítur ekki þannig út,“ segir hann. Niðurstöðurnar virðast kippa fótunum undan ásökunum Trump sem vonaðist til að endurskoðunin í Arizona yrði sú fyrsta af mörgum sem sýndu að hann hefði verið raunverulegur sigurvegari kosninganna. Skýrsluhöfundar virðast reyna að baktryggja sig gegn væntanlega hörðum viðbrögðum fyrrverandi forsetans með því að segja að það geti verið að kjörstjórnir hafi tekið við ólögmætum atkvæðum sem sýslurnar hafi svo talið. Segja þeir að frekari rannsóknar sé þörf. Yfirvöld í Marcopa-sýslu, þar sem repúblikanar fara einnig með völdin, tístu um drögin að skýrslunni í gær og sögðu þau staðfesta opinberar tölur. „Því miður er skýrslan líka full af mistökum og röngum ályktunum um hvernig Maricopa-sýsla stýrði kosningunum árið 2020,“ tístu sýsluyfirvöld. Unfortunately, the report is also littered with errors & faulty conclusions about how Maricopa County conducted the 2020 General Election.— Maricopa County (@maricopacounty) September 24, 2021 Kostnaðurinn við úttektina á kosningaúrslitunum er sagður hafa numið um 5,7 milljónum dollara, jafnvirði meira en 730 milljóna íslenskra króna. Hægriöfgahópar og stuðningsmenn Trump fjármögnuðu verkið að mestu leyti. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í Arizona ákváðu að ráðast í endurskoðunina þrátt fyrir að Doug Ducey, ríkisstjóri og repúblikani, hefði staðfest úrslitin, ríkis- og alríkisdómara hafnað ásökunum um svindl og að tvær endurskoðanir og endurtalning hefðu þegar farið fram. Það gerðu þeir einnig þrátt fyrir háværar mótbárur demókrata og repúblikana sem sáu um framkvæmd kosninganna í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu Arizona. Lögðu þeir hald á kosningavélar og fleiri en tvær milljónir atkvæða frá Maricopa. Fengu þeir einkafyrirtækið Cyberninjas til að sjá um endurskoðunina en eigandi þess hafði þá tekið undir stoðlausar ásakanir Trump, fyrrverandi forseta, um kosningasvik. Sérfræðingar gagnrýndu aðferðir Cyberninjas við endurskoðunina og sögðu þær viðvaningslegar og hlutdrægar, að sögn Washington Post. Sýndu að Biden fékk enn fleiri atkvæði og Trump enn færri Úttektin hefur dregist verulega á langin en henni átti upphaflega að ljúka í sumar. Bandarískir fjölmiðlar segja nú að til standi að kynna niðurstöður úttektar Cyberninjas í dag. Þeir hafa margir komist yfir drög að skýrslu fyrirtækisins. Drögin staðfesta ekki aðeins sigur Joe Biden heldur sýna að munurinn á þeim Trump var í raun örlítið meiri en í opinberum tölum. Biden fékk 99 fleiri atkvæði samkvæmt úttektinni en Trump 261 atkvæði færra, að sögn New York Times. Talsmaður endurskoðunarinnar segir að skýrsludrögin séu lík endanlegri skýrslunni. „Voru stófelld svik eða eitthvað? Það lítur ekki þannig út,“ segir hann. Niðurstöðurnar virðast kippa fótunum undan ásökunum Trump sem vonaðist til að endurskoðunin í Arizona yrði sú fyrsta af mörgum sem sýndu að hann hefði verið raunverulegur sigurvegari kosninganna. Skýrsluhöfundar virðast reyna að baktryggja sig gegn væntanlega hörðum viðbrögðum fyrrverandi forsetans með því að segja að það geti verið að kjörstjórnir hafi tekið við ólögmætum atkvæðum sem sýslurnar hafi svo talið. Segja þeir að frekari rannsóknar sé þörf. Yfirvöld í Marcopa-sýslu, þar sem repúblikanar fara einnig með völdin, tístu um drögin að skýrslunni í gær og sögðu þau staðfesta opinberar tölur. „Því miður er skýrslan líka full af mistökum og röngum ályktunum um hvernig Maricopa-sýsla stýrði kosningunum árið 2020,“ tístu sýsluyfirvöld. Unfortunately, the report is also littered with errors & faulty conclusions about how Maricopa County conducted the 2020 General Election.— Maricopa County (@maricopacounty) September 24, 2021 Kostnaðurinn við úttektina á kosningaúrslitunum er sagður hafa numið um 5,7 milljónum dollara, jafnvirði meira en 730 milljóna íslenskra króna. Hægriöfgahópar og stuðningsmenn Trump fjármögnuðu verkið að mestu leyti.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira