Sport

Dagskráin í dag: Fyrsti dagur Ryder-bikarsins og Olís-deild karla

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ryder-bikarinn hefst í dag.
Ryder-bikarinn hefst í dag. David Davies/PA Images via Getty Images

Sjö beinar útsendingar eru á dagskrá sportrása Stöðvar 2 í dag. Fyrsti dagur Ryder-bikarsins í golfi fer af stað í dag og Afturelding tekur á móti deildarmeisturum Hauka í Olís-deild karla svo eitthvað sé nefnt.

Ryder-bikarinn hefst á slaginu 12:00 á Stöð 2 Golf þar sem að tólf bestu kylfingar Bandaríkjanna og Evrópu etja kappi í stórskemmtilegri liðakeppni.

Klukkan 15:30 er Walmart NW Arkansas Championship á dagskrá á Stöð 2 Sport 4, en það er hluti af LPGA mótaröðinni.

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia mæta BAXI Manresa í spænska körfuboltanum á Stöð 2 Sport 3 klukkan 16:50 og klukkan 19:20 mætast MoraBanc Andorra og Real Madrid á sömu rás.

West Bromwich Albion tekur á móti Queens Park Rangers í ensku 1.deildinni á Stöð 2 Sport 2 klukkan 18:55.

Klukkan 18:55 hefst bein útsending frá viðureign Aftureldingar og Hauka í Olís-deild karla á Stöð 2 Sport. Að leik loknum taka sérfræðingar Seinni bylgjunnar við og fara yfir allt það helsta úr leikjum umferðarinnar í Olís-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×