Skammaði Lingard fyrir að láta sig detta og öskra: „Gerði þetta ekki hjá West Ham“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2021 14:30 Atvikið umtalaða í leik Manchester United og West Ham þegar Jesse Lingard féll í vítateig Hamranna eftir baráttu við Mark Noble. getty/Matthew Peters Mark Noble sakaði Jesse Lingard um leikaraskap eftir leik Manchester United og West Ham United í 3. umferð enska deildabikarsins í gær. Lingard lék sem lánsmaður með West Ham á síðasta tímabili og þá sagði Noble að hann hafi ekki látið sig detta eins og hann gerir nú. Í seinni hálfleiknum í leiknum á Old Trafford féll Lingard í vítateig West Ham eftir að Noble virtist toga í hann en ekkert var dæmt. Noble lét sinn gamla samherja heyra það eftir atvikið og einnig eftir leikinn. „Þetta er fótbolti. Hann lét sig detta og ég skammaði hann fyrir að öskra. Hann gerði þetta ekki hérna,“ sagði Noble. Hann sagðist þó samgleðjast með Lingard hvernig hann hefur byrjað tímabilið með United. „Við hlógum saman og ég elska Jesse. Hann er frábær karakter og ég er svo ánægður að hann sé að fá tækifæri hérna.“ Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, var ósáttur eftir leik og sagði að Lingard hefði átt að fá víti eftir baráttuna við Noble. „Ég vill ekki segja of mikið en Jesse Lingard átti að fá víti,“ sagði Solskjær. United og West Ham mættust einnig á sunnudaginn og þá skoraði Lingard sigurmarkið gegn sínu gamla liði. „Hann hefur skorað nokkur frábær mörk og markið gegn okkur sveið sárt. En hann er frábær gaur og á allt gott skilið,“ sagði Noble sem klúðraði víti í uppbótartíma í leiknum á sunnudaginn. Manuel Lanzini skoraði eina mark leiksins á Old Trafford í gær. United átti tæplega þrjátíu skot að marki West Ham en mistókst að skora. Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að Martial sé of latur og líkamstjáningin hans sé hræðileg Anthony Martial nennir ekki að leggja nógu mikið á sig til að vera aðalframherji Manchester United. Þetta segir Dion Dublin, álitsgjafi hjá BBC og fyrrverandi leikmaður United. 23. september 2021 12:01 Ósáttur með slaka byrjun og sagði sína menn hafa átt að fá vítaspyrnu Ole Gunnar Solskjær var ekki sáttur með slaka byrjun sinna manna er Manchester United tapaði 0-1 gegn West Ham United á heimavelli í enska deildarbikarnum í kvöld. 22. september 2021 22:31 Hamrarnir hefndu fyrir tapið um helgina og eru komnir áfram West Ham United vann 1-0 útisigur á Manchester United er liðin mættust í enska deildarbikarnum í kvöld. Þar með sannast gamalkunna kvæðið að lið geti ekki unnið sama mótherja er liðin mætast tvisvar í röð í tveimur mismunandi keppnum. 22. september 2021 20:45 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Í seinni hálfleiknum í leiknum á Old Trafford féll Lingard í vítateig West Ham eftir að Noble virtist toga í hann en ekkert var dæmt. Noble lét sinn gamla samherja heyra það eftir atvikið og einnig eftir leikinn. „Þetta er fótbolti. Hann lét sig detta og ég skammaði hann fyrir að öskra. Hann gerði þetta ekki hérna,“ sagði Noble. Hann sagðist þó samgleðjast með Lingard hvernig hann hefur byrjað tímabilið með United. „Við hlógum saman og ég elska Jesse. Hann er frábær karakter og ég er svo ánægður að hann sé að fá tækifæri hérna.“ Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, var ósáttur eftir leik og sagði að Lingard hefði átt að fá víti eftir baráttuna við Noble. „Ég vill ekki segja of mikið en Jesse Lingard átti að fá víti,“ sagði Solskjær. United og West Ham mættust einnig á sunnudaginn og þá skoraði Lingard sigurmarkið gegn sínu gamla liði. „Hann hefur skorað nokkur frábær mörk og markið gegn okkur sveið sárt. En hann er frábær gaur og á allt gott skilið,“ sagði Noble sem klúðraði víti í uppbótartíma í leiknum á sunnudaginn. Manuel Lanzini skoraði eina mark leiksins á Old Trafford í gær. United átti tæplega þrjátíu skot að marki West Ham en mistókst að skora.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segir að Martial sé of latur og líkamstjáningin hans sé hræðileg Anthony Martial nennir ekki að leggja nógu mikið á sig til að vera aðalframherji Manchester United. Þetta segir Dion Dublin, álitsgjafi hjá BBC og fyrrverandi leikmaður United. 23. september 2021 12:01 Ósáttur með slaka byrjun og sagði sína menn hafa átt að fá vítaspyrnu Ole Gunnar Solskjær var ekki sáttur með slaka byrjun sinna manna er Manchester United tapaði 0-1 gegn West Ham United á heimavelli í enska deildarbikarnum í kvöld. 22. september 2021 22:31 Hamrarnir hefndu fyrir tapið um helgina og eru komnir áfram West Ham United vann 1-0 útisigur á Manchester United er liðin mættust í enska deildarbikarnum í kvöld. Þar með sannast gamalkunna kvæðið að lið geti ekki unnið sama mótherja er liðin mætast tvisvar í röð í tveimur mismunandi keppnum. 22. september 2021 20:45 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Segir að Martial sé of latur og líkamstjáningin hans sé hræðileg Anthony Martial nennir ekki að leggja nógu mikið á sig til að vera aðalframherji Manchester United. Þetta segir Dion Dublin, álitsgjafi hjá BBC og fyrrverandi leikmaður United. 23. september 2021 12:01
Ósáttur með slaka byrjun og sagði sína menn hafa átt að fá vítaspyrnu Ole Gunnar Solskjær var ekki sáttur með slaka byrjun sinna manna er Manchester United tapaði 0-1 gegn West Ham United á heimavelli í enska deildarbikarnum í kvöld. 22. september 2021 22:31
Hamrarnir hefndu fyrir tapið um helgina og eru komnir áfram West Ham United vann 1-0 útisigur á Manchester United er liðin mættust í enska deildarbikarnum í kvöld. Þar með sannast gamalkunna kvæðið að lið geti ekki unnið sama mótherja er liðin mætast tvisvar í röð í tveimur mismunandi keppnum. 22. september 2021 20:45