Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Fylgst verður með málflutningi í Rauðagerðismálinu svokallaða í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. Ákæruvaldið fer fram á 16 til 20 ára fangelsisdóm yfir Angjelin Sterkaj, sem grunaður er í málinu.

Þá förum við yfir fyrirkomulag kosningavaka flokkanna á laugardaginn kemur en engar undanþágur verða þar veittar frá samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins.

Einnig heyrum við í framkvæmdastjóra íslensks fyrirtækis sem ætlar ekki að verða við kröfum tölvuþrjóta sem hafa tekið tölvukerfi fyrirtækisins í gíslingu og tökum stöðuna á Reyðarfirði þar sem allt er að komast í samt lag eftir fjölgun smita í bænum á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×