Framtíð lífskjarasamningsins ræðst eftir helgi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. september 2021 19:01 Drífa Snædal, forseti ASÍ. vísir/Arnar Forseti ASÍ segir vonbrigði að stjórnvöld hafi ekki staðið við gefin loforð vegna lífskjarasamninganna. Einhugur sé þó innan ASÍ um að samningum verði ekki sagt upp þrátt fyrir að forsendur séu brostnar. Samtök atvinnulífsins taka ákvörðun eftir helgi. Forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar hvað varðar all mörg mál sem stjórnvöld hétu að beita sér fyrir þegar samningarnir voru undirritaðir árið 2019. „Það er yfirlýsing um vexti og verðtryggingu; þó vextir hafi lækkað er ýmislegt sem stendur út af þar. Það eru lífeyrismálin. Það eru húsaleigumálin; við ætluðum að styrkja réttarstöðu leigjenda. Það er kennitöluflakk; Það frumvarp er ekki enn komið í gegn, og síðan eru félagsleg undirboð á vinnumarkaði,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, aðspurð um dæmi um brostnar forsendur. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/Vilhelm Samninganefndir ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hittast á fundi á fimmtudaginn í næstu viku og ræða framtíð samningsins. Drífa segir einhug innan samninganefndar ASÍ um að samningnum verði ekki sagt upp þrátt fyrir forsendubrest. Meðal annars vegna þess að fólk eigi inni launahækkanir áður en hann rennur út í nóvemver á næsta ári. „Og við viljum tryggja að okkar fólk fái þær launahækkanir. Að auki finnst mér það vera ábyrgðarhlutverk að koma vinnumarkaðnum ekki í uppnám á þessari stundu. Og svo má nefna að það væir undarleg staða að vera í kjaraviðræðum samhliða stjórnarviðræðum.“ Samningurinn er þó enn í uppnámi þar sem Samtök atvinnulífsins geta einnig sagt honum upp. Að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra SA hefur ekki verið tekin ákvörðun og fundað verður um málið eftir helgi. Drífa segist vonsvikin yfir stöðunni og ókláruðum málum. „Það eru að sjálfsögðu vonbrigði að ekki hafi verið hægt að ná lendingu í öllum þessum málum,“ segir Drífa. Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Forsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar hvað varðar all mörg mál sem stjórnvöld hétu að beita sér fyrir þegar samningarnir voru undirritaðir árið 2019. „Það er yfirlýsing um vexti og verðtryggingu; þó vextir hafi lækkað er ýmislegt sem stendur út af þar. Það eru lífeyrismálin. Það eru húsaleigumálin; við ætluðum að styrkja réttarstöðu leigjenda. Það er kennitöluflakk; Það frumvarp er ekki enn komið í gegn, og síðan eru félagsleg undirboð á vinnumarkaði,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, aðspurð um dæmi um brostnar forsendur. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/Vilhelm Samninganefndir ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hittast á fundi á fimmtudaginn í næstu viku og ræða framtíð samningsins. Drífa segir einhug innan samninganefndar ASÍ um að samningnum verði ekki sagt upp þrátt fyrir forsendubrest. Meðal annars vegna þess að fólk eigi inni launahækkanir áður en hann rennur út í nóvemver á næsta ári. „Og við viljum tryggja að okkar fólk fái þær launahækkanir. Að auki finnst mér það vera ábyrgðarhlutverk að koma vinnumarkaðnum ekki í uppnám á þessari stundu. Og svo má nefna að það væir undarleg staða að vera í kjaraviðræðum samhliða stjórnarviðræðum.“ Samningurinn er þó enn í uppnámi þar sem Samtök atvinnulífsins geta einnig sagt honum upp. Að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar framkvæmdastjóra SA hefur ekki verið tekin ákvörðun og fundað verður um málið eftir helgi. Drífa segist vonsvikin yfir stöðunni og ókláruðum málum. „Það eru að sjálfsögðu vonbrigði að ekki hafi verið hægt að ná lendingu í öllum þessum málum,“ segir Drífa.
Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira