Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2021 11:21 Serhiy Shefir sést hér standa fyrir aftan Volodýmýr Zelenskíj, forseta, (lengst til hægri) í september árið 2019. Vísir/Getty Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. Skotið var á bíl Serhij Shefir, ráðgjafa Volodýmýrs Zelenskíj forseta, nærri þorpinu Lesnyky um fimm kílómetra austan við höfuðborgina Kænugarð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögregla segir að fleiri en tíu byssukúlum hafi verið skotið á bílinn og að grunur leiki á að um tilraun til morðs að yfirlögðu ráði hafi verið að ræða. Fjölmiðlar á staðnum segjast hafa talið nítján göt eftir byssukúlur á bifreiðinni. Enginn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar til þessa. Zelenskíj forseti er sjálfur staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Talsmenn embættisins segja að forsetinn hafi verið upplýstur um atburðina og að hann ætli sér að tjá sig bráðlega. Mykhailo Podoljak, ráðgjafi forsetans, segist telja að morðtilræðið megi rekja til glímu Zelenskíj við valdamikla auðkýfinga sem jafnan eru nefndir olígarkar. Hann fullyrti að sjálfvirk vopn hefðu verið notuð við skotárásina. Úkraínska þingið fjallar um frumvarp forsetans sem er ætlað að draga úr völdum olígarkanna í landinu í þessari viku. Úkraína Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Skotið var á bíl Serhij Shefir, ráðgjafa Volodýmýrs Zelenskíj forseta, nærri þorpinu Lesnyky um fimm kílómetra austan við höfuðborgina Kænugarð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögregla segir að fleiri en tíu byssukúlum hafi verið skotið á bílinn og að grunur leiki á að um tilraun til morðs að yfirlögðu ráði hafi verið að ræða. Fjölmiðlar á staðnum segjast hafa talið nítján göt eftir byssukúlur á bifreiðinni. Enginn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar til þessa. Zelenskíj forseti er sjálfur staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Talsmenn embættisins segja að forsetinn hafi verið upplýstur um atburðina og að hann ætli sér að tjá sig bráðlega. Mykhailo Podoljak, ráðgjafi forsetans, segist telja að morðtilræðið megi rekja til glímu Zelenskíj við valdamikla auðkýfinga sem jafnan eru nefndir olígarkar. Hann fullyrti að sjálfvirk vopn hefðu verið notuð við skotárásina. Úkraínska þingið fjallar um frumvarp forsetans sem er ætlað að draga úr völdum olígarkanna í landinu í þessari viku.
Úkraína Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira