Enginn er annars hornabróðir í leik: Valdimar Gríms hellti sér yfir Bjarka Má Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2021 13:01 Bjarki Már Elísson vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Valdimar Grímsson hellti sér yfir hann. vísir/vilhelm Gamla Valshetjan Valdimar Grímsson lét Bjarka Má Elísson, leikmann Lemgo, heyra það eftir að Björgvin Páll Gústavsson fékk rautt spjald í leik liðanna á Hlíðarenda í gær. Lemgo vann leikinn með eins marks mun, 26-27. Björgvin Páll var rekinn af velli á 23. mínútu eftir að hafa lent á Bjarka þegar hann skoraði úr hraðaupphlaupi. Bjarki fékk smá skurð á nefið og þurfti aðhlynningu. Hann var ekki sáttur með samherja sinn í landsliðinu og tók ekki undir afsökunarbeiðni hans. Þeir skildu þó sáttir á endanum og í viðtali við Vísi sagði Bjarki að Björgvin hefði líklega ekki átt að fá rauða spjaldið. „Ég er ekki viss um hvort þetta átti að vera rautt spjald. Ég fór í hraðaupphlaup, hoppa í gegn og fékk einhvern líkamspart af honum í nefið á mér. Ég er ekki viss hvar hann stóð og hvar ég stóð, þannig ég á erfitt að segja til um hvort þetta hefði átt að vera rautt spjald,“ sagði Bjarki. „Í hita leiksins hreytti ég aðeins í Björgvin sem var ekki rétt að gera. Það eru miklar tilfinningar í þessu. Það er skrítið að koma heim og spila verandi að tapa. Við erum sáttir. Ég elska Björgvin Pál.“ Valdimar var í stúkunni á Hlíðarenda í gær og fylgist með sínu gamla liði. Hann var virkilega ósáttur við rauða spjaldið og þegar Bjarki var við varamannabekk Lemgo lét Valdimar hann heyra það og virtist ansi heitt í hamsi. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á leiknum í gær og náði þessum myndum af reiðilestri Valdimars. vísir/vilhelm vísir/vilhelm vísir/vilhelm Mynd af atvikinu, þegar Bjarki og Björgvin lentu í samstuðinu, má sjá hér fyrir neðan. Bjarki Már fékk smá skurð en Björgvin Páll rauða spjaldið.vísir/vilhelm Bjarki lék einkar vel í leiknum í gær og var markahæstur á vellinum með níu mörk. Hann skoraði meðal annars síðustu þrjú mörk Lemgo af vítalínunni. Valur og Lemgo mætast öðru sinni í Þýskalandi eftir viku. Sigurvegarinn í einvíginu kemst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Eins og sjá má skildu Björgvin Páll og Bjarki Már sáttir.vísir/vilhelm Valur Handbolti Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira
Björgvin Páll var rekinn af velli á 23. mínútu eftir að hafa lent á Bjarka þegar hann skoraði úr hraðaupphlaupi. Bjarki fékk smá skurð á nefið og þurfti aðhlynningu. Hann var ekki sáttur með samherja sinn í landsliðinu og tók ekki undir afsökunarbeiðni hans. Þeir skildu þó sáttir á endanum og í viðtali við Vísi sagði Bjarki að Björgvin hefði líklega ekki átt að fá rauða spjaldið. „Ég er ekki viss um hvort þetta átti að vera rautt spjald. Ég fór í hraðaupphlaup, hoppa í gegn og fékk einhvern líkamspart af honum í nefið á mér. Ég er ekki viss hvar hann stóð og hvar ég stóð, þannig ég á erfitt að segja til um hvort þetta hefði átt að vera rautt spjald,“ sagði Bjarki. „Í hita leiksins hreytti ég aðeins í Björgvin sem var ekki rétt að gera. Það eru miklar tilfinningar í þessu. Það er skrítið að koma heim og spila verandi að tapa. Við erum sáttir. Ég elska Björgvin Pál.“ Valdimar var í stúkunni á Hlíðarenda í gær og fylgist með sínu gamla liði. Hann var virkilega ósáttur við rauða spjaldið og þegar Bjarki var við varamannabekk Lemgo lét Valdimar hann heyra það og virtist ansi heitt í hamsi. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á leiknum í gær og náði þessum myndum af reiðilestri Valdimars. vísir/vilhelm vísir/vilhelm vísir/vilhelm Mynd af atvikinu, þegar Bjarki og Björgvin lentu í samstuðinu, má sjá hér fyrir neðan. Bjarki Már fékk smá skurð en Björgvin Páll rauða spjaldið.vísir/vilhelm Bjarki lék einkar vel í leiknum í gær og var markahæstur á vellinum með níu mörk. Hann skoraði meðal annars síðustu þrjú mörk Lemgo af vítalínunni. Valur og Lemgo mætast öðru sinni í Þýskalandi eftir viku. Sigurvegarinn í einvíginu kemst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Eins og sjá má skildu Björgvin Páll og Bjarki Már sáttir.vísir/vilhelm
Valur Handbolti Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira