Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2021 10:13 Vanda Sigurgeirsdóttir hefur verið afar virk í knattspyrnuhreyfingunni undanfarna áratugi. Fyrst sem leikmaður og síðar þjálfari. KVAN.is Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ á dögunum eftir að viðbrögð forystunnar við ásökunum um kynferðisofbeldi af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu sætti gagnrýni. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Ég hef fengið fjölda áskorana frá fjölskyldu og vinum, frá fjölbreyttum hópi fólks í samfélaginu og úr knattspyrnuhreyfingunni sjálfri,“ segir Vanda. Hún segist mjög þakklát fyrir þessa hvatningu. „Þetta var ekki einföld ákörðun en að vandlega íhuguðu máli ákvað ég bjóða mig fram. Mér þykir vænt um þessa hreyfingu og hef verið partur af henni stóran hluta ævi minnar. Ég tel að ég sé vel til þess fallinn að leiða þá vinnu sem framundan er,“ segir Vanda. Stjórnin sagði sömu leiðis af sér og boðaði til aukaársþings KSÍ sem fram laugardaginn 2. október. Þar verður kjörinn nýr formaður og kosið í stjórn á nýjan leik. Hávær krafa hefur verið um að jafna kynjahlutfall í stjórn sambandsins þar sem nýlega voru tvær konur en á annan tug karla. Vanda er fyrrverandi landsliðskona en hún spilaði 37 sinnum fyrir Ísland og skoraði eitt mark. Hún var lykilmaður í liði Breiðabliks um árabil og vann til allra verðlauna sem hægt er hér innanlands. Alls spilaði hún 118 leiki í meistaraflokki og skoraði 13 mörk. Jakob Frímann Þorsteinsson, eiginmaður Vöndu, er meðal fjölmargra sem deila færslu Vöndu og lýsa yfir stuðningi við hana. „Ég stend með Vöndu minni og er með djúpa sannfæringu fyrir því að hún hafi reynslu, þekkingu og siðferðislega dómgreind til að leiða sambandið í þeim vandasömu málum sem þarf að taka á. Alla tíð hefur Vanda verið ötul baráttukona fyrir jafnrétti í víðum skilningi og verið tilbúin að takast á við erfið mál með það að leiðarljósi að finna lausnir,“ segir Jakob Frímann. „Hvert þetta ferðalag leiðir okkur kemur í ljós en ég tel það ábyrgt hjá Vöndu að bjóða sig fram og nú er það í höndum annara að ákveða hvort liðsinni hennar sé óskað.“ Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Sjá meira
Guðni Bergsson hætti sem formaður KSÍ á dögunum eftir að viðbrögð forystunnar við ásökunum um kynferðisofbeldi af hálfu landsliðsmanna í knattspyrnu sætti gagnrýni. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Ég hef fengið fjölda áskorana frá fjölskyldu og vinum, frá fjölbreyttum hópi fólks í samfélaginu og úr knattspyrnuhreyfingunni sjálfri,“ segir Vanda. Hún segist mjög þakklát fyrir þessa hvatningu. „Þetta var ekki einföld ákörðun en að vandlega íhuguðu máli ákvað ég bjóða mig fram. Mér þykir vænt um þessa hreyfingu og hef verið partur af henni stóran hluta ævi minnar. Ég tel að ég sé vel til þess fallinn að leiða þá vinnu sem framundan er,“ segir Vanda. Stjórnin sagði sömu leiðis af sér og boðaði til aukaársþings KSÍ sem fram laugardaginn 2. október. Þar verður kjörinn nýr formaður og kosið í stjórn á nýjan leik. Hávær krafa hefur verið um að jafna kynjahlutfall í stjórn sambandsins þar sem nýlega voru tvær konur en á annan tug karla. Vanda er fyrrverandi landsliðskona en hún spilaði 37 sinnum fyrir Ísland og skoraði eitt mark. Hún var lykilmaður í liði Breiðabliks um árabil og vann til allra verðlauna sem hægt er hér innanlands. Alls spilaði hún 118 leiki í meistaraflokki og skoraði 13 mörk. Jakob Frímann Þorsteinsson, eiginmaður Vöndu, er meðal fjölmargra sem deila færslu Vöndu og lýsa yfir stuðningi við hana. „Ég stend með Vöndu minni og er með djúpa sannfæringu fyrir því að hún hafi reynslu, þekkingu og siðferðislega dómgreind til að leiða sambandið í þeim vandasömu málum sem þarf að taka á. Alla tíð hefur Vanda verið ötul baráttukona fyrir jafnrétti í víðum skilningi og verið tilbúin að takast á við erfið mál með það að leiðarljósi að finna lausnir,“ segir Jakob Frímann. „Hvert þetta ferðalag leiðir okkur kemur í ljós en ég tel það ábyrgt hjá Vöndu að bjóða sig fram og nú er það í höndum annara að ákveða hvort liðsinni hennar sé óskað.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Sjá meira