Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2021 08:25 Hvarf Gabby Petito hefur fangað athygli Bandaríkjamanna. Hún og Laundrie fóru mikinn á samfélagsmiðlum á ferðalagi sínu á meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. Gabrielle „Gabby“ Petito, sem var 22 ára, hvarf þegar hún var á ferðalagi í breyttum sendiferðabíl með Brian Laundrie, 23 ára gömlum unnusta sínum, í ágúst. Laundrie sneri einn heim úr ferðinni í byrjun september og neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað varð um hana. Hans hefur nú verið saknað frá því á þriðjudag í síðustu viku. Lögreglumenn fundu lík sem passaði við lýsingar á Petito við mörk Grand Teton-þjóðgarðsins í Wyoming á sunnudag. Yfirvöld biðu með að staðfesta það endanlega þar til niðurstaða réttarmeinarannsóknar lægi fyrir. Nú hefur dánardómstjóri í Teton-sýslu staðfest að líkið sé af Petito og að hún hafi verið drepin. Hann upplýsti þó ekki hver dánarorsök Petito var, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvarf Petito hefur vakið athygli á landsvísu í Bandaríkjunum, sérstaklega á samfélagsmiðlum. Parið var á ferðalagi í sendiferðabílnum um landið endilangt og birti fjölda mynda og myndbanda á samfélagsmiðlum. Síðustu skilaboðin heim vöktu áhyggjur fjölskyldunnar Leit að Laundrie á fenjasvæði á Suður-Flórída hélt áfram án árangurs í gær. Það síðasta sem foreldrar hans vissu af syni sínum var að hann ætlaði að ganga einn um Charlton-náttúruverndarsvæðið. Washington Post segir að til standi að halda leitinni áfram í dag. Laundrie var ekki með réttarstöðu grunaðs í rannsókn lögreglu áður en hann hvarf sjálfur en lögregla vildi ná tali af honum. Lögmaður hans réð honum frá því að veita upplýsingar um afdrif Petito. Lögregla gerði húsleit á heimili foreldra Laundrie í bænum North Port á Flórída á mánudag. Í leitarheimild lögreglu kom fram að síðustu smáskilaboðin sem Petito sendi móður sinni 27. ágúst hafi valdið fjölskyldu hennar áhyggjum af velferð hennar. Eftir þann dag var slökkt á símanum og Petito hætti að birta færslur á samfélagsmiðlum um ferðalagið. Eftir að tilkynnt var um hvarf Petito greindi lögregla í Utah frá því að hún hefði haft afskipti af parinu eftir að tilkynnt var um að Laundrie hefði lagt hendur á hana í ágúst. Myndbönd frá lögregluþjónum sem ræddu við þau sýndu Petito grátandi óstjórnlega. Parinu var skipað að gista hvort í sínu lagi þá um nóttina. Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. 21. september 2021 09:54 Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 20. september 2021 10:21 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Gabrielle „Gabby“ Petito, sem var 22 ára, hvarf þegar hún var á ferðalagi í breyttum sendiferðabíl með Brian Laundrie, 23 ára gömlum unnusta sínum, í ágúst. Laundrie sneri einn heim úr ferðinni í byrjun september og neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað varð um hana. Hans hefur nú verið saknað frá því á þriðjudag í síðustu viku. Lögreglumenn fundu lík sem passaði við lýsingar á Petito við mörk Grand Teton-þjóðgarðsins í Wyoming á sunnudag. Yfirvöld biðu með að staðfesta það endanlega þar til niðurstaða réttarmeinarannsóknar lægi fyrir. Nú hefur dánardómstjóri í Teton-sýslu staðfest að líkið sé af Petito og að hún hafi verið drepin. Hann upplýsti þó ekki hver dánarorsök Petito var, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvarf Petito hefur vakið athygli á landsvísu í Bandaríkjunum, sérstaklega á samfélagsmiðlum. Parið var á ferðalagi í sendiferðabílnum um landið endilangt og birti fjölda mynda og myndbanda á samfélagsmiðlum. Síðustu skilaboðin heim vöktu áhyggjur fjölskyldunnar Leit að Laundrie á fenjasvæði á Suður-Flórída hélt áfram án árangurs í gær. Það síðasta sem foreldrar hans vissu af syni sínum var að hann ætlaði að ganga einn um Charlton-náttúruverndarsvæðið. Washington Post segir að til standi að halda leitinni áfram í dag. Laundrie var ekki með réttarstöðu grunaðs í rannsókn lögreglu áður en hann hvarf sjálfur en lögregla vildi ná tali af honum. Lögmaður hans réð honum frá því að veita upplýsingar um afdrif Petito. Lögregla gerði húsleit á heimili foreldra Laundrie í bænum North Port á Flórída á mánudag. Í leitarheimild lögreglu kom fram að síðustu smáskilaboðin sem Petito sendi móður sinni 27. ágúst hafi valdið fjölskyldu hennar áhyggjum af velferð hennar. Eftir þann dag var slökkt á símanum og Petito hætti að birta færslur á samfélagsmiðlum um ferðalagið. Eftir að tilkynnt var um hvarf Petito greindi lögregla í Utah frá því að hún hefði haft afskipti af parinu eftir að tilkynnt var um að Laundrie hefði lagt hendur á hana í ágúst. Myndbönd frá lögregluþjónum sem ræddu við þau sýndu Petito grátandi óstjórnlega. Parinu var skipað að gista hvort í sínu lagi þá um nóttina.
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. 21. september 2021 09:54 Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 20. september 2021 10:21 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. 21. september 2021 09:54
Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 20. september 2021 10:21