Handbolti

Sjáðu myndirnar: Björgvin Páll fékk rautt eftir samstuð við Bjarka

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson var sendur snemma í sturtu.
Björgvin Páll Gústavsson var sendur snemma í sturtu. Vísir/Hulda Margrét

Nú fer fram leikur Vals og þýska liðsins Lemgo um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Bjarki Már Elísson leikur með þýska liðinu, en hann fékk heldur óblíðar móttökur frá samherja sínum í íslenska landsliðinu.

Valsmenn höfðu byrjað leikinn betur og höfðu mest náð fimm marka forskoti í stöðunni 11-6 og 12-7.

Bjarki Már og félagar í Lemgo minnkuðu muninn hægt og rólega og í stöðunni 13-10 fór Bjarki í hraðaupphlaup og freistaði þess að skora sitt fjórða mark.

Hann gerði það og minnkaði muninn í tvö mörk, en lenti síðan í samstuði við Björgvin Pál Gústavsson í marki Valsmanna. Dómarar leiksins tóku þetta ekki í mál og Björgvin var sendur snemma í sturtu.

Atvikið átti sér stað þegar um sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en þegar þetta er ritað er staðan 17-14 í hálfleik, Valsmönnum í vil. Gestirnir eru einnig búnir að missa mann upp í stúku, en Jonathan Carslbogård fékk beint rautt spjald á seinustu andartökum hálfleiksins fyrir að brjóta á Alexander Erni Júlíussyni sem var kominn í hraðaupphlaup.

Vilhelm Gunnarsson, ljómyndari Vísis, er á Hliðarenda og náði myndum af atvikinu.

Vísir/Vilhelm

Bjarki setur boltann framhjá Bjögga.

Vísir/Vilhelm

Bjarki fær þarna olnbogann á Bjögga í andlitið.

Vísir/Vilhelm

Liðsfélagarnir úr íslenska landsliðinu skella saman.

Vísir/Vilhelm

Björgvin gengur til búningsherbergja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×