Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. september 2021 21:16 Jim Ratcliffe hefur undanfarin ár lagt sitt af mörkum til að styðja við íslenska atlantshafslaxinn. Vísir/sigurjón Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. Ratcliffe heldur úti Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi, verkefni sem hófst árið 2019 og er ætlað að styðja við íslenska laxastofninn. Málþing á vegum verkefnisins fór fram í dag og var Ratcliffe að sjálfsögðu meðal gesta. Þar var farið yfir nýjustu gögn úr rannsóknum á villta laxastofninum. Vondar fréttir af stofninum En þar var lítið sem ekkert um góðar fréttir. „Þetta eru fyrst og fremst vondar fréttir, ekki góðar. Og ef við lítum á það sem hefur átt sér stað hjá Norður-Atlantshafslaxinum síðustu 50 ár þá hefur stofninn minnkað um 75 prósent,“ segir Ratcliffe í samtali við fréttastofu. „Ef maður lítur síðan á síðustu 100 eða 200 ár hefur hann sennilega minnkað um 90 til 95 prósent.“ Enginn vafi á að leiðin liggi til útrýmingar Ratcliffe segir stöðuna mjög alvarlega. Það ættu allir að sjá það. „Á því leikur enginn vafi að Norður-Atlantshafslaxinn er á leið til útrýmingar. Maður getur bara gert línuritið, það er ekki erfitt, þetta er mjög bein lína [niður á við],“ segir hann. Stjórnvöld þurfi að stíga inn í. Lögfesta verði „veiða, sleppa“ aðferðina, jafnvel að stytta veiðitíma eða banna veiðar á stofninum í sjó í einhver ár. Þá hefur hann einnig áhyggjur af vexti fiskeldis og segir alls óljóst hversu skaðleg áhrif það geti haft á stofninn. En er Ratcliffe bjartsýnn á að hægt verði að snúa þessari þróun við og bjarga laxastofninum? „Nei, ég er alls ekki viss um það. Því allar fréttir sem við sjáum núna eru slæmar fréttir.“ Fiskeldi Vopnafjörður Dýr Umhverfismál Stangveiði Jarðakaup útlendinga Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Ratcliffe heldur úti Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi, verkefni sem hófst árið 2019 og er ætlað að styðja við íslenska laxastofninn. Málþing á vegum verkefnisins fór fram í dag og var Ratcliffe að sjálfsögðu meðal gesta. Þar var farið yfir nýjustu gögn úr rannsóknum á villta laxastofninum. Vondar fréttir af stofninum En þar var lítið sem ekkert um góðar fréttir. „Þetta eru fyrst og fremst vondar fréttir, ekki góðar. Og ef við lítum á það sem hefur átt sér stað hjá Norður-Atlantshafslaxinum síðustu 50 ár þá hefur stofninn minnkað um 75 prósent,“ segir Ratcliffe í samtali við fréttastofu. „Ef maður lítur síðan á síðustu 100 eða 200 ár hefur hann sennilega minnkað um 90 til 95 prósent.“ Enginn vafi á að leiðin liggi til útrýmingar Ratcliffe segir stöðuna mjög alvarlega. Það ættu allir að sjá það. „Á því leikur enginn vafi að Norður-Atlantshafslaxinn er á leið til útrýmingar. Maður getur bara gert línuritið, það er ekki erfitt, þetta er mjög bein lína [niður á við],“ segir hann. Stjórnvöld þurfi að stíga inn í. Lögfesta verði „veiða, sleppa“ aðferðina, jafnvel að stytta veiðitíma eða banna veiðar á stofninum í sjó í einhver ár. Þá hefur hann einnig áhyggjur af vexti fiskeldis og segir alls óljóst hversu skaðleg áhrif það geti haft á stofninn. En er Ratcliffe bjartsýnn á að hægt verði að snúa þessari þróun við og bjarga laxastofninum? „Nei, ég er alls ekki viss um það. Því allar fréttir sem við sjáum núna eru slæmar fréttir.“
Fiskeldi Vopnafjörður Dýr Umhverfismál Stangveiði Jarðakaup útlendinga Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda