Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. september 2021 21:16 Jim Ratcliffe hefur undanfarin ár lagt sitt af mörkum til að styðja við íslenska atlantshafslaxinn. Vísir/sigurjón Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. Ratcliffe heldur úti Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi, verkefni sem hófst árið 2019 og er ætlað að styðja við íslenska laxastofninn. Málþing á vegum verkefnisins fór fram í dag og var Ratcliffe að sjálfsögðu meðal gesta. Þar var farið yfir nýjustu gögn úr rannsóknum á villta laxastofninum. Vondar fréttir af stofninum En þar var lítið sem ekkert um góðar fréttir. „Þetta eru fyrst og fremst vondar fréttir, ekki góðar. Og ef við lítum á það sem hefur átt sér stað hjá Norður-Atlantshafslaxinum síðustu 50 ár þá hefur stofninn minnkað um 75 prósent,“ segir Ratcliffe í samtali við fréttastofu. „Ef maður lítur síðan á síðustu 100 eða 200 ár hefur hann sennilega minnkað um 90 til 95 prósent.“ Enginn vafi á að leiðin liggi til útrýmingar Ratcliffe segir stöðuna mjög alvarlega. Það ættu allir að sjá það. „Á því leikur enginn vafi að Norður-Atlantshafslaxinn er á leið til útrýmingar. Maður getur bara gert línuritið, það er ekki erfitt, þetta er mjög bein lína [niður á við],“ segir hann. Stjórnvöld þurfi að stíga inn í. Lögfesta verði „veiða, sleppa“ aðferðina, jafnvel að stytta veiðitíma eða banna veiðar á stofninum í sjó í einhver ár. Þá hefur hann einnig áhyggjur af vexti fiskeldis og segir alls óljóst hversu skaðleg áhrif það geti haft á stofninn. En er Ratcliffe bjartsýnn á að hægt verði að snúa þessari þróun við og bjarga laxastofninum? „Nei, ég er alls ekki viss um það. Því allar fréttir sem við sjáum núna eru slæmar fréttir.“ Fiskeldi Vopnafjörður Dýr Umhverfismál Stangveiði Jarðakaup útlendinga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Ratcliffe heldur úti Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi, verkefni sem hófst árið 2019 og er ætlað að styðja við íslenska laxastofninn. Málþing á vegum verkefnisins fór fram í dag og var Ratcliffe að sjálfsögðu meðal gesta. Þar var farið yfir nýjustu gögn úr rannsóknum á villta laxastofninum. Vondar fréttir af stofninum En þar var lítið sem ekkert um góðar fréttir. „Þetta eru fyrst og fremst vondar fréttir, ekki góðar. Og ef við lítum á það sem hefur átt sér stað hjá Norður-Atlantshafslaxinum síðustu 50 ár þá hefur stofninn minnkað um 75 prósent,“ segir Ratcliffe í samtali við fréttastofu. „Ef maður lítur síðan á síðustu 100 eða 200 ár hefur hann sennilega minnkað um 90 til 95 prósent.“ Enginn vafi á að leiðin liggi til útrýmingar Ratcliffe segir stöðuna mjög alvarlega. Það ættu allir að sjá það. „Á því leikur enginn vafi að Norður-Atlantshafslaxinn er á leið til útrýmingar. Maður getur bara gert línuritið, það er ekki erfitt, þetta er mjög bein lína [niður á við],“ segir hann. Stjórnvöld þurfi að stíga inn í. Lögfesta verði „veiða, sleppa“ aðferðina, jafnvel að stytta veiðitíma eða banna veiðar á stofninum í sjó í einhver ár. Þá hefur hann einnig áhyggjur af vexti fiskeldis og segir alls óljóst hversu skaðleg áhrif það geti haft á stofninn. En er Ratcliffe bjartsýnn á að hægt verði að snúa þessari þróun við og bjarga laxastofninum? „Nei, ég er alls ekki viss um það. Því allar fréttir sem við sjáum núna eru slæmar fréttir.“
Fiskeldi Vopnafjörður Dýr Umhverfismál Stangveiði Jarðakaup útlendinga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira