Sextán ára „demantur“ mögulega frumsýndur hjá Liverpool í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 12:31 Kaide Gordon á ferðinni með unglingaliði Liverpool í leik á móti AC Milan í UEFA Youth League. Getty/Nick Taylor Stuðningsmenn Liverpool gætu fengið að sjá nýjan spennandi leikmann spila í enska deildabikarnum í kvöld þegar liðið mætir Norwich í beinni á Stöð 2 Sport 2. Pepijn Lijnders, aðstoðarstjóri Liverpool, talaði sérstaklega um hinn sextán ára gamla Kaide Gordon á blaðamannafundi fyrir leikinn. Lijnders var svo hrifinn af strák þegar hann sá hann fyrst í haust að hann hringdi sérstaklega í knattspyrnustjórann Jürgen Klopp til að segja honum frá leikmanninum. Liverpool sótti Kaide Gordon til Derby í febrúar og hann heillaði aðstoðarmann Klopp í sumar. Liverpool s 16-year-old diamond Kaide Gordon in contention for debut. By @AHunterGuardian https://t.co/9Hm2mktg9X— Guardian sport (@guardian_sport) September 20, 2021 „Áður en undirbúningstímabilið hefst þá pössum við upp á það að efnilegustu leikmenn félagsins byrji einni viku áður en við. Þeir byrja að æfa með 23 ára liðinu og ég fór á æfingu með því liði,“ sagði Pepijn Lijnders. Lijnders segir að strákurinn sé einn af demöntunum sem eru að koma upp hjá félaginu og þessi strákur er fæddur árið 2004. „Ég sá þá einn leikmann sem var eins og raketta í hvert skipti sem hann snerti boltann. Hann fór framhjá leikmönnum eins og þær væru ekki þar. Ég hringdi strax í Jürgen og sagði: Vá, við erum komnir með nýjan leikmann,“ sagði Lijnders. NEW: Kaide Gordon will become one of the youngest players in Liverpool's history when he makes his debut in Tuesday's Carabao Cup tie at Norwich. #awlive [@DominicKing_DM] pic.twitter.com/fqRn4fgLaS— Anfield Watch (@AnfieldWatch) September 20, 2021 „Við tökum alla þessa ungu leikmenn með á undirbúningstímabilið og þú veist að þú ert með góðan leikmann í höndunum þeir eldri og reyndari leikmenn liðsins fara að passa upp á viðkomandi leikmann. Þegar þú sérð James Milner tala við Kaide, þegar Trent [Alexander-Arnold] er búinn að taka að sér hlutverk lærimeistara hans og þegar þú sérð alla aðalmennina bjóða stráknum á sitt borð, þá veistu að menn ætla sér að hjálpa honum að aðalagast hlutunum,“ sagði Lijnders. „Hann er dæmigerður vængmaður en það eru líka mörk í honum og hann hefur náttúrulegu hæfileika að vera á réttum stað í teignum þegar fyrirgjafirnar koma. Það eru ekki allir sem hafa það líka. Hann er dæmigerður Liverpool vængmaður að mínu mati því hann er markaskorari og hann hefur hraða. Við erum virkilega hrifnir af honum og ég er mjög ánægður að hann sé með okkur,“ sagði Lijnders. Kaide Gordon er í átján manna leikmannahópi Liverpool á móti Norwich í kvöld þegar liðin mætast í 32 liða úrslitum enska deildabikarsins. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Pepijn Lijnders, aðstoðarstjóri Liverpool, talaði sérstaklega um hinn sextán ára gamla Kaide Gordon á blaðamannafundi fyrir leikinn. Lijnders var svo hrifinn af strák þegar hann sá hann fyrst í haust að hann hringdi sérstaklega í knattspyrnustjórann Jürgen Klopp til að segja honum frá leikmanninum. Liverpool sótti Kaide Gordon til Derby í febrúar og hann heillaði aðstoðarmann Klopp í sumar. Liverpool s 16-year-old diamond Kaide Gordon in contention for debut. By @AHunterGuardian https://t.co/9Hm2mktg9X— Guardian sport (@guardian_sport) September 20, 2021 „Áður en undirbúningstímabilið hefst þá pössum við upp á það að efnilegustu leikmenn félagsins byrji einni viku áður en við. Þeir byrja að æfa með 23 ára liðinu og ég fór á æfingu með því liði,“ sagði Pepijn Lijnders. Lijnders segir að strákurinn sé einn af demöntunum sem eru að koma upp hjá félaginu og þessi strákur er fæddur árið 2004. „Ég sá þá einn leikmann sem var eins og raketta í hvert skipti sem hann snerti boltann. Hann fór framhjá leikmönnum eins og þær væru ekki þar. Ég hringdi strax í Jürgen og sagði: Vá, við erum komnir með nýjan leikmann,“ sagði Lijnders. NEW: Kaide Gordon will become one of the youngest players in Liverpool's history when he makes his debut in Tuesday's Carabao Cup tie at Norwich. #awlive [@DominicKing_DM] pic.twitter.com/fqRn4fgLaS— Anfield Watch (@AnfieldWatch) September 20, 2021 „Við tökum alla þessa ungu leikmenn með á undirbúningstímabilið og þú veist að þú ert með góðan leikmann í höndunum þeir eldri og reyndari leikmenn liðsins fara að passa upp á viðkomandi leikmann. Þegar þú sérð James Milner tala við Kaide, þegar Trent [Alexander-Arnold] er búinn að taka að sér hlutverk lærimeistara hans og þegar þú sérð alla aðalmennina bjóða stráknum á sitt borð, þá veistu að menn ætla sér að hjálpa honum að aðalagast hlutunum,“ sagði Lijnders. „Hann er dæmigerður vængmaður en það eru líka mörk í honum og hann hefur náttúrulegu hæfileika að vera á réttum stað í teignum þegar fyrirgjafirnar koma. Það eru ekki allir sem hafa það líka. Hann er dæmigerður Liverpool vængmaður að mínu mati því hann er markaskorari og hann hefur hraða. Við erum virkilega hrifnir af honum og ég er mjög ánægður að hann sé með okkur,“ sagði Lijnders. Kaide Gordon er í átján manna leikmannahópi Liverpool á móti Norwich í kvöld þegar liðin mætast í 32 liða úrslitum enska deildabikarsins. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira