Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 12:21 Rusesabagina í réttarsal í febrúar. Hann telur að rekja megi ákæruna á hendur sér til gagnrýni sinnar á Kagame forseta Rúanda. AP/Muhizi Olivier Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur. Rusesabagina var fundinn sekur um að hafa stofnað ólögleg vopnuð samtök, aðild að hryðjuverkasamtökum og fjármögnun hryðjuverkasamtaka. AP-fréttastofan segir að enn eigi eftir að kveða upp dóm vegna ákæra um morð, mannrán og vopnað rán. Rusesabagina var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í mótmælaskyni en hann heldur því fram að hann fái ekki sanngjörn réttarhöld. Ákærurnar tengjast árásum vopnaðs arms stjórnmálaflokksins Rúandísk hreyfing um lýðræðislegar breytingar í sunnanverðu Rúanda 2018 og 2018. Níu manns féllu í árásunum og lýsti hópurinn ábyrgð á hluta þeirra. Tuttugu aðrir eru ákærðir í málinu með Rusesabagina. Fjölskylda Rusesabagina heldur því fram að rúandísk stjórnvöld hafi rænt honum frá Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í fyrra. Þar var hann gabbaður upp í flugvél sem flutti hann til Rúanda þar sem hann var tekinn höndum. Sjálfur heldur Rusesabagina því fram að hann hafi verið handtekinn vegna gagnrýni sinnar á Paul Kagame, forseta Rúanda. Rusesabagina hefur meðal annars sakað Kagame forseta um mannréttindabrot. Rusesabagina, sem er belgískur ríkisborgari og með landvistarleyfi í Bandaríkjunum, veitti fleiri en þúsund Tútsí- og Hútúmönnum skjól á hóteli sem hann stýrði á meðan á þjóðarmorði í Rúanda stóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Hútúar eru taldir hafa drepið fleiri en 800.000 Tútsa og öðrum Hútúum sem reyndu að halda hlífiskildi yfir þeim. Saga Rusesabagina varð innblásturinn að Hollywood-kvikmyndinni „Hótel Rúanda“. George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veitti Rusesabagina frelsisorðu fyrir hetjudáðina. Rúanda Belgía Tengdar fréttir Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16 Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Rusesabagina var fundinn sekur um að hafa stofnað ólögleg vopnuð samtök, aðild að hryðjuverkasamtökum og fjármögnun hryðjuverkasamtaka. AP-fréttastofan segir að enn eigi eftir að kveða upp dóm vegna ákæra um morð, mannrán og vopnað rán. Rusesabagina var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í mótmælaskyni en hann heldur því fram að hann fái ekki sanngjörn réttarhöld. Ákærurnar tengjast árásum vopnaðs arms stjórnmálaflokksins Rúandísk hreyfing um lýðræðislegar breytingar í sunnanverðu Rúanda 2018 og 2018. Níu manns féllu í árásunum og lýsti hópurinn ábyrgð á hluta þeirra. Tuttugu aðrir eru ákærðir í málinu með Rusesabagina. Fjölskylda Rusesabagina heldur því fram að rúandísk stjórnvöld hafi rænt honum frá Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í fyrra. Þar var hann gabbaður upp í flugvél sem flutti hann til Rúanda þar sem hann var tekinn höndum. Sjálfur heldur Rusesabagina því fram að hann hafi verið handtekinn vegna gagnrýni sinnar á Paul Kagame, forseta Rúanda. Rusesabagina hefur meðal annars sakað Kagame forseta um mannréttindabrot. Rusesabagina, sem er belgískur ríkisborgari og með landvistarleyfi í Bandaríkjunum, veitti fleiri en þúsund Tútsí- og Hútúmönnum skjól á hóteli sem hann stýrði á meðan á þjóðarmorði í Rúanda stóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Hútúar eru taldir hafa drepið fleiri en 800.000 Tútsa og öðrum Hútúum sem reyndu að halda hlífiskildi yfir þeim. Saga Rusesabagina varð innblásturinn að Hollywood-kvikmyndinni „Hótel Rúanda“. George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veitti Rusesabagina frelsisorðu fyrir hetjudáðina.
Rúanda Belgía Tengdar fréttir Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16 Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16
Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48