Simmi Vill skammar Matartips-ara fyrir óvægna gagnrýni Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2021 10:20 Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður lætur sig ekki muna um að hoppa korklaus út í djúpu laugina og skamma óvægna sjálfskipaða matarkrítíkera á netinu. vísir/vilhelm Veitingamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson segir að umræða á Matartips geti farið út í óuppbyggilegar upphrópanir með ófyrirséðum afleiðingum, þeim að veitingastaðir geti hreinlega farið á hausinn. Matartips er, eins og nafnið gefur til kynna, hópur á Facebook þar sem matur er til umfjöllunar. Þar er spjallað ýmsar hliðar á matargerð og sagður kostur og löstur á ýmsum veitingastöðum. Meðlimir eru 47,4 þúsund talsins þannig að segja má að sláttur getur reynst á því sem þar er sagt. Simmi Vill skrifar pistil inn í hópinn þar sem hann vill benda fólki á að matur og menning sé frábær og umræða og rýni til gangs sé góð í sjálfu sér. En, „ef það væri hægt að minna alla á að "aðgát skal höfð í nærveru sálar" áður en fólk ýtir á Enter á lyklaborðinu, þá værum við með mannlegra samtal á öllum þessum þráðum.“ Atvinnuöryggi starfsmanna ógnað Sigmar segir að enginn veitingamaður sem hann viti um sé í rekstri til að gera vondan mat, bjóða uppá lélega þjónustu og okra á öllu saman. „Hins vegar gerast mistök hjá starfsfólki veitingastaða og stundum eiga þeir ekki sinn besta dag. En í fyrirtæki þar sem 140 starfsmenn mæta til vinnu í viku hverri, þá er óréttlátt að dæma alla þá 140 stafsmenn vegna atviks sem á sér stað á ákveðnum tíma sem hefði mátt fara betur. Þegar einhver segir um staðina mína að "það sé léleg þjónusta á staðnum", þá er verið að dæma 140 stafsmenn. Ekki bara þennan eina starfsmann sem stóð ekki undir væntingum þínum í þetta ákveðna skipti. Heldur er líka verið að dæma starfsmennina sem ekki voru á vakt.“ Sigmar segir að það sé tvíbent að óska eftir fagmennsku, góðri þjónustu og yndislegu viðmóti á sama tíma og gagnrýnendur bjóði ekki upp á neitt slíkt í sinni gagnrýni. „Internetið er máttugur vettvangur, það er í raun orðið fimmta valdið. Það er hægt að skrifa álit sitt á veitingastað og mála hann upp með slíku offorsi að rekstur þess staðar gæti hreinlega farið á hliðina. Þá er ágætt að hugsa til þess að þessi staður sem viðkomandi ákveður að gera að atlagi er vinnustaður fólks. Atvinnuöryggi starfsmanna er ógnað. Er einhver upplifun á veitingastað svo hræðileg að það réttlæti slíkt "end game"?“ Hallærisleg krafa um meðvirkni Mikil viðbrögð hafa verið við ádrepu Sigmars sem hann birti fyrir tæpum sólarhring en 1,500 manns hafa sett læk við pistilinn og fjöldi manna leggur orð í belg. En þó margir séu á því að netverjar megi gæta orða sinna, „fólk er upp til hópa mjög illt fáfrótt og fordómafullt,“ segir til dæmis einn, eru ekki alveg allir til í að kaupa orð Sigmars hrá. Og finnst sem veitingamaðurinn sé að reyna að slá réttmætar ábendingar út af borðinu með vafasömum hætti, sem hann sjálfur sé svo að gera sig sekan um. Sunna Guðlaugsdóttir er ein þeirra og telur það fremur hallærislegt að vilja höfða til samvisku fólks með að því beri að hugsa um atvinnuöryggi starfsamanna ef það fær vonda þjónustu, vill kvarta og vara aðra við. „Það er meðvirkni. Það er ekki á mína ábyrgð sem viðskiptavinur að pæla í því að mín kvörtun geti orðið "„end game" fyrir veitingastaðinn. Þá hefur væntanlega ýmislegt gengið á fyrst hann er kominn svona nálægt endastöð og þá líklegt að gagnrýnin eigi rétt á sér.“ Á sama hátt og Sigmar þekki fáa veitingamenn sem vilji reiða fram vondan mat þekki hún fáa sem vísvitandi vilji skemma fyrir veitingamönnum. Veitingastaðir Samfélagsmiðlar Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Matartips er, eins og nafnið gefur til kynna, hópur á Facebook þar sem matur er til umfjöllunar. Þar er spjallað ýmsar hliðar á matargerð og sagður kostur og löstur á ýmsum veitingastöðum. Meðlimir eru 47,4 þúsund talsins þannig að segja má að sláttur getur reynst á því sem þar er sagt. Simmi Vill skrifar pistil inn í hópinn þar sem hann vill benda fólki á að matur og menning sé frábær og umræða og rýni til gangs sé góð í sjálfu sér. En, „ef það væri hægt að minna alla á að "aðgát skal höfð í nærveru sálar" áður en fólk ýtir á Enter á lyklaborðinu, þá værum við með mannlegra samtal á öllum þessum þráðum.“ Atvinnuöryggi starfsmanna ógnað Sigmar segir að enginn veitingamaður sem hann viti um sé í rekstri til að gera vondan mat, bjóða uppá lélega þjónustu og okra á öllu saman. „Hins vegar gerast mistök hjá starfsfólki veitingastaða og stundum eiga þeir ekki sinn besta dag. En í fyrirtæki þar sem 140 starfsmenn mæta til vinnu í viku hverri, þá er óréttlátt að dæma alla þá 140 stafsmenn vegna atviks sem á sér stað á ákveðnum tíma sem hefði mátt fara betur. Þegar einhver segir um staðina mína að "það sé léleg þjónusta á staðnum", þá er verið að dæma 140 stafsmenn. Ekki bara þennan eina starfsmann sem stóð ekki undir væntingum þínum í þetta ákveðna skipti. Heldur er líka verið að dæma starfsmennina sem ekki voru á vakt.“ Sigmar segir að það sé tvíbent að óska eftir fagmennsku, góðri þjónustu og yndislegu viðmóti á sama tíma og gagnrýnendur bjóði ekki upp á neitt slíkt í sinni gagnrýni. „Internetið er máttugur vettvangur, það er í raun orðið fimmta valdið. Það er hægt að skrifa álit sitt á veitingastað og mála hann upp með slíku offorsi að rekstur þess staðar gæti hreinlega farið á hliðina. Þá er ágætt að hugsa til þess að þessi staður sem viðkomandi ákveður að gera að atlagi er vinnustaður fólks. Atvinnuöryggi starfsmanna er ógnað. Er einhver upplifun á veitingastað svo hræðileg að það réttlæti slíkt "end game"?“ Hallærisleg krafa um meðvirkni Mikil viðbrögð hafa verið við ádrepu Sigmars sem hann birti fyrir tæpum sólarhring en 1,500 manns hafa sett læk við pistilinn og fjöldi manna leggur orð í belg. En þó margir séu á því að netverjar megi gæta orða sinna, „fólk er upp til hópa mjög illt fáfrótt og fordómafullt,“ segir til dæmis einn, eru ekki alveg allir til í að kaupa orð Sigmars hrá. Og finnst sem veitingamaðurinn sé að reyna að slá réttmætar ábendingar út af borðinu með vafasömum hætti, sem hann sjálfur sé svo að gera sig sekan um. Sunna Guðlaugsdóttir er ein þeirra og telur það fremur hallærislegt að vilja höfða til samvisku fólks með að því beri að hugsa um atvinnuöryggi starfsamanna ef það fær vonda þjónustu, vill kvarta og vara aðra við. „Það er meðvirkni. Það er ekki á mína ábyrgð sem viðskiptavinur að pæla í því að mín kvörtun geti orðið "„end game" fyrir veitingastaðinn. Þá hefur væntanlega ýmislegt gengið á fyrst hann er kominn svona nálægt endastöð og þá líklegt að gagnrýnin eigi rétt á sér.“ Á sama hátt og Sigmar þekki fáa veitingamenn sem vilji reiða fram vondan mat þekki hún fáa sem vísvitandi vilji skemma fyrir veitingamönnum.
Veitingastaðir Samfélagsmiðlar Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira