Keane hneykslaður á Kane: „Líkamstjáningin og frammistaðan, guð minn góður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2021 13:31 Roy Keane lét Harry Kane heyra það eftir leikinn gegn Chelsea. getty/Sebastian Frej Roy Keane fannst lítið til frammistöðu Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær koma. Og hann var sérstaklega hneykslaður á Harry Kane. Chelsea vann leikinn með þremur mörkum gegn engu. Þetta var annað 3-0 tap Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í röð eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína. „Chelsea voru frábærir. Við vitum hvað þeir geta núna. Miklir hæfileikar, mikil orka og mikill vilji. Þetta voru menn gegn drengjum. Ég trúði ekki hversu hversu lélegir Spurs voru,“ sagði Keane á Sky Sports eftir leikinn. „Þú getur átt slæman dag og stundum taparðu fyrir betra liði en það vantaði allan vilja og það sást í öllum mörkunum. Tölum um að vilja fórna sér.“ Micah Richards benti á að Tottenham hefði spilað ágætlega í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var markalaus. Keane gaf lítið fyrir það. „Leikurinn er níutíu mínútna langur. Það skiptir ekki máli þótt þú hafir verið fínn í fyrri hálfleik. Þú þarft að komast í gegnum erfiða kafla. Þú reynir að þrauka,“ sagði Keane. "I'm pretty angry watching #THFC today..." "Kane's body language and performance today - oh my goodness." Roy Keane and Graeme Souness were *not* impressed with Tottenhampic.twitter.com/THzbTWKtRC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 20, 2021 Gamla Manchester United-hetjan lét Kane svo heyra það og dró hvergi af í gagnrýni sinni. „Chelsea er stórkostlegt lið. Við sáum það þegar varamennirnir komu inn á. Það truflar mig ekki að þeir hafi ekki verið nógu góðir og ég tel Kane þar með. Líkamstjáningin og frammistaðan hjá honum, guð minn góður. Ég varð frekar reiður að horfa á Spurs í dag.“ „Við sáum muninn sérstaklega í öðru markinu, viljann til að vilja vinna fótboltaleik. Chelsea vann boltann aftur en leikmenn Tottenham gerðu ekki grunnatriði leiksins, setja pressu á andstæðinginn og vilja fórna sér. Það kemur innan frá. Við getum kannski gagnrýnt þjálfarann og aðra hluti en pressaðu, fórnaðu þér.“ Næsti leikur Tottenham er gegn Wolves í 3. umferð enska deildabikarsins á miðvikudaginn. Tottenham mætir svo Arsenal í Norður-Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Chelsea vann leikinn með þremur mörkum gegn engu. Þetta var annað 3-0 tap Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í röð eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína. „Chelsea voru frábærir. Við vitum hvað þeir geta núna. Miklir hæfileikar, mikil orka og mikill vilji. Þetta voru menn gegn drengjum. Ég trúði ekki hversu hversu lélegir Spurs voru,“ sagði Keane á Sky Sports eftir leikinn. „Þú getur átt slæman dag og stundum taparðu fyrir betra liði en það vantaði allan vilja og það sást í öllum mörkunum. Tölum um að vilja fórna sér.“ Micah Richards benti á að Tottenham hefði spilað ágætlega í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var markalaus. Keane gaf lítið fyrir það. „Leikurinn er níutíu mínútna langur. Það skiptir ekki máli þótt þú hafir verið fínn í fyrri hálfleik. Þú þarft að komast í gegnum erfiða kafla. Þú reynir að þrauka,“ sagði Keane. "I'm pretty angry watching #THFC today..." "Kane's body language and performance today - oh my goodness." Roy Keane and Graeme Souness were *not* impressed with Tottenhampic.twitter.com/THzbTWKtRC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 20, 2021 Gamla Manchester United-hetjan lét Kane svo heyra það og dró hvergi af í gagnrýni sinni. „Chelsea er stórkostlegt lið. Við sáum það þegar varamennirnir komu inn á. Það truflar mig ekki að þeir hafi ekki verið nógu góðir og ég tel Kane þar með. Líkamstjáningin og frammistaðan hjá honum, guð minn góður. Ég varð frekar reiður að horfa á Spurs í dag.“ „Við sáum muninn sérstaklega í öðru markinu, viljann til að vilja vinna fótboltaleik. Chelsea vann boltann aftur en leikmenn Tottenham gerðu ekki grunnatriði leiksins, setja pressu á andstæðinginn og vilja fórna sér. Það kemur innan frá. Við getum kannski gagnrýnt þjálfarann og aðra hluti en pressaðu, fórnaðu þér.“ Næsti leikur Tottenham er gegn Wolves í 3. umferð enska deildabikarsins á miðvikudaginn. Tottenham mætir svo Arsenal í Norður-Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira