Átta féllu í skotárás í rússneskum háskóla Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 20. september 2021 08:56 Löreglubíll fyrir utan Ríkisháskólann í Perm í morgun. Vopnaður maður gekk berserksgang þar og myrti fjölda fólks. AP/Anastasia Jakovleva Byssumaður skaut átta til bana og særði marga til viðbótar í háskóla í rússnesku borginni Perm í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis landsins er árásarmaðurinn í haldi en talsmaður skólans segir að hann hafi verið felldur. Reuters-fréttastofan fullyrðir að morðinginn sé nemandi við skólann og hefur eftir talskonu hans að maðurinn hafi sjálfur verið felldur. Á sjónvarpsmyndum frá vettvangi hafi lík hans sést liggja á jörðinni. AP-fréttaveitan greinir frá því að maðurinn hafi verið vopnaður byssu sem framleidd er fyrir gúmmíkúlur, en slíkum vopnum mun vera auðvelt að breyta þannig að þær skjóti venjulegum byssukúlum. Námsmenn og kennarar við skólann lokuðu sig inni í stofum sínum þegar skothríðin hófst og var fólk hvatt til að flýja skólalóðina ef það mögulega gat. Sumir stúdentanna munu hafa stokkið út um glugga byggingarinnar til að sleppa undan byssumanninum. Óljóst er hve margir eru slasaðir, sumar heimildir tala um sex en aðrar um fjórtán. Fjölmiðlar á svæðinu segja að morðinginn sé átján ára gamall háskólanemi sem hafði birt myndir af sér með riffil, hjálm og skotfæri á samfélagsmiðlum fyrir árásina. Hann hafi lýst því hvernig hann hafi lengi dreymt um að fremja ódæði sem þetta. Reikningurinn var síðar fjarlægður. Perm er í ellefuhundruð kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Moskvu og þar býr um ein milljón manna. Í háskólanum eru um tólf þúsund nemendur. Í maí síðastliðnum var svipuð árás gerð í háskólanum í Kazan þar sem sjö námsmenn létu lífið og tveir kennarar. Rússland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Reuters-fréttastofan fullyrðir að morðinginn sé nemandi við skólann og hefur eftir talskonu hans að maðurinn hafi sjálfur verið felldur. Á sjónvarpsmyndum frá vettvangi hafi lík hans sést liggja á jörðinni. AP-fréttaveitan greinir frá því að maðurinn hafi verið vopnaður byssu sem framleidd er fyrir gúmmíkúlur, en slíkum vopnum mun vera auðvelt að breyta þannig að þær skjóti venjulegum byssukúlum. Námsmenn og kennarar við skólann lokuðu sig inni í stofum sínum þegar skothríðin hófst og var fólk hvatt til að flýja skólalóðina ef það mögulega gat. Sumir stúdentanna munu hafa stokkið út um glugga byggingarinnar til að sleppa undan byssumanninum. Óljóst er hve margir eru slasaðir, sumar heimildir tala um sex en aðrar um fjórtán. Fjölmiðlar á svæðinu segja að morðinginn sé átján ára gamall háskólanemi sem hafði birt myndir af sér með riffil, hjálm og skotfæri á samfélagsmiðlum fyrir árásina. Hann hafi lýst því hvernig hann hafi lengi dreymt um að fremja ódæði sem þetta. Reikningurinn var síðar fjarlægður. Perm er í ellefuhundruð kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Moskvu og þar býr um ein milljón manna. Í háskólanum eru um tólf þúsund nemendur. Í maí síðastliðnum var svipuð árás gerð í háskólanum í Kazan þar sem sjö námsmenn létu lífið og tveir kennarar.
Rússland Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira