Spurt er um málefni sveitarfélaga í aðdraganda alþingiskosninga Bragi Bjarnason skrifar 20. september 2021 07:00 Í aðdraganda alþingiskosninga er rætt um fjölbreytt málefni. Frambjóðendur og flokkar reyna eftir fremsta megni að koma sínum áherslum á framfæri til okkar kjósenda svo við getum kosið “rétt”, ef svo má taka til orða. Sum málefni eru vinsælli en önnur og má kannski segja að efni eins og rekstur sveitarfélaga séu ekki mjög eftirsóknarverð til umræðu þótt þau tengist okkur flestum í daglegu lífi. Hvað gera sveitarfélögin? Sveitarfélögin koma að fjölbreyttri þjónustu, uppbyggingu mannvirkja og innviða sem við flest nýtum á hverjum degi. Rekstur leik- og grunnskóla, þjónusta við einstaklinga með fötlun, íþrótta- og frístundastarf, þjónusta við eldri borgara, sorphirða og almenningssamgöngur eru brot af þeim þáttum sem við mörg hver teljum sjálfsagða þjónustu enda greiðum við útsvar og gjöld. Tekjur sveitarfélaga standa af: Útsvari einstaklinga og fyrirtækja í viðkomandi sveitarfélagi Fasteignaskatti Framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélag Ýmsum gjöldum fyrir þjónustu líkt og leikskólagjöld Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og getur útsvarsprósentan verið mismunandi frá einu sveitarfélagi til annars. Aðrir tekjustofnar eru fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem íslenska ríkið leggur fast framlag í. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sem starfar á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga hefur það hlutverk að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðum. Hvar má gera betur? Hér helst má nefna að það er umhugsunarvert að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái ekki framlög úr ríkissjóði til að jafna kostnað við rekstur leikskóla og almenningssamganga. Slík breyting gæti gert það að verkum að gjöld sveitarfélaga fyrir þjónustuna myndu lækka eða jafnvel leggjast af ef leikskólastigið yrði tekið til jafns við grunnskólanna. Ljóst er að það myndi fela í sér umtalsverða kjarabót fyrir barnafjölskyldurnar í landinu. Einnig er vert að hafa í huga í þessu samhengi að ef ætlunin er að breyta ferðavenjum og minnka notkun einkabílsins þá þarf að efla almenningssamgöngur sem eru kostnaðarsamar í rekstri. Ef horft er til fleiri möguleika þá væri áhugaverð leið að festa í lög endurgreiðslu virðisaukaskatts af framkvæmdum sveitarfélaga. Það væri leið til að lækka kostnað við uppbyggingu mannvirkja og um leið áhrifaríkur hvati til að hefja nauðsynlega innviðauppbyggingu og þá auka atvinnu og styrkja efnahag mismunandi svæða á Íslandi. Allt helst þetta í hendur. Áskorun til frambjóðenda flokka til alþingiskosninga 2021 Það væri áhugavert að heyra og sjá hvort einhver framboða eða einstaka frambjóðendur til alþingiskosninganna 25.september nk. hafi markað stefnu eða vilji sjá aukin framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eða aðrar leiðir sem gætu aukið tekjustofna sveitarfélaga á Íslandi og koma þannig til móts við aukna kröfu um þjónustu í nærsamfélaginu. Höfundur er embættismaður hjá Sveitarfélaginu Árborg og áhugamaður um sveitastjórnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Sveitarstjórnarmál Bragi Bjarnason Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda alþingiskosninga er rætt um fjölbreytt málefni. Frambjóðendur og flokkar reyna eftir fremsta megni að koma sínum áherslum á framfæri til okkar kjósenda svo við getum kosið “rétt”, ef svo má taka til orða. Sum málefni eru vinsælli en önnur og má kannski segja að efni eins og rekstur sveitarfélaga séu ekki mjög eftirsóknarverð til umræðu þótt þau tengist okkur flestum í daglegu lífi. Hvað gera sveitarfélögin? Sveitarfélögin koma að fjölbreyttri þjónustu, uppbyggingu mannvirkja og innviða sem við flest nýtum á hverjum degi. Rekstur leik- og grunnskóla, þjónusta við einstaklinga með fötlun, íþrótta- og frístundastarf, þjónusta við eldri borgara, sorphirða og almenningssamgöngur eru brot af þeim þáttum sem við mörg hver teljum sjálfsagða þjónustu enda greiðum við útsvar og gjöld. Tekjur sveitarfélaga standa af: Útsvari einstaklinga og fyrirtækja í viðkomandi sveitarfélagi Fasteignaskatti Framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélag Ýmsum gjöldum fyrir þjónustu líkt og leikskólagjöld Útsvar er veigamesti tekjustofn sveitarfélaga og getur útsvarsprósentan verið mismunandi frá einu sveitarfélagi til annars. Aðrir tekjustofnar eru fasteignaskattur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem íslenska ríkið leggur fast framlag í. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sem starfar á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga hefur það hlutverk að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðum. Hvar má gera betur? Hér helst má nefna að það er umhugsunarvert að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fái ekki framlög úr ríkissjóði til að jafna kostnað við rekstur leikskóla og almenningssamganga. Slík breyting gæti gert það að verkum að gjöld sveitarfélaga fyrir þjónustuna myndu lækka eða jafnvel leggjast af ef leikskólastigið yrði tekið til jafns við grunnskólanna. Ljóst er að það myndi fela í sér umtalsverða kjarabót fyrir barnafjölskyldurnar í landinu. Einnig er vert að hafa í huga í þessu samhengi að ef ætlunin er að breyta ferðavenjum og minnka notkun einkabílsins þá þarf að efla almenningssamgöngur sem eru kostnaðarsamar í rekstri. Ef horft er til fleiri möguleika þá væri áhugaverð leið að festa í lög endurgreiðslu virðisaukaskatts af framkvæmdum sveitarfélaga. Það væri leið til að lækka kostnað við uppbyggingu mannvirkja og um leið áhrifaríkur hvati til að hefja nauðsynlega innviðauppbyggingu og þá auka atvinnu og styrkja efnahag mismunandi svæða á Íslandi. Allt helst þetta í hendur. Áskorun til frambjóðenda flokka til alþingiskosninga 2021 Það væri áhugavert að heyra og sjá hvort einhver framboða eða einstaka frambjóðendur til alþingiskosninganna 25.september nk. hafi markað stefnu eða vilji sjá aukin framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eða aðrar leiðir sem gætu aukið tekjustofna sveitarfélaga á Íslandi og koma þannig til móts við aukna kröfu um þjónustu í nærsamfélaginu. Höfundur er embættismaður hjá Sveitarfélaginu Árborg og áhugamaður um sveitastjórnarmál.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun