Treysti þessu liði fullkomlega til að klára þetta án mín Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 18:35 Kári Árnason í leiknum í dag. Vísir/Hulda Margrét Kári Árnason, leikmaður toppliðs Víkings, átti erfitt með að finna orð til að lýsa ótrúlegum leik Víkings og KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Leiknum lauk með 2-1 sigri Víkinga sem eru nú einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Kári gæti verið í leikbanni í leiknum sem ræður úrslitum. Víkingar lentu undir gegn KR en létu það ekki á sig fá. Atli Barkarson jafnaði metin og varamaðurinn Helgi Guðjónsson kom Víkingum 2-1 yfir undir lok leiks. Í uppbótartíma var vítaspyrna dæmd eftir að Kári virtist handleika knöttinn er hann stökk fyrir boltann upp við eigið mark. Vítaspyrna dæmd en Ingvar Jónsson vari spyrnu Pálma Rafns Pálmasonar og Víkingar því komnir á toppinn þar sem Breiðablik tapaði 1-0 fyrir FH í Hafnafirði. Kári var því einkar glaður en að sama skapi enn að ná sér niður er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi að leik loknum. „Það er bara eins og þetta sé skrifað í skýin. Ég sagði fyrir leik að þetta minnti mig að mörgu leyti á stemmninguna með íslenska landsliðinu þegar Króatía átti Finnland eftir fyrir HM, þetta er svo bara sama uppskrift. Við eigum samt einn leik eftir og við ætlum bara að klára það, held samt að ég sé í banni í þeim leik,“ sagði Kári sem var greinilega ekki viss hvort hann megi spila í lokaleik Víkinga á tímabilinu. Um vítaspyrnudóminn „Ég renn og þarf bara að taka Sölva (Geir Ottesen) á þetta, reyni því að henda hausnum í þetta. Fæ eitthvað aftan í hnakkann og held ég reki hausinn í boltann. Setti allavega aldrei hendina í hann.“ „KR-ingar gera þetta rosalega oft. Henda sér niður út um allt og öskra á víti endalaust. Það er þreytt að menn séu enn að falla í þessa gryfju en þetta er annað vítið sem Ingvar (Jónsson) tekur í röð og það er bara geggjað.“ „Já ég held það sé dæmd hendi, ég átta mig ekki á því,“ svaraði hann aðspurður hvað hefði verið dæmt á. „Þetta er handrit sem við Sölvi erum búnir að vera vinna að í nokkur ár. Hvað getur maður sagt, ég treysti þessu liði fullkomlega til að klára þetta án mín,“ sagði Kári að endingu áður en hann hrósaði öllum Fossvoginum – „allavega á þessum aldri“ – fyrir að mæta á Meistaravelli í dag. Víkingar fjölmenntu á leikinn.Vísir/Hulda Margrét Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
Víkingar lentu undir gegn KR en létu það ekki á sig fá. Atli Barkarson jafnaði metin og varamaðurinn Helgi Guðjónsson kom Víkingum 2-1 yfir undir lok leiks. Í uppbótartíma var vítaspyrna dæmd eftir að Kári virtist handleika knöttinn er hann stökk fyrir boltann upp við eigið mark. Vítaspyrna dæmd en Ingvar Jónsson vari spyrnu Pálma Rafns Pálmasonar og Víkingar því komnir á toppinn þar sem Breiðablik tapaði 1-0 fyrir FH í Hafnafirði. Kári var því einkar glaður en að sama skapi enn að ná sér niður er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi að leik loknum. „Það er bara eins og þetta sé skrifað í skýin. Ég sagði fyrir leik að þetta minnti mig að mörgu leyti á stemmninguna með íslenska landsliðinu þegar Króatía átti Finnland eftir fyrir HM, þetta er svo bara sama uppskrift. Við eigum samt einn leik eftir og við ætlum bara að klára það, held samt að ég sé í banni í þeim leik,“ sagði Kári sem var greinilega ekki viss hvort hann megi spila í lokaleik Víkinga á tímabilinu. Um vítaspyrnudóminn „Ég renn og þarf bara að taka Sölva (Geir Ottesen) á þetta, reyni því að henda hausnum í þetta. Fæ eitthvað aftan í hnakkann og held ég reki hausinn í boltann. Setti allavega aldrei hendina í hann.“ „KR-ingar gera þetta rosalega oft. Henda sér niður út um allt og öskra á víti endalaust. Það er þreytt að menn séu enn að falla í þessa gryfju en þetta er annað vítið sem Ingvar (Jónsson) tekur í röð og það er bara geggjað.“ „Já ég held það sé dæmd hendi, ég átta mig ekki á því,“ svaraði hann aðspurður hvað hefði verið dæmt á. „Þetta er handrit sem við Sölvi erum búnir að vera vinna að í nokkur ár. Hvað getur maður sagt, ég treysti þessu liði fullkomlega til að klára þetta án mín,“ sagði Kári að endingu áður en hann hrósaði öllum Fossvoginum – „allavega á þessum aldri“ – fyrir að mæta á Meistaravelli í dag. Víkingar fjölmenntu á leikinn.Vísir/Hulda Margrét Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Leik lokið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn