Fyrrverandi forseti Alsír er allur Árni Sæberg skrifar 18. september 2021 23:31 Abdelaziz Bouteflika var forseti Alsír í tvo áratugi. AP Photo/Sidali Djarboub Tilkynnt var um andlát Abdelaziz Bouteflika, fyrrverandi forseta Alsír, í gær. Hann varð 84 ára gamall og gegndi embætti forseta í tvo áratugi, frá 1999 til 2019. Abdelaziz Bouteflika var vinsæll stjórmálamaður í Alsír framan af, hann varð til að mynda yngsti ráðherra landsins aðeins 25 ára gamall þegar hann tók við embætti íþróttamálaráðherra í kjölfar þess að landið öðlaðist sjálfstæði frá Frökkum. Úr íþróttamálaráðuneytinu lá leið hans fljótlega í embætti utanríkisráðherra, sem hann gengdi í sextán ár. Að sögn breska ríkisútvarpsins hefur enginn tekið yngri við embætti utanríkisráðherra í heiminum öllum Á tíunda áratugnum jukust vinsældir Bouteflika mikið þegar hann átti þátt í að sameina þjóð sína eftir erfiða borgarastyrjöld í Alsír. Vinsældir þær leiddu til þess að hann var kosinn forseti árið 1999. Lét breyta stjórnarskrá til að halda völdum Þrátt fyrir miklar vinsældir fór með árunum að bera á ásökunum um spillingu og einræðistilburði. Bouteflika beitti sér til að mynda mikið fyrir því að ákvæði um tveggja kjörtímabila hámarkssetu sama manns í forsetastól yrði fellt úr stjórnarskrá Alsír. Breytingin leiddi til þess að Bouteflika var kosinn aftur í tvígang. Þá jókst óánægja Alsíringa mikið á fyrsta áratug þessarar aldar þegar efnahagur landsins versnaði og spilling í tengslum við olíu- gasiðnað landsins jókst. Þraukaði arabíska vorið Þegar arabíska vorið reið yfir árið 2011 ákvað Bouteflika að bæta lífskjör þegna sinna og aflétta neyðarástandi sem varað hafði lengi í landinu. Það dugði honum til að halda embætti meðan kollegar hans í nágrannalöndum voru hraktir frá völdum í hrönnum. Bouteflika fékk alvarlegt heilablóðfall árið 2013 og sást lítið meðal almennings eftir það. Alsíríngar efuðust mikið um að hann gæti stýrt landinu sökum heilsuleysis og var því jafnvel haldið fram að bróðir hans stýrði landinu í raun og veru eftir heilablóðfallið. Árið 2019 tilkynnti Bouteflika samt sem áður að hann myndi sækjast eftir enn einni endurkosningunni. Alsírska þjóðin tók illa í tilkynninguna og hófust vikulöng mótmæli sem enduðu með því að Bouteflika steig frá völdum eftir tuttugu ára veru í forsetastól. Alsír Andlát Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Abdelaziz Bouteflika var vinsæll stjórmálamaður í Alsír framan af, hann varð til að mynda yngsti ráðherra landsins aðeins 25 ára gamall þegar hann tók við embætti íþróttamálaráðherra í kjölfar þess að landið öðlaðist sjálfstæði frá Frökkum. Úr íþróttamálaráðuneytinu lá leið hans fljótlega í embætti utanríkisráðherra, sem hann gengdi í sextán ár. Að sögn breska ríkisútvarpsins hefur enginn tekið yngri við embætti utanríkisráðherra í heiminum öllum Á tíunda áratugnum jukust vinsældir Bouteflika mikið þegar hann átti þátt í að sameina þjóð sína eftir erfiða borgarastyrjöld í Alsír. Vinsældir þær leiddu til þess að hann var kosinn forseti árið 1999. Lét breyta stjórnarskrá til að halda völdum Þrátt fyrir miklar vinsældir fór með árunum að bera á ásökunum um spillingu og einræðistilburði. Bouteflika beitti sér til að mynda mikið fyrir því að ákvæði um tveggja kjörtímabila hámarkssetu sama manns í forsetastól yrði fellt úr stjórnarskrá Alsír. Breytingin leiddi til þess að Bouteflika var kosinn aftur í tvígang. Þá jókst óánægja Alsíringa mikið á fyrsta áratug þessarar aldar þegar efnahagur landsins versnaði og spilling í tengslum við olíu- gasiðnað landsins jókst. Þraukaði arabíska vorið Þegar arabíska vorið reið yfir árið 2011 ákvað Bouteflika að bæta lífskjör þegna sinna og aflétta neyðarástandi sem varað hafði lengi í landinu. Það dugði honum til að halda embætti meðan kollegar hans í nágrannalöndum voru hraktir frá völdum í hrönnum. Bouteflika fékk alvarlegt heilablóðfall árið 2013 og sást lítið meðal almennings eftir það. Alsíríngar efuðust mikið um að hann gæti stýrt landinu sökum heilsuleysis og var því jafnvel haldið fram að bróðir hans stýrði landinu í raun og veru eftir heilablóðfallið. Árið 2019 tilkynnti Bouteflika samt sem áður að hann myndi sækjast eftir enn einni endurkosningunni. Alsírska þjóðin tók illa í tilkynninguna og hófust vikulöng mótmæli sem enduðu með því að Bouteflika steig frá völdum eftir tuttugu ára veru í forsetastól.
Alsír Andlát Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira