Pep hótar að hætta með City Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2021 23:01 Pep Guardiola segist glaður stíga til hliðar ef stuðningsmenn félagsins eru ósáttir með hann. Getty/Matt McNulty Spænski knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hefur hótað því að segja upp starfi sínu hjá Manchester City eftir að framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbs félagsins bað hann um að halda sig við þjálfun. Pep hafði áður kallað eftir því að stuðningsmenn liðsins myndu fylla völlinn eftir að aðeins 38.000 manns mættu á Etihad-völlinn í 6-3 sigri City gegn RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu, en völlurinn getur tekið við rúmlega 55.000 manns. Kevin Parker, framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbsins brást við því með því að biðja stjórann vinsamlegast um að halda sig við þjálfun. Fyrr í dag brást Pep við þessum ummælum Parker með því að segjast ekki ætla að biðjast afsökunar, og nú hefur hann sagt að hann sé tilbúinn að ganga út ef stuðningsmennirnir eru ósáttir við hann. „Ástæðan fyrir því að ég er svona fúll og pirraður og sár er að þessi gæi þykist vita hvað ég er að segja, hvað ég þarf að gera og vita hverjar fyrirætlanir mínar voru,“ sagði Pep. „En það er alveg sama. Ef fólk er ósátt við mig, þá mun ég fara, það er alveg klárt.“ Pep á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og hann segir að hann myndi glaður stíga til hliðar ef stuðningsmennirnir vilja losna við hann. Hann segist þó, rétt eins og stuðningsmennirnir, vilja það besta fyrir klúbbinn. „Ef ég er ósáttur við stuðningsmennina, þá mun ég stíga til hliðar. Það er ekkert vandamál, en ég er einn af þeim. Frá fyrsta degi hef ég reynt að gera mitt besta hérna, það er alveg klárt. Ég vil auðvitað spila fyrir framan fullan Etihad-völl.“ Pep Guardiola threatens to quit Manchester City as Etihad attendance row escalates | @mcgrathmike https://t.co/MnhFRaeEHn— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 17, 2021 Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Guardiola undrandi á fulltrúa stuðningsmanna: „Mun ekki biðja hann afsökunar“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sér ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á því að hafa sagt að liðið þyrfti á fleiri stuðningsmönnum að halda á Etihad-vellinum. 17. september 2021 15:30 Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Pep hafði áður kallað eftir því að stuðningsmenn liðsins myndu fylla völlinn eftir að aðeins 38.000 manns mættu á Etihad-völlinn í 6-3 sigri City gegn RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu, en völlurinn getur tekið við rúmlega 55.000 manns. Kevin Parker, framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbsins brást við því með því að biðja stjórann vinsamlegast um að halda sig við þjálfun. Fyrr í dag brást Pep við þessum ummælum Parker með því að segjast ekki ætla að biðjast afsökunar, og nú hefur hann sagt að hann sé tilbúinn að ganga út ef stuðningsmennirnir eru ósáttir við hann. „Ástæðan fyrir því að ég er svona fúll og pirraður og sár er að þessi gæi þykist vita hvað ég er að segja, hvað ég þarf að gera og vita hverjar fyrirætlanir mínar voru,“ sagði Pep. „En það er alveg sama. Ef fólk er ósátt við mig, þá mun ég fara, það er alveg klárt.“ Pep á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og hann segir að hann myndi glaður stíga til hliðar ef stuðningsmennirnir vilja losna við hann. Hann segist þó, rétt eins og stuðningsmennirnir, vilja það besta fyrir klúbbinn. „Ef ég er ósáttur við stuðningsmennina, þá mun ég stíga til hliðar. Það er ekkert vandamál, en ég er einn af þeim. Frá fyrsta degi hef ég reynt að gera mitt besta hérna, það er alveg klárt. Ég vil auðvitað spila fyrir framan fullan Etihad-völl.“ Pep Guardiola threatens to quit Manchester City as Etihad attendance row escalates | @mcgrathmike https://t.co/MnhFRaeEHn— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 17, 2021
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Guardiola undrandi á fulltrúa stuðningsmanna: „Mun ekki biðja hann afsökunar“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sér ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á því að hafa sagt að liðið þyrfti á fleiri stuðningsmönnum að halda á Etihad-vellinum. 17. september 2021 15:30 Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Guardiola undrandi á fulltrúa stuðningsmanna: „Mun ekki biðja hann afsökunar“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sér ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á því að hafa sagt að liðið þyrfti á fleiri stuðningsmönnum að halda á Etihad-vellinum. 17. september 2021 15:30
Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10