Arnór Guðjohnsen segir að Arnór Borg hafi alla burði til að slá í gegn með Víkingum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2021 19:56 Feðgarnir og nafnarnir Arnór Guðjohnsen og Arnór Borg Guðjohnsen. Vísir/Vilhelm Arnór Borg Guðjohnsen var í dag kynntur formlega sem leikmaður Víkings frá og með næsta tímabili. Hann er sonur Arnórs Guðjohnsen og bróðir Eiðs Smára. Feðgarnir tóku stutt spjall við Stöð 2 í dag og fóru yfir framtíðina, Guðjohnsen-nafnið og ýmislegt fleira. „Ég held að þetta sé fyrst og fremst bara áhugi fyrir fótbolta, og að sjá svona gleðina í því að vera í þessu sporti,“ sagði Arnór eldri í samtali við Stöð 2 þegar hann var spurður út í það hvað það væri í þessum drengjum hans sem væri svona gott. „Þetta hefur bara gengið í gegnum föður minn sem var sjálfur í fótbolta og þetta hefur bara haldist við í gegnum tíðina.“ Arnór segist vera ánægður að sjá strákinn skrifa undir hjá Víkingum. „Já, mjög svo. Við sjáum það í dag að Víkingur er að spila mjög skemmtilegan bolta sem að ég held að henti honum mjög vel. Svo vonum við bara að þeir haldi áfram á sigurbraut.“ En hvernig leikmaður er Arnór Borg að mati pabbans? „Hann er dálítið öðruvísi en til dæmis ég eða Eiður. Hann er töluvert hærri. En ég veit það ekki, ég sé oft samlíkingar þó að það sé ekki í smáatriðum, þá segi ég svona hvað við eigum sameiginlegt, hann, ég og Eiður og eitthvað.“ „En hver og einn af þessum strákum hefur sinn stíl, og eins og ég segi er hann öðruvísi. Hann kemur meira aftan frá í hlaupin á meðan að ég og Eiður vorum bara blákallt frammi. Þannig að stíllinn er misjafn hjá okkur, en samt áþekkur.“ Arnór Borg tók í sama streng og pabbi sinn. „Já, ég treysti því sem að pabbi segir. Hann veit alveg hvað hann er að segja,“ sagði Arnór Borg léttur. Þeir feðgarnir voru svo sammála um það að Guðjohnsen nafnið væri ekki að setja pressu á þann yngri. „Nei, nei, alls ekki. Ég horfi ekki á þetta þannig,“ sagði Arnór Borg. „Ég held að það hafi kannski verið þannig til að byrja með, þegar hann var yngri, en svo gengur það yfir og menn búa sér til sinn eigin frama í þessu og vonandi nær hann að slá í gegn hérna með þeim. Ég held að hann hafi alla burði til þess,“ bætti sá eldri við. Arnór eldri var svo spurðu út í afabarnið, Andra Lucas, en hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum. Arnór segir að það hafi verið virkilega gaman að sjá það, sérstaklega eftir þau meiðsli sem hann hefur gengið í gegnum. „Hann hafði náttúrulega gengið í gegnum smá hremmingar með slitið krossband fyrir rúmu ári síðan. Hann er svona að koma til baka og það er mjög gaman að sjá hversu framarlega og langt hann er kominn í bataferlinu.“ „Fyrir Ísland í framtíðinn held ég að hann verði mikill markaskorari,“ sagði Arnór að lokum. Viðtalið við feðgana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðjohnsen feðgar Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
„Ég held að þetta sé fyrst og fremst bara áhugi fyrir fótbolta, og að sjá svona gleðina í því að vera í þessu sporti,“ sagði Arnór eldri í samtali við Stöð 2 þegar hann var spurður út í það hvað það væri í þessum drengjum hans sem væri svona gott. „Þetta hefur bara gengið í gegnum föður minn sem var sjálfur í fótbolta og þetta hefur bara haldist við í gegnum tíðina.“ Arnór segist vera ánægður að sjá strákinn skrifa undir hjá Víkingum. „Já, mjög svo. Við sjáum það í dag að Víkingur er að spila mjög skemmtilegan bolta sem að ég held að henti honum mjög vel. Svo vonum við bara að þeir haldi áfram á sigurbraut.“ En hvernig leikmaður er Arnór Borg að mati pabbans? „Hann er dálítið öðruvísi en til dæmis ég eða Eiður. Hann er töluvert hærri. En ég veit það ekki, ég sé oft samlíkingar þó að það sé ekki í smáatriðum, þá segi ég svona hvað við eigum sameiginlegt, hann, ég og Eiður og eitthvað.“ „En hver og einn af þessum strákum hefur sinn stíl, og eins og ég segi er hann öðruvísi. Hann kemur meira aftan frá í hlaupin á meðan að ég og Eiður vorum bara blákallt frammi. Þannig að stíllinn er misjafn hjá okkur, en samt áþekkur.“ Arnór Borg tók í sama streng og pabbi sinn. „Já, ég treysti því sem að pabbi segir. Hann veit alveg hvað hann er að segja,“ sagði Arnór Borg léttur. Þeir feðgarnir voru svo sammála um það að Guðjohnsen nafnið væri ekki að setja pressu á þann yngri. „Nei, nei, alls ekki. Ég horfi ekki á þetta þannig,“ sagði Arnór Borg. „Ég held að það hafi kannski verið þannig til að byrja með, þegar hann var yngri, en svo gengur það yfir og menn búa sér til sinn eigin frama í þessu og vonandi nær hann að slá í gegn hérna með þeim. Ég held að hann hafi alla burði til þess,“ bætti sá eldri við. Arnór eldri var svo spurðu út í afabarnið, Andra Lucas, en hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum. Arnór segir að það hafi verið virkilega gaman að sjá það, sérstaklega eftir þau meiðsli sem hann hefur gengið í gegnum. „Hann hafði náttúrulega gengið í gegnum smá hremmingar með slitið krossband fyrir rúmu ári síðan. Hann er svona að koma til baka og það er mjög gaman að sjá hversu framarlega og langt hann er kominn í bataferlinu.“ „Fyrir Ísland í framtíðinn held ég að hann verði mikill markaskorari,“ sagði Arnór að lokum. Viðtalið við feðgana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Guðjohnsen feðgar
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki