Guardiola undrandi á fulltrúa stuðningsmanna: „Mun ekki biðja hann afsökunar“ Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2021 15:30 Pep Guardiola vill skiljanlega fá sem mestan stuðning á Etihad-vellinum. Getty/Robbie Jay Barratt Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sér ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á því að hafa sagt að liðið þyrfti á fleiri stuðningsmönnum að halda á Etihad-vellinum. Aðeins 38.062 manns sáu City fara á kostum gegn Leipzig í vikunni og vinna 6-3 sigur, í Meistaradeild Evrópu, en Etihad-völlurinn tekur 55.000 manns í sæti. Eftir sigurinn á Leipzig hvatti Guardiola stuðningsmenn til að mæta betur á leikinn við Southampton í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbs City, Kevin Parker, brást við þessu með því að segja að Guardiola ætti að halda sig við þjálfun. Hann væri vissulega besti þjálfari heims en „skildi ekki vandræðin“ sem stuðningsmenn þyrftu að glíma við til að geta mætt á leik klukkan átta á miðvikudagskvöldi. „Þeir gætu þurft að sjá um börnin sín, hafa ef til vill ekki efni á miða, og svo eru enn einhver Covid-vandræði. Ég skil ekki hvers vegna hann er að tjá sig um þetta,“ sagði Parker, sem benti á að vel hefði verið mætt á fyrstu tvo heimaleiki City í úrvalsdeildinni (51.437 gegn Norwich og 52.276 gegn Arsenal). Guardiola var spurður út í þetta á blaðamannafundi í dag og sagði: „Sagði ég eftir síðasta leik að ég væri vonsvikinn yfir því að leikvangurinn væri ekki fullur? Túlkun er bara túlkun. Ég er undrandi á því sem fram kom hjá þessum manni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég segi eitthvað í þessa átt á mínum ferli. Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því sem ég sagði. Það sem ég sagði var að við þyrftum stuðning. Það skiptir ekki máli hversu margir koma en ég býð alla velkomna til að mæta og njóta leiksins því við þurfum stuðninginn.“ Ég sagði aldrei: „Af hverju komuð þið ekki?“ Guardiola hélt áfram og ítrekaði að hann hefði enga ástæðu til að biðjast afsökunar á neinu: „Ég hef alltaf sagt að ef menn vilja styðja við okkur þá gleðji það mig ótrúlega, því ég veit hvað það getur verið erfitt. Ég vil frekar vera með mínu fólki en án þess. Ef að það kemur ekki, hver svo sem ástæðan er, þá er það besta mál. Ég sagði aldrei: „Af hverju komuð þið ekki?“ Herra Parker ætti að skoða ummæli mín en ég mun ekki biðja hann afsökunar,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Tengdar fréttir Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10 Guardiola skammaði Grealish og Mahrez fyrir að óhlýðnast skipunum sínum Þrátt fyrir að Jack Grealish og Riyad Mahrez hafi báðir verið á skotskónum í 6-3 sigri Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær var Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna, ekki alls kostar sáttur við tvímenningana og skammaði þá fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum sínum þegar kom að varnarleiknum. 16. september 2021 12:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Aðeins 38.062 manns sáu City fara á kostum gegn Leipzig í vikunni og vinna 6-3 sigur, í Meistaradeild Evrópu, en Etihad-völlurinn tekur 55.000 manns í sæti. Eftir sigurinn á Leipzig hvatti Guardiola stuðningsmenn til að mæta betur á leikinn við Southampton í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Framkvæmdastjóri stuðningsmannaklúbbs City, Kevin Parker, brást við þessu með því að segja að Guardiola ætti að halda sig við þjálfun. Hann væri vissulega besti þjálfari heims en „skildi ekki vandræðin“ sem stuðningsmenn þyrftu að glíma við til að geta mætt á leik klukkan átta á miðvikudagskvöldi. „Þeir gætu þurft að sjá um börnin sín, hafa ef til vill ekki efni á miða, og svo eru enn einhver Covid-vandræði. Ég skil ekki hvers vegna hann er að tjá sig um þetta,“ sagði Parker, sem benti á að vel hefði verið mætt á fyrstu tvo heimaleiki City í úrvalsdeildinni (51.437 gegn Norwich og 52.276 gegn Arsenal). Guardiola var spurður út í þetta á blaðamannafundi í dag og sagði: „Sagði ég eftir síðasta leik að ég væri vonsvikinn yfir því að leikvangurinn væri ekki fullur? Túlkun er bara túlkun. Ég er undrandi á því sem fram kom hjá þessum manni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég segi eitthvað í þessa átt á mínum ferli. Ég ætla ekki að biðjast afsökunar á því sem ég sagði. Það sem ég sagði var að við þyrftum stuðning. Það skiptir ekki máli hversu margir koma en ég býð alla velkomna til að mæta og njóta leiksins því við þurfum stuðninginn.“ Ég sagði aldrei: „Af hverju komuð þið ekki?“ Guardiola hélt áfram og ítrekaði að hann hefði enga ástæðu til að biðjast afsökunar á neinu: „Ég hef alltaf sagt að ef menn vilja styðja við okkur þá gleðji það mig ótrúlega, því ég veit hvað það getur verið erfitt. Ég vil frekar vera með mínu fólki en án þess. Ef að það kemur ekki, hver svo sem ástæðan er, þá er það besta mál. Ég sagði aldrei: „Af hverju komuð þið ekki?“ Herra Parker ætti að skoða ummæli mín en ég mun ekki biðja hann afsökunar,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Tengdar fréttir Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10 Guardiola skammaði Grealish og Mahrez fyrir að óhlýðnast skipunum sínum Þrátt fyrir að Jack Grealish og Riyad Mahrez hafi báðir verið á skotskónum í 6-3 sigri Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær var Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna, ekki alls kostar sáttur við tvímenningana og skammaði þá fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum sínum þegar kom að varnarleiknum. 16. september 2021 12:00 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Eftir markasúpuna gegn Leipzig bað Pep stuðningsmenn City að fylla völlinn um helgina Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hrósaði RB Leipzig fyrir leik kvöldsins en lærisveinar hans unnu 6-3 sigur er liðin mættust í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu. 15. september 2021 22:10
Guardiola skammaði Grealish og Mahrez fyrir að óhlýðnast skipunum sínum Þrátt fyrir að Jack Grealish og Riyad Mahrez hafi báðir verið á skotskónum í 6-3 sigri Manchester City á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í gær var Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistaranna, ekki alls kostar sáttur við tvímenningana og skammaði þá fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum sínum þegar kom að varnarleiknum. 16. september 2021 12:00