Piers Morgan til Fox Þorgils Jónsson skrifar 16. september 2021 18:20 Rupert Murdoch, stjórnarformaður News Corp, og Piers Morgan voru keikir með væntanlegt samstarf, en Morgan hefur gengið til liðs við News Corp og Fox News Media. Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan gekk í dag til liðs við Rupert Murdoch og félög hans, News Corp og Fox News Media. Morgan mun framleiða efni þvert á miðla News Corp sem mun birtast um allan heim. Meðal annars verður hann með daglega þætti á nýrri sjónvarpsstöð, talkTV frá og með næsta ári, en hann mun einnig skrifa pistla fyrir New York Post og breska götublaðið The Sun. Morgan hefur komið víða við á löngum ferli, sem hófst einmitt hjá Murdoch á Sun og svo hinu sáluga News of the World. Síðan þá hefur hann meðal annars stýrt Daily Mirror og komið fram í hinum ýmsu skemmtiþáttum, þar sem helst má nefna Britain‘s got Talent og bandarísku útgáfuna af sama þætti. Síðustu sex á stýrði hann morgunþættinum Good Morning Britain á ITV, en hætti þar í vor eftir að hafa rokið út í fússi í beinni útsendingu eftir snarpa snerru við samstarfsfélaga. Morgan hefur verið talsvert umdeildur í gegnum árin þar sem hann var meðal annars í hringiðu símhleranahneykslisins sem skók breska fjölmiðlaheiminn í upphafi aldarinnar. Síðan þá hefur hann blandað sér í mörg hitamál, en fá með eins afgerandi hætti og hvað varðar Harry Bretaprins og eiginkonu hans, Meghan Markle. Hann gerði lítið úr frásögn hennar um sjálfsvígshugleiðingar í tengslum við deilur innan konungsfjölskyldunnar, og hlaut fyrir vikið tugir þúsunda kvartana frá áhorfendum. Murdoch lýsti yfir ánægju með að hafa fengið Morgan til liðs við sig – „sjónvarpsmann sem allar stöðvar vilja en engin þorir að ráða.“ Fjölmiðlar Bretland Tengdar fréttir Sakar Markle og Harry um „lygar á alheimsskala“ Piers Morgan heldur fast í þær fullyrðingar sínar að Meghan Markle og Harry Bretaprins hafi logið í viðtali við Opruh Winfrey á dögunum og segist njóta stuðnings verulegs meirihluta bresku þjóðarinnar. 6. apríl 2021 07:59 Aldrei fleiri kvartanir borist Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður. 17. mars 2021 18:41 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Piers Morgan móðgaðist og strunsaði út úr stúdíóinu Piers Morgan, einn þáttastjórnanda Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, strunsaði út úr myndverinu í beinni útsendingu í morgun í kjölfar umræðu um hið margumtalaða viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle og Harry Bretaprins. 9. mars 2021 10:13 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Meðal annars verður hann með daglega þætti á nýrri sjónvarpsstöð, talkTV frá og með næsta ári, en hann mun einnig skrifa pistla fyrir New York Post og breska götublaðið The Sun. Morgan hefur komið víða við á löngum ferli, sem hófst einmitt hjá Murdoch á Sun og svo hinu sáluga News of the World. Síðan þá hefur hann meðal annars stýrt Daily Mirror og komið fram í hinum ýmsu skemmtiþáttum, þar sem helst má nefna Britain‘s got Talent og bandarísku útgáfuna af sama þætti. Síðustu sex á stýrði hann morgunþættinum Good Morning Britain á ITV, en hætti þar í vor eftir að hafa rokið út í fússi í beinni útsendingu eftir snarpa snerru við samstarfsfélaga. Morgan hefur verið talsvert umdeildur í gegnum árin þar sem hann var meðal annars í hringiðu símhleranahneykslisins sem skók breska fjölmiðlaheiminn í upphafi aldarinnar. Síðan þá hefur hann blandað sér í mörg hitamál, en fá með eins afgerandi hætti og hvað varðar Harry Bretaprins og eiginkonu hans, Meghan Markle. Hann gerði lítið úr frásögn hennar um sjálfsvígshugleiðingar í tengslum við deilur innan konungsfjölskyldunnar, og hlaut fyrir vikið tugir þúsunda kvartana frá áhorfendum. Murdoch lýsti yfir ánægju með að hafa fengið Morgan til liðs við sig – „sjónvarpsmann sem allar stöðvar vilja en engin þorir að ráða.“
Fjölmiðlar Bretland Tengdar fréttir Sakar Markle og Harry um „lygar á alheimsskala“ Piers Morgan heldur fast í þær fullyrðingar sínar að Meghan Markle og Harry Bretaprins hafi logið í viðtali við Opruh Winfrey á dögunum og segist njóta stuðnings verulegs meirihluta bresku þjóðarinnar. 6. apríl 2021 07:59 Aldrei fleiri kvartanir borist Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður. 17. mars 2021 18:41 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Piers Morgan móðgaðist og strunsaði út úr stúdíóinu Piers Morgan, einn þáttastjórnanda Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, strunsaði út úr myndverinu í beinni útsendingu í morgun í kjölfar umræðu um hið margumtalaða viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle og Harry Bretaprins. 9. mars 2021 10:13 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Sakar Markle og Harry um „lygar á alheimsskala“ Piers Morgan heldur fast í þær fullyrðingar sínar að Meghan Markle og Harry Bretaprins hafi logið í viðtali við Opruh Winfrey á dögunum og segist njóta stuðnings verulegs meirihluta bresku þjóðarinnar. 6. apríl 2021 07:59
Aldrei fleiri kvartanir borist Rúmlega 57 þúsund kvartanir hafa borist breska eftirlitsaðilanum Ofcom í kjölfar þáttar Good Morning Britain í síðustu viku þar sem viðtal Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex var til umræðu. Aldrei hafa jafn margar kvartanir borist fjölmiðlaeftirlitinu vegna sjónvarpsefnis áður. 17. mars 2021 18:41
Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09
Piers Morgan móðgaðist og strunsaði út úr stúdíóinu Piers Morgan, einn þáttastjórnanda Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, strunsaði út úr myndverinu í beinni útsendingu í morgun í kjölfar umræðu um hið margumtalaða viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle og Harry Bretaprins. 9. mars 2021 10:13