Fótbrotnaði í leik í ensku kvennadeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2021 12:30 Læknar Manchester City huga að Esme Morgan sem liggur sárþjáð á grasinu. Getty/Visionhaus Varnarmaður Manchester City meiddist illa í leik á móti Tottenham í úrvalsdeild kvenna í fyrrakvöld. Hin tvítuga Esme Morgan hjá Manchester City var borin af velli eftir slæmt samstuð við Tottenham leikmanninn Ashleigh Neville. Eftir leikmenn staðfesti Manchester City að Morgan hefði fótbrotnað í samstuðinu og væri á leiðinni í aðgerð á hægri fæti. „Varnarmaðurinn mun fara fljótlega í aðgerð á hægri fæti og síðan tekur við endurhæfing á vegum félagsins,“ sagði í yfirlýsingu frá Manchester City. Manchester City have announced defender Esme Morgan suffered a broken leg against Tottenham last Sunday.— SkySportsWSL (@SkySportsWSL) September 15, 2021 „Allir hjá City óska Esme alls hins besta í endurhæfingunni og við munum gefa henni allan þann stuðning sem hún þarf,“ sagði ennfremur í tilkynningu City. Steph Houghton, fyrirliði Manchester City og enska landsliðsins hafði áhyggjur af henni. „Við athuguðum með hana í hálfleik og svo auðvitað eftir leikinn líka. Við höfum síðan verið í sambandi við hana í gegnum skilaboðakerfin til að fá að vita það hvernig hún hefur það,“ sagði Steph Houghton. „Hún verður pottþétt enskur landsleikmaður. Hún er svo einbeitt, í svo góðu formi og elskar að spila fótbolta. Hún er líka svo klár. Ég elska að hafa hana sem hægri bakvörð við hlið mér. Hún hefur staðið sig mjög vel í síðustu þremur til fjórum leikjum og hún á framtíðina fyrir sér. Vonandi eru meiðslin ekki of slæm og að við sjáum hana sem fyrst aftur inn á grasinu,“ sagði Houghton. Manchester City's and England's Esme Morgan suffered a broken leg in their match against Tottenham.#bbcwsl— BBC Sport (@BBCSport) September 15, 2021 Esme Morgan heldur því upp á 21. árs afmælið sitt á meiðslalistanum en hún á afmæli í næsta mánuði. Hún er uppalin hjá Manchester City. Hún kom aftur í City á síðasta tímabili eftir að hafa verið lánuð til Everton 2019-20 tímabilið. Morgan hefur spilað fyrir yngri landslið Englending en hefur ekki verið valin í A-landsliðið. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Hin tvítuga Esme Morgan hjá Manchester City var borin af velli eftir slæmt samstuð við Tottenham leikmanninn Ashleigh Neville. Eftir leikmenn staðfesti Manchester City að Morgan hefði fótbrotnað í samstuðinu og væri á leiðinni í aðgerð á hægri fæti. „Varnarmaðurinn mun fara fljótlega í aðgerð á hægri fæti og síðan tekur við endurhæfing á vegum félagsins,“ sagði í yfirlýsingu frá Manchester City. Manchester City have announced defender Esme Morgan suffered a broken leg against Tottenham last Sunday.— SkySportsWSL (@SkySportsWSL) September 15, 2021 „Allir hjá City óska Esme alls hins besta í endurhæfingunni og við munum gefa henni allan þann stuðning sem hún þarf,“ sagði ennfremur í tilkynningu City. Steph Houghton, fyrirliði Manchester City og enska landsliðsins hafði áhyggjur af henni. „Við athuguðum með hana í hálfleik og svo auðvitað eftir leikinn líka. Við höfum síðan verið í sambandi við hana í gegnum skilaboðakerfin til að fá að vita það hvernig hún hefur það,“ sagði Steph Houghton. „Hún verður pottþétt enskur landsleikmaður. Hún er svo einbeitt, í svo góðu formi og elskar að spila fótbolta. Hún er líka svo klár. Ég elska að hafa hana sem hægri bakvörð við hlið mér. Hún hefur staðið sig mjög vel í síðustu þremur til fjórum leikjum og hún á framtíðina fyrir sér. Vonandi eru meiðslin ekki of slæm og að við sjáum hana sem fyrst aftur inn á grasinu,“ sagði Houghton. Manchester City's and England's Esme Morgan suffered a broken leg in their match against Tottenham.#bbcwsl— BBC Sport (@BBCSport) September 15, 2021 Esme Morgan heldur því upp á 21. árs afmælið sitt á meiðslalistanum en hún á afmæli í næsta mánuði. Hún er uppalin hjá Manchester City. Hún kom aftur í City á síðasta tímabili eftir að hafa verið lánuð til Everton 2019-20 tímabilið. Morgan hefur spilað fyrir yngri landslið Englending en hefur ekki verið valin í A-landsliðið.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira