Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2021 10:54 Eldflaugin sem flutti geimfarana út í geim lenti á drónaskipi undan ströndum Flórída. Inspiration4/John Kraus Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Netflix er að gera heimildarþætti um sendiförina. Með Isaacman fóru þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Fyrsti hringur þeirra um jörðina var sá fyrsti sem farinn hefur verið án þjálfaðra geimfara um borð í geimfari, séu dýr frátalin. Liftoff of @Inspiration4X! Go Falcon 9! Go Dragon! pic.twitter.com/NhRXkD4IWg— SpaceX (@SpaceX) September 16, 2021 Geimskotið heppnaðist fullkomlega. Eftir að geimfarinu var skotið á loft, var Falcon 9 eldflaug SpaceX snúið við og hún lenti á drónaskipinu Just Read The Instructions undan ströndum Flórída. SpaxeX segist aldrei hafa skotið Crew Dragon geimfari eins langt frá jörðu og gert var í nótt. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um 420 kílómetra hæð og Hubble sjónaukinn er í um 540 kílómetra hæð. View from Dragon s cupola pic.twitter.com/Z2qwKZR2lK— SpaceX (@SpaceX) September 16, 2021 Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári. Richard Branson og Jeff Bezos létu einnig skjóta sér út í geim með geimförum fyrirtækja þeirra, Virgin Galactic og Blue Origin. Branson fór í 86 kílómetra hæð en Besos í rúmlega hundrað. Sjá einnig: Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Á næsta ári mun SpaceX senda fyrrverandi geimfara Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar með þremur auðjöfrum. Þá ætla Rússar sér að skjóta leikkonu, leikstjóra og japönskum auðjöfri til geimstöðvarinnar á næstu mánuðum. AP fréttaveitan segir að það hafi verið að kröfu Isaacson sem ákveðið var að senda Crew Dragon geimfarið svo hátt. Í fyrstu voru starfsmenn SpaceX andvígir því vegna aukinnar áhættu og geislunar í svo mikilli hæð. Eftir að áhættan var greind nánar var ákveðið að verða við beiðni auðjöfursins. Skömmu fyrir geimskotið í gær sagðist hann þó sjá eftir því að hafa ekki beðið um að geimfarinu yrði skotið enn hærra. Ekki hefur verið gefið upp hvað Isaacman greiddi fyrir geimskotið. Aldrei fleiri í geimnum Aldrei hafa verið fleiri í geimnum en eru þar akkúrat núna. Sjö manns eru um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni og fjórir um borð í Crew Dragon-geimfarinu. Til viðbótar við þau eru svo þrír geimfarar um borð í kínversku geimstöðinni Tiangong. Í frétt Space segir að gamla metið hafi verið þrettán og það hafi ítrekað gerst í gegnum árin að svo margir hafi verið í geimnum. Til að mynda árið 1995 þegar sjö geimfarar voru í geimskutlunni Endeavour og sex geimfarar voru í rússnesku Mir-geimstöðinni. Í mars 2009 voru svo þrettán geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni í skamman tíma. SpaceX Geimurinn Netflix Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Netflix er að gera heimildarþætti um sendiförina. Með Isaacman fóru þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Fyrsti hringur þeirra um jörðina var sá fyrsti sem farinn hefur verið án þjálfaðra geimfara um borð í geimfari, séu dýr frátalin. Liftoff of @Inspiration4X! Go Falcon 9! Go Dragon! pic.twitter.com/NhRXkD4IWg— SpaceX (@SpaceX) September 16, 2021 Geimskotið heppnaðist fullkomlega. Eftir að geimfarinu var skotið á loft, var Falcon 9 eldflaug SpaceX snúið við og hún lenti á drónaskipinu Just Read The Instructions undan ströndum Flórída. SpaxeX segist aldrei hafa skotið Crew Dragon geimfari eins langt frá jörðu og gert var í nótt. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um 420 kílómetra hæð og Hubble sjónaukinn er í um 540 kílómetra hæð. View from Dragon s cupola pic.twitter.com/Z2qwKZR2lK— SpaceX (@SpaceX) September 16, 2021 Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári. Richard Branson og Jeff Bezos létu einnig skjóta sér út í geim með geimförum fyrirtækja þeirra, Virgin Galactic og Blue Origin. Branson fór í 86 kílómetra hæð en Besos í rúmlega hundrað. Sjá einnig: Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Á næsta ári mun SpaceX senda fyrrverandi geimfara Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar með þremur auðjöfrum. Þá ætla Rússar sér að skjóta leikkonu, leikstjóra og japönskum auðjöfri til geimstöðvarinnar á næstu mánuðum. AP fréttaveitan segir að það hafi verið að kröfu Isaacson sem ákveðið var að senda Crew Dragon geimfarið svo hátt. Í fyrstu voru starfsmenn SpaceX andvígir því vegna aukinnar áhættu og geislunar í svo mikilli hæð. Eftir að áhættan var greind nánar var ákveðið að verða við beiðni auðjöfursins. Skömmu fyrir geimskotið í gær sagðist hann þó sjá eftir því að hafa ekki beðið um að geimfarinu yrði skotið enn hærra. Ekki hefur verið gefið upp hvað Isaacman greiddi fyrir geimskotið. Aldrei fleiri í geimnum Aldrei hafa verið fleiri í geimnum en eru þar akkúrat núna. Sjö manns eru um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni og fjórir um borð í Crew Dragon-geimfarinu. Til viðbótar við þau eru svo þrír geimfarar um borð í kínversku geimstöðinni Tiangong. Í frétt Space segir að gamla metið hafi verið þrettán og það hafi ítrekað gerst í gegnum árin að svo margir hafi verið í geimnum. Til að mynda árið 1995 þegar sjö geimfarar voru í geimskutlunni Endeavour og sex geimfarar voru í rússnesku Mir-geimstöðinni. Í mars 2009 voru svo þrettán geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni í skamman tíma.
SpaceX Geimurinn Netflix Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira