Oddvitaáskorunin: Fyrstu orðin á fjósloftinu á Hvanneyri Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2021 15:01 Bjarni ásamt fjölskyldu sinni á góðri stundu. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bjarni Jónsson leiðir lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Mér er oft sagt að ég hafi tekið fyrstu orðin á fjósloftinu á Hvanneyri þegar faðir minn var þar við skólann, en það hafi nú bara verið baul. Við fluttum síðan til Noregs í þrjú ár á meðan faðir minn stundaði nám við Landbúnaðarháskólann í Ási og mamma vann sem þroskaþjálfi á sjúkrahúsinu. Ég ólst þó að mestu leiti upp í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Þar lærði ég til verka, bæði til lands og sjós og um leið að bera virðingu fyrir náttúrunni og nýtingu hennar. Á unglingsárunum fluttumst við að Hólum í Hjaltadal þar sem faðir minn gerðist skólameistari Hólaskóla og hef ég búið í Skagafirði meira og minna síðan.“ „Ég bjó um tíma í Bandaríkjunum, í Oregon þar sem að ég lagði stund á fiskifræði. Ég hef starfað sem háskólakennari við Háskólann á Hólum og stunda rannsóknir á náttúru Íslands til lands og sjávar og veiti ráðgjöf um auðlindanýtingu. Lengst af hef ég starfað sem fiskifræðingur. Eiginkonu minni Izati Zahra, sem er frá Indónesíu kynntist ég fyrst í brúðkaupi frænku hennar, en leið barst fyrst til Indónesíu í gegnum samstarfsfólk í fiskirannsóknum og þar ferðaðist ég líka nokkrar ferðir á milli eyja með bók Alfred Russel Wallace í bakpokanum, sem skrifaði fyrstur um þær kenningar sem við þekkjum um þróun lífs á jörðinni byggða á ferðum sínum um svæðið og reyndar einnig um svæðisbundna menningu. Það handrit lá á skrifborðinu hjá Darwin nokkrum vini hans til yfirlestrar, þangað til Darwin hafði sjálfur birt sína frægu bók um uppruna tegundanna. Ég hef ferðast víða með þessum hætti til að kynnast náttúru og menningu í öðrum heimshornum, en ekki síður hef ég gaman af því að ferðast um Ísland og njóta náttúru landsins og sögu og hitta og kynnast fólki. Við Zahra eiginkona mín eigum saman hann Jón Kolka sem að er 4 ára og er í leikskóla á Sauðárkróki. Síðan á ég Kristínu Kolka sem að er 26 ára gömul, lögfræðingur og býr hún og starfar erlendis hjá Uppbyggingarsjóði EFTA. Ég hef verið mikið í félagsstörfum og starfað á vettvangi sveitastjórna um árabil. Tók fyrst sæti árið 2002 í Skagafirði. Í pólitíkinni er mér helst hugleikið að byggja upp fjölskylduvænt samfélag og fjölbreytt atvinnutækifæri við allra hæfi. til þess tel ég þurfa róttæka byggðastefnu, styrkingu innviði svo treysta megi búsetu um land allt. Þá er virðing og sátt við náttúruna mér mjög hugleikin.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Bjarni Jónsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Kothraunsgil í Bjarnarhafnarfjalli. Hvað færðu þér í bragðaref? Borða mjólkurís hreinan og ómengaðan. Íslenski rjóminn fær að njóta sín. Uppáhalds bók? Richard Brautigan: In Watermelon sugar. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Skriðjöklar – Ég sé um hestinn. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Holta- og Landsveit. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Hámhorf á sjávardýra teiknimyndaseríur Octonauts, Peppa Pig, dýralífsmyndir, og járnbrautalestir á youtube með 4 ára syni. Hvað tekur þú í bekk? 100 kg og vil komast aftur í 120 í vetur. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir Fjölskyldan með höfnina í Stykkishólmi í bakgrunni. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Bóndi og náttúruskáld. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Er ekki allt gott að frétta af fjölskyldunni? Bjarni er lítið fyrir bragðaref því hann vill ísinn sinn hreinan og ómengaðan. Uppáhalds tónlistarmaður? KK. Besti fimmaurabrandarinn? Heyrt á La Colina Pizzeria Borgarnesi: „Viltu að ég skeri pizzuna í 6 eða 8 sneiðar?“ -„Bara 6, ég held að 8 sneiðar séu of mikið.“ Ein sterkasta minningin úr æsku? Grásleppuvertíð frá Bjarnarhöfn á Síldinni með afa. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Bernie Sanders. Besta íslenska Eurovision-lagið? Halla Margrét - „Hægt og hljótt“. Besta frí sem þú hefur farið í? Vikuganga einn um Landmannaafrétt. Uppáhalds þynnkumatur? Pylsur, egg og hákarl með Egils malt. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Sundmeistari. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Fjáröflunarbandí fyrir íþróttafélag FNV (Fjölbrautaskóla NV) með appelsínu á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Rómantískasta uppátækið? Nýveidd bleikja, blóðbergsté og Vilko pönnukökur í bröns með konunni í útilegu á Hofsafrétti. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Bjarni Jónsson leiðir lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Mér er oft sagt að ég hafi tekið fyrstu orðin á fjósloftinu á Hvanneyri þegar faðir minn var þar við skólann, en það hafi nú bara verið baul. Við fluttum síðan til Noregs í þrjú ár á meðan faðir minn stundaði nám við Landbúnaðarháskólann í Ási og mamma vann sem þroskaþjálfi á sjúkrahúsinu. Ég ólst þó að mestu leiti upp í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Þar lærði ég til verka, bæði til lands og sjós og um leið að bera virðingu fyrir náttúrunni og nýtingu hennar. Á unglingsárunum fluttumst við að Hólum í Hjaltadal þar sem faðir minn gerðist skólameistari Hólaskóla og hef ég búið í Skagafirði meira og minna síðan.“ „Ég bjó um tíma í Bandaríkjunum, í Oregon þar sem að ég lagði stund á fiskifræði. Ég hef starfað sem háskólakennari við Háskólann á Hólum og stunda rannsóknir á náttúru Íslands til lands og sjávar og veiti ráðgjöf um auðlindanýtingu. Lengst af hef ég starfað sem fiskifræðingur. Eiginkonu minni Izati Zahra, sem er frá Indónesíu kynntist ég fyrst í brúðkaupi frænku hennar, en leið barst fyrst til Indónesíu í gegnum samstarfsfólk í fiskirannsóknum og þar ferðaðist ég líka nokkrar ferðir á milli eyja með bók Alfred Russel Wallace í bakpokanum, sem skrifaði fyrstur um þær kenningar sem við þekkjum um þróun lífs á jörðinni byggða á ferðum sínum um svæðið og reyndar einnig um svæðisbundna menningu. Það handrit lá á skrifborðinu hjá Darwin nokkrum vini hans til yfirlestrar, þangað til Darwin hafði sjálfur birt sína frægu bók um uppruna tegundanna. Ég hef ferðast víða með þessum hætti til að kynnast náttúru og menningu í öðrum heimshornum, en ekki síður hef ég gaman af því að ferðast um Ísland og njóta náttúru landsins og sögu og hitta og kynnast fólki. Við Zahra eiginkona mín eigum saman hann Jón Kolka sem að er 4 ára og er í leikskóla á Sauðárkróki. Síðan á ég Kristínu Kolka sem að er 26 ára gömul, lögfræðingur og býr hún og starfar erlendis hjá Uppbyggingarsjóði EFTA. Ég hef verið mikið í félagsstörfum og starfað á vettvangi sveitastjórna um árabil. Tók fyrst sæti árið 2002 í Skagafirði. Í pólitíkinni er mér helst hugleikið að byggja upp fjölskylduvænt samfélag og fjölbreytt atvinnutækifæri við allra hæfi. til þess tel ég þurfa róttæka byggðastefnu, styrkingu innviði svo treysta megi búsetu um land allt. Þá er virðing og sátt við náttúruna mér mjög hugleikin.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Bjarni Jónsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Kothraunsgil í Bjarnarhafnarfjalli. Hvað færðu þér í bragðaref? Borða mjólkurís hreinan og ómengaðan. Íslenski rjóminn fær að njóta sín. Uppáhalds bók? Richard Brautigan: In Watermelon sugar. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Skriðjöklar – Ég sé um hestinn. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Holta- og Landsveit. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Hámhorf á sjávardýra teiknimyndaseríur Octonauts, Peppa Pig, dýralífsmyndir, og járnbrautalestir á youtube með 4 ára syni. Hvað tekur þú í bekk? 100 kg og vil komast aftur í 120 í vetur. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir Fjölskyldan með höfnina í Stykkishólmi í bakgrunni. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Bóndi og náttúruskáld. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Er ekki allt gott að frétta af fjölskyldunni? Bjarni er lítið fyrir bragðaref því hann vill ísinn sinn hreinan og ómengaðan. Uppáhalds tónlistarmaður? KK. Besti fimmaurabrandarinn? Heyrt á La Colina Pizzeria Borgarnesi: „Viltu að ég skeri pizzuna í 6 eða 8 sneiðar?“ -„Bara 6, ég held að 8 sneiðar séu of mikið.“ Ein sterkasta minningin úr æsku? Grásleppuvertíð frá Bjarnarhöfn á Síldinni með afa. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Bernie Sanders. Besta íslenska Eurovision-lagið? Halla Margrét - „Hægt og hljótt“. Besta frí sem þú hefur farið í? Vikuganga einn um Landmannaafrétt. Uppáhalds þynnkumatur? Pylsur, egg og hákarl með Egils malt. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Sundmeistari. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Fjáröflunarbandí fyrir íþróttafélag FNV (Fjölbrautaskóla NV) með appelsínu á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Rómantískasta uppátækið? Nýveidd bleikja, blóðbergsté og Vilko pönnukökur í bröns með konunni í útilegu á Hofsafrétti.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira