Við vorum svo heppnir í þessum leik að það hálfa væri nóg Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 15. september 2021 22:50 Arnar Gunnlaugs, þjálfari Víkings. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur með 1-0 sigur á Fylki í 8. umferð Mjókurbikar karla í Árbænum í kvöld. Leikurinn var háspenna, lífshætta frá fyrstu mínútu og kom ekki markið fyrr en í framlengingunni. „Mér líður mjög vel. Við vorum svo heppnir í þessum leik að það hálfa væri nóg. Frá því að vera í total control í fyrri hálfleik yfir í einhverja vitleysu í seinni hálfleik og í framlengingunni. Við náum bara engum tökum á þessum leik, bara því miður. Fylkir voru sterkir og sprækir. Við vorum bara í algjöru rugli ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Arnar eftir leik. Það má segja að Ingvar Jónsson, markmaður Víkings, hafi haldið þeim inn í leiknum þar sem hann átti hverja stjörnuvörsluna á fætur annarri. „Hann er búinn að vera frábær síðan að hann kom til baka og er frábær markmaður. Við búum við það góða að eiga tvo frábæra markmenn. Hann bjargaði okkur í þessum leik og mér finnst það eina útskýringin að við unnum þennan leik er að við erum á „góðu rönni“. Þegar þú ert á „góðu rönni“ dettur allt með þér og að sama skapi með Fylki, það datt ekkert með þeim og svona er bara fótboltinn.“ Víkingar voru öflugir í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar ekki á pari við þann fyrri. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög sterkur og ég veit ekki hversu oft að það var Groundhog Day. Við vorum með boltann og við brunuðum upp hægri kantinn og áttum fyrirgjafir, enginn mætti í teiginn og fyrirgjafirnar voru lélegar. Fyrri hálfleikur var mjög sterkur, taktískt séð. Seinni hálfleikur þá fór bara allt út í veður og vind. Menn fóru að hlaupa úr stöðum og gera allskonar þvælu. Ég er samt hrikalega feginn, ætla ekki að vera mjög niðurbrotinn því ég er mjög ánægður að við séum komnir í undanúrslitin.“ Víkingur eru ríkjandi bikarmeistarar og aðspurður hvort stefnan yrði að verja titilinn hafði Arnar þetta að segja. „Já klárlega. Þetta er búin að vera mjög skrítin bikarkeppni. Öll stóru liðin, no disrespect fyrir liðum sem eru komin áfram, eru dottin út og rómantíkin í þessari keppni er búin að vera ótrúleg í ár. Þetta er búið að vera frábært Íslandsmót og núna frábær bikar. Miðað við þessa leiki sem voru í 8-liða úrslitum þá er þetta ekkert gefið. Ég veit að margir munu spá okkur titlinum og að við munum verja titilinn en við þurfum að spila miklu betur en þetta til að verja titilinn.“ Víkingur Reykjavík Fylkir Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Víkingur 0-1 | Bikarmeistararnir í undanúrslit eftir framlengdan leik Víkingar eru komnir í undanúrslit í Mjólkurbikar karla í fótbolta og geta því enn varið bikarinn sem þeir unnu 2019. Sigurinn var ekki fallegur en það skiptir litlu máli. Lokatölur 1-0 eftir framlengdan leik þar sem sjálfsmark skildi liðin að. 15. september 2021 21:50 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Við vorum svo heppnir í þessum leik að það hálfa væri nóg. Frá því að vera í total control í fyrri hálfleik yfir í einhverja vitleysu í seinni hálfleik og í framlengingunni. Við náum bara engum tökum á þessum leik, bara því miður. Fylkir voru sterkir og sprækir. Við vorum bara í algjöru rugli ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Arnar eftir leik. Það má segja að Ingvar Jónsson, markmaður Víkings, hafi haldið þeim inn í leiknum þar sem hann átti hverja stjörnuvörsluna á fætur annarri. „Hann er búinn að vera frábær síðan að hann kom til baka og er frábær markmaður. Við búum við það góða að eiga tvo frábæra markmenn. Hann bjargaði okkur í þessum leik og mér finnst það eina útskýringin að við unnum þennan leik er að við erum á „góðu rönni“. Þegar þú ert á „góðu rönni“ dettur allt með þér og að sama skapi með Fylki, það datt ekkert með þeim og svona er bara fótboltinn.“ Víkingar voru öflugir í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar ekki á pari við þann fyrri. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög sterkur og ég veit ekki hversu oft að það var Groundhog Day. Við vorum með boltann og við brunuðum upp hægri kantinn og áttum fyrirgjafir, enginn mætti í teiginn og fyrirgjafirnar voru lélegar. Fyrri hálfleikur var mjög sterkur, taktískt séð. Seinni hálfleikur þá fór bara allt út í veður og vind. Menn fóru að hlaupa úr stöðum og gera allskonar þvælu. Ég er samt hrikalega feginn, ætla ekki að vera mjög niðurbrotinn því ég er mjög ánægður að við séum komnir í undanúrslitin.“ Víkingur eru ríkjandi bikarmeistarar og aðspurður hvort stefnan yrði að verja titilinn hafði Arnar þetta að segja. „Já klárlega. Þetta er búin að vera mjög skrítin bikarkeppni. Öll stóru liðin, no disrespect fyrir liðum sem eru komin áfram, eru dottin út og rómantíkin í þessari keppni er búin að vera ótrúleg í ár. Þetta er búið að vera frábært Íslandsmót og núna frábær bikar. Miðað við þessa leiki sem voru í 8-liða úrslitum þá er þetta ekkert gefið. Ég veit að margir munu spá okkur titlinum og að við munum verja titilinn en við þurfum að spila miklu betur en þetta til að verja titilinn.“
Víkingur Reykjavík Fylkir Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Víkingur 0-1 | Bikarmeistararnir í undanúrslit eftir framlengdan leik Víkingar eru komnir í undanúrslit í Mjólkurbikar karla í fótbolta og geta því enn varið bikarinn sem þeir unnu 2019. Sigurinn var ekki fallegur en það skiptir litlu máli. Lokatölur 1-0 eftir framlengdan leik þar sem sjálfsmark skildi liðin að. 15. september 2021 21:50 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Víkingur 0-1 | Bikarmeistararnir í undanúrslit eftir framlengdan leik Víkingar eru komnir í undanúrslit í Mjólkurbikar karla í fótbolta og geta því enn varið bikarinn sem þeir unnu 2019. Sigurinn var ekki fallegur en það skiptir litlu máli. Lokatölur 1-0 eftir framlengdan leik þar sem sjálfsmark skildi liðin að. 15. september 2021 21:50
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki