Sagði ekkert „persónulegt“ við hryðjuverkin í París Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2021 12:52 Teikning af Salah Abdeslam í réttarsal í París í síðustu viku. Réttar er yfir tuttugu manns vegna hryðjuverkanna í París árið 2015, þar af sex að þeim fjarstöddum. AP/Noelle Herrenschmidt Eini eftirlifandi liðsmaður Ríkis íslams úr hryðjuverkaárásinni í París árið 2015 sagði þau ekki hafa haft neitt persónulegt gegn þeim 130 manns sem þau myrtu. Fyrir dómi í Frakklandi sagði hann hryðjuverkin hafa verið hefnd fyrir loftárásir Frakka í Sýrlandi og Írak. Salah Abdeslam er á meðal tuttugu sakborninga sem svara nú til saka fyrir hryðjuverkaárásina sem var mannskæðasta ofbeldisverk í Frakklandi frá seinna stríði og á meðal verstu hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu. Abdeslam flúði París þegar sjálfsmorðssprengjuvesti hans virkaði ekki 13. nóvember árið 2015. Á sama tíma gerðu níu félagar hans úr Ríki íslams árásir í borginni, vopnaðir sprengjuvestum og skotvopnum. Árásirnar hófust á þjóðarleikvanginum þar sem franska karlalandsliðið í knattspyrnu atti kappi við það þýska. Mesta mannfallið var þó í Bataclan-tónleikahöllinni. Þegar Abdeslam tók til máls í fyrsta skipta skipti við réttarhöldin í morgun var hann klæddur í svart frá toppi til táar og neitaði að taka niður svarta grímu. Sagði hann hryðjuverkin hafa verið svar Ríkis íslams gegn árásum franska hersins á samtökin í Sýrlandi og Írak, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við börðumst við Frakkland, við réðumst á Frakkland, við beindum spjótum okkar að óbreyttum borgurum. Þetta var ekkert persónulegt gegn þeim,“ sagði Abdeslam. Viðurkenndi hann að sú fullyrðing væri sláandi. Henni væri ekki ætlað að strá salti í sárin heldur að sýna þeim sem liðu ólýsanlegan harm einlægni. Neitaði aðild að „illskunni“ í París Á meðal sakborninganna tuttugu eru tveir menn sem Abdeslam fékk til að sækja sig í París og aka með sig til Brussel þar sem hann var síðar handtekinn. Flestir hryðjuverkamannanna voru ýmsist franskir eða belgískir. Sex sakborninganna hafa ekki náðst og er réttað yfir þeim að þeim fjarstöddum. Mohammed Abrini er á meðal sakborninganna í Frakklandi en hann var liðsmaður sama hópsins og Abdeslam. Hann tók þátt í annarri hryðjuverkárás Ríkis íslams á flugvelli og neðanjarðarlestarkerfi Brussel í mars árið 2016 þar sem 32 voru myrtir. Abrini yfirgaf París nóttina sem hryðjuverkin þar voru gerð. „Ég var hvorki leiðtogi né arkítekt þeirrar ilsku sem átti sér stað í Frakklandi. Ég lagði hvorki til skipulagslega né fjárhagslega aðstoð,“ sagði hann við réttarhöldin. Frakkland Tengdar fréttir Réttarhöld vegna hryðjuverkanna í París hafin Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina. 8. september 2021 10:51 Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Salah Abdeslam er á meðal tuttugu sakborninga sem svara nú til saka fyrir hryðjuverkaárásina sem var mannskæðasta ofbeldisverk í Frakklandi frá seinna stríði og á meðal verstu hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu. Abdeslam flúði París þegar sjálfsmorðssprengjuvesti hans virkaði ekki 13. nóvember árið 2015. Á sama tíma gerðu níu félagar hans úr Ríki íslams árásir í borginni, vopnaðir sprengjuvestum og skotvopnum. Árásirnar hófust á þjóðarleikvanginum þar sem franska karlalandsliðið í knattspyrnu atti kappi við það þýska. Mesta mannfallið var þó í Bataclan-tónleikahöllinni. Þegar Abdeslam tók til máls í fyrsta skipta skipti við réttarhöldin í morgun var hann klæddur í svart frá toppi til táar og neitaði að taka niður svarta grímu. Sagði hann hryðjuverkin hafa verið svar Ríkis íslams gegn árásum franska hersins á samtökin í Sýrlandi og Írak, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við börðumst við Frakkland, við réðumst á Frakkland, við beindum spjótum okkar að óbreyttum borgurum. Þetta var ekkert persónulegt gegn þeim,“ sagði Abdeslam. Viðurkenndi hann að sú fullyrðing væri sláandi. Henni væri ekki ætlað að strá salti í sárin heldur að sýna þeim sem liðu ólýsanlegan harm einlægni. Neitaði aðild að „illskunni“ í París Á meðal sakborninganna tuttugu eru tveir menn sem Abdeslam fékk til að sækja sig í París og aka með sig til Brussel þar sem hann var síðar handtekinn. Flestir hryðjuverkamannanna voru ýmsist franskir eða belgískir. Sex sakborninganna hafa ekki náðst og er réttað yfir þeim að þeim fjarstöddum. Mohammed Abrini er á meðal sakborninganna í Frakklandi en hann var liðsmaður sama hópsins og Abdeslam. Hann tók þátt í annarri hryðjuverkárás Ríkis íslams á flugvelli og neðanjarðarlestarkerfi Brussel í mars árið 2016 þar sem 32 voru myrtir. Abrini yfirgaf París nóttina sem hryðjuverkin þar voru gerð. „Ég var hvorki leiðtogi né arkítekt þeirrar ilsku sem átti sér stað í Frakklandi. Ég lagði hvorki til skipulagslega né fjárhagslega aðstoð,“ sagði hann við réttarhöldin.
Frakkland Tengdar fréttir Réttarhöld vegna hryðjuverkanna í París hafin Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina. 8. september 2021 10:51 Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Réttarhöld vegna hryðjuverkanna í París hafin Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina. 8. september 2021 10:51
Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28