Hvers vegna ekki Miðflokk? Þór Saari skrifar 15. september 2021 15:00 Miðflokkurinn er skrýtinn skepna og á að sjálfsögðu ekkert erindi í stjórnmál, enda hugarfóstur reiðs manns sem fylltist bræði þegar upp komst um að hann ætti leynireikninga í skattaskjóli þegar hann var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Allt það leikrit sem fór í gang í kjölfar þess að Sigmundur Davíð rauk til Bessastaða til að fá áframhaldandi stjórnarumboð, en var vísað á dyr, til hans ömurlegu uppákomu þegar Framsóknarflokkurinn hafnaði honum, sýnir skýrt að þarna fer maður sem skeytir ekki um neitt nema sjálfan sig. Ótrúlega ruglingslegur ferill hans sem forsætisráðherra, þegar hann var með sérstakan aðstoðarmann í fullu starfi við að útskýra hvað hann meinti með öllu bullinu, eða réttara sagt hvað hann hefði ætlað að segja, var út í gegn pínlegt og ekki sæmandi nokkrum manni, hvað þá forsætisráðherra. Meintur björgunarleiðangur hans til heimilanna í landinu var einnig misheppnaður, þar sem hann var að mestu fjármagnaður af skattborgurum landsins, sama fólkinu og hann sagðist vera að hjálpa. Miðflokkurinn hefur líka verið á línu útlendingaandúðar og rær þar á mið með þann lægsta samnefnara sem til er þegar kemur að samfélagsmálum. Fræg er líka uppákoman á Klausturbar, þegar þingmenn flokksins gerðust sekir um slíka fyrirlitningu á kvenkyns vinnufélögum á Alþingi sem og almenna kvenfyrirlitningu að slíkt var algerlega fáheyrt. Einn af þeim sem viðhafði hvað viðurstyggilegustu orðin í þeim fagnaði er nú í efsta sæti Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi í komandi Alþingiskosningum, og er þar með ráðherraefni hans. Sjálfur stendur Miðflokkurinn ekki fyrir neitt, eins og sjá má í stefnu hans sem er samsuða um eitthvað endalaust bull sem ekki er hægt að fá nokkurn botn í. Enda líklega ekki ætlunin, þar sem framboðið snýst fyrst og fremst um að koma formanninum á öruggan stað þar sem hann gæti kannski orðið föðurbetrungur í braski með eigur samfélagsins. Vissulega eru til góðir Miðflokksmenn og ber þar að geta hóps þeirra sem stýrir nú að miklu leiti sveitarfélaginu Árborg og hafa staðið sig vel. En það að stýra sveitarfélagi, vinnu sem krefst engrar hugmyndafræði, er allt annað mál en að stýra landi. Í landsmálunum á Miðflokkurinn og formaðurinn bara ekkert erindi og yrði líklega bara enn ein afætan í því þjófræði sem Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram með, hafi hann tækifæri til. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn er skrýtinn skepna og á að sjálfsögðu ekkert erindi í stjórnmál, enda hugarfóstur reiðs manns sem fylltist bræði þegar upp komst um að hann ætti leynireikninga í skattaskjóli þegar hann var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Allt það leikrit sem fór í gang í kjölfar þess að Sigmundur Davíð rauk til Bessastaða til að fá áframhaldandi stjórnarumboð, en var vísað á dyr, til hans ömurlegu uppákomu þegar Framsóknarflokkurinn hafnaði honum, sýnir skýrt að þarna fer maður sem skeytir ekki um neitt nema sjálfan sig. Ótrúlega ruglingslegur ferill hans sem forsætisráðherra, þegar hann var með sérstakan aðstoðarmann í fullu starfi við að útskýra hvað hann meinti með öllu bullinu, eða réttara sagt hvað hann hefði ætlað að segja, var út í gegn pínlegt og ekki sæmandi nokkrum manni, hvað þá forsætisráðherra. Meintur björgunarleiðangur hans til heimilanna í landinu var einnig misheppnaður, þar sem hann var að mestu fjármagnaður af skattborgurum landsins, sama fólkinu og hann sagðist vera að hjálpa. Miðflokkurinn hefur líka verið á línu útlendingaandúðar og rær þar á mið með þann lægsta samnefnara sem til er þegar kemur að samfélagsmálum. Fræg er líka uppákoman á Klausturbar, þegar þingmenn flokksins gerðust sekir um slíka fyrirlitningu á kvenkyns vinnufélögum á Alþingi sem og almenna kvenfyrirlitningu að slíkt var algerlega fáheyrt. Einn af þeim sem viðhafði hvað viðurstyggilegustu orðin í þeim fagnaði er nú í efsta sæti Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi í komandi Alþingiskosningum, og er þar með ráðherraefni hans. Sjálfur stendur Miðflokkurinn ekki fyrir neitt, eins og sjá má í stefnu hans sem er samsuða um eitthvað endalaust bull sem ekki er hægt að fá nokkurn botn í. Enda líklega ekki ætlunin, þar sem framboðið snýst fyrst og fremst um að koma formanninum á öruggan stað þar sem hann gæti kannski orðið föðurbetrungur í braski með eigur samfélagsins. Vissulega eru til góðir Miðflokksmenn og ber þar að geta hóps þeirra sem stýrir nú að miklu leiti sveitarfélaginu Árborg og hafa staðið sig vel. En það að stýra sveitarfélagi, vinnu sem krefst engrar hugmyndafræði, er allt annað mál en að stýra landi. Í landsmálunum á Miðflokkurinn og formaðurinn bara ekkert erindi og yrði líklega bara enn ein afætan í því þjófræði sem Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram með, hafi hann tækifæri til. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar