Hvers vegna ekki Miðflokk? Þór Saari skrifar 15. september 2021 15:00 Miðflokkurinn er skrýtinn skepna og á að sjálfsögðu ekkert erindi í stjórnmál, enda hugarfóstur reiðs manns sem fylltist bræði þegar upp komst um að hann ætti leynireikninga í skattaskjóli þegar hann var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Allt það leikrit sem fór í gang í kjölfar þess að Sigmundur Davíð rauk til Bessastaða til að fá áframhaldandi stjórnarumboð, en var vísað á dyr, til hans ömurlegu uppákomu þegar Framsóknarflokkurinn hafnaði honum, sýnir skýrt að þarna fer maður sem skeytir ekki um neitt nema sjálfan sig. Ótrúlega ruglingslegur ferill hans sem forsætisráðherra, þegar hann var með sérstakan aðstoðarmann í fullu starfi við að útskýra hvað hann meinti með öllu bullinu, eða réttara sagt hvað hann hefði ætlað að segja, var út í gegn pínlegt og ekki sæmandi nokkrum manni, hvað þá forsætisráðherra. Meintur björgunarleiðangur hans til heimilanna í landinu var einnig misheppnaður, þar sem hann var að mestu fjármagnaður af skattborgurum landsins, sama fólkinu og hann sagðist vera að hjálpa. Miðflokkurinn hefur líka verið á línu útlendingaandúðar og rær þar á mið með þann lægsta samnefnara sem til er þegar kemur að samfélagsmálum. Fræg er líka uppákoman á Klausturbar, þegar þingmenn flokksins gerðust sekir um slíka fyrirlitningu á kvenkyns vinnufélögum á Alþingi sem og almenna kvenfyrirlitningu að slíkt var algerlega fáheyrt. Einn af þeim sem viðhafði hvað viðurstyggilegustu orðin í þeim fagnaði er nú í efsta sæti Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi í komandi Alþingiskosningum, og er þar með ráðherraefni hans. Sjálfur stendur Miðflokkurinn ekki fyrir neitt, eins og sjá má í stefnu hans sem er samsuða um eitthvað endalaust bull sem ekki er hægt að fá nokkurn botn í. Enda líklega ekki ætlunin, þar sem framboðið snýst fyrst og fremst um að koma formanninum á öruggan stað þar sem hann gæti kannski orðið föðurbetrungur í braski með eigur samfélagsins. Vissulega eru til góðir Miðflokksmenn og ber þar að geta hóps þeirra sem stýrir nú að miklu leiti sveitarfélaginu Árborg og hafa staðið sig vel. En það að stýra sveitarfélagi, vinnu sem krefst engrar hugmyndafræði, er allt annað mál en að stýra landi. Í landsmálunum á Miðflokkurinn og formaðurinn bara ekkert erindi og yrði líklega bara enn ein afætan í því þjófræði sem Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram með, hafi hann tækifæri til. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn er skrýtinn skepna og á að sjálfsögðu ekkert erindi í stjórnmál, enda hugarfóstur reiðs manns sem fylltist bræði þegar upp komst um að hann ætti leynireikninga í skattaskjóli þegar hann var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Allt það leikrit sem fór í gang í kjölfar þess að Sigmundur Davíð rauk til Bessastaða til að fá áframhaldandi stjórnarumboð, en var vísað á dyr, til hans ömurlegu uppákomu þegar Framsóknarflokkurinn hafnaði honum, sýnir skýrt að þarna fer maður sem skeytir ekki um neitt nema sjálfan sig. Ótrúlega ruglingslegur ferill hans sem forsætisráðherra, þegar hann var með sérstakan aðstoðarmann í fullu starfi við að útskýra hvað hann meinti með öllu bullinu, eða réttara sagt hvað hann hefði ætlað að segja, var út í gegn pínlegt og ekki sæmandi nokkrum manni, hvað þá forsætisráðherra. Meintur björgunarleiðangur hans til heimilanna í landinu var einnig misheppnaður, þar sem hann var að mestu fjármagnaður af skattborgurum landsins, sama fólkinu og hann sagðist vera að hjálpa. Miðflokkurinn hefur líka verið á línu útlendingaandúðar og rær þar á mið með þann lægsta samnefnara sem til er þegar kemur að samfélagsmálum. Fræg er líka uppákoman á Klausturbar, þegar þingmenn flokksins gerðust sekir um slíka fyrirlitningu á kvenkyns vinnufélögum á Alþingi sem og almenna kvenfyrirlitningu að slíkt var algerlega fáheyrt. Einn af þeim sem viðhafði hvað viðurstyggilegustu orðin í þeim fagnaði er nú í efsta sæti Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi í komandi Alþingiskosningum, og er þar með ráðherraefni hans. Sjálfur stendur Miðflokkurinn ekki fyrir neitt, eins og sjá má í stefnu hans sem er samsuða um eitthvað endalaust bull sem ekki er hægt að fá nokkurn botn í. Enda líklega ekki ætlunin, þar sem framboðið snýst fyrst og fremst um að koma formanninum á öruggan stað þar sem hann gæti kannski orðið föðurbetrungur í braski með eigur samfélagsins. Vissulega eru til góðir Miðflokksmenn og ber þar að geta hóps þeirra sem stýrir nú að miklu leiti sveitarfélaginu Árborg og hafa staðið sig vel. En það að stýra sveitarfélagi, vinnu sem krefst engrar hugmyndafræði, er allt annað mál en að stýra landi. Í landsmálunum á Miðflokkurinn og formaðurinn bara ekkert erindi og yrði líklega bara enn ein afætan í því þjófræði sem Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram með, hafi hann tækifæri til. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun