Bandarískir háskólar hyggjast rannsaka tengslin milli bólusetninga og breytinga á tíðahring kvenna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. september 2021 08:02 Ekki hefur verið sýnt fram á orsakasamband milli bólusetninga og breytinga á tíðahring kvenna en sérfræðingar segja mögulega um að ræða bólguviðbragð sem ætti að ganga yfir á skömmum tíma. Getty Rannsakendur við fimm bandarískir háskólar hyggjast nú gera langtíma rannsókn á mögulegum tengslum bólusetninga og breytinga á tíðahring kvenna. Margar konur hafa greint frá breytingum í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19 en enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á að um orsakasamband sé að ræða. Vandamálið er tvíþætt; í fyrsta lagi hafa lyfjaframleiðendur ekki lagt það í vana sinn að rannsaka áhrif bóluefna á tíðahringinn eða frjósemi þegar prófanir eru gerðar á virkni og öryggi efnanna. Þá hafa engar rannsóknir verið gerðar á mögulegum tengslum þarna á milli. Í öðru lagi þá er tíðahringurinn afar breytilegur, bæði hjá konum yfirhöfð og hjá hverri konu fyrir sig. Þannig geta margir þættir haft áhrif á hann, til dæmis streita, veikindi og lífstílsbreytingar. Þrátt fyrir margar sögur af mögulegum tengslum milli bólusetninga og breytinga á tíðahring kvenna segja sérfræðingar ekki liggja fyrir að um orsakatengsl sé að ræða og ítreka að bóluefnin séu örugg, virk, og nauðsynleg til að binda enda á kórónuveirufaraldurinn. Þeir segja hins vegar um að ræða mikilvæga spurningu sem sé enn ósvarað. Rannsóknin verður framkvæmd af teymum við Boston University, Harvard Medical School, Johns Hopkins University, Michigan State University og Oregon Health and Science University. Þátttakendur verða á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn og eiga það allir sameiginlegt að hafa ekki verið bólusettir. Helmingur hópsins mun samanstanda af einstaklingum sem hyggjast láta bólusetja sig og helmingur af einstaklingum sem ætla ekki að þiggja bólusetningu. New York Times greindi frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kvenheilsa Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Vandamálið er tvíþætt; í fyrsta lagi hafa lyfjaframleiðendur ekki lagt það í vana sinn að rannsaka áhrif bóluefna á tíðahringinn eða frjósemi þegar prófanir eru gerðar á virkni og öryggi efnanna. Þá hafa engar rannsóknir verið gerðar á mögulegum tengslum þarna á milli. Í öðru lagi þá er tíðahringurinn afar breytilegur, bæði hjá konum yfirhöfð og hjá hverri konu fyrir sig. Þannig geta margir þættir haft áhrif á hann, til dæmis streita, veikindi og lífstílsbreytingar. Þrátt fyrir margar sögur af mögulegum tengslum milli bólusetninga og breytinga á tíðahring kvenna segja sérfræðingar ekki liggja fyrir að um orsakatengsl sé að ræða og ítreka að bóluefnin séu örugg, virk, og nauðsynleg til að binda enda á kórónuveirufaraldurinn. Þeir segja hins vegar um að ræða mikilvæga spurningu sem sé enn ósvarað. Rannsóknin verður framkvæmd af teymum við Boston University, Harvard Medical School, Johns Hopkins University, Michigan State University og Oregon Health and Science University. Þátttakendur verða á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn og eiga það allir sameiginlegt að hafa ekki verið bólusettir. Helmingur hópsins mun samanstanda af einstaklingum sem hyggjast láta bólusetja sig og helmingur af einstaklingum sem ætla ekki að þiggja bólusetningu. New York Times greindi frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kvenheilsa Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira