Tölurnar voru birtar nú klukkan sjö að íslenskum tíma og benda þær til þess að rauða blokkin svokallaða, Verkamannaflokkurinn, Miðflokkurinn, Vinstri sósíalistar, Rauði flokkurinn og Græningar nái meirihluta á þingi, eða 99 sætum samkvæmt NRK. Þar af er Verkamannaflokkurinn með 48 sæti.
Solberg og Íhaldsflokkur hennar hefur stýrt ríkisstjórnum í Noregi undanfarin átta ár. Útlit er fyrir að bláa blokkin svokallaða nái aðeins 69 sætum en þar af er Íhaldsflokkurinn með 37 sæti.
Þannig segir í frétt NRK að miðað við fyrstu tölur muni Gahr Støre geta myndað draumaríkisstjórnina sína með Miðflokku og Vinstri sósíalistum, en til þess þurfa flokkarnir að ná 85 þingsætum.