Banaslysið við Stigá: Með rangan hjálm og á alltof miklum hraða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. september 2021 14:43 Maðurinn var ekki klæddur í tilskilinn hlífðarbúnað þegar hann lést. Aðsend Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést í bifhjólaslysi við Stigá í Austur-Skaftafellssýslu í fyrrasumar var ekki með hjálm sem ætlaður er til notkunar við akstur bifhjóls þegar hann lést. Þá hafi hann ekið of hratt. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngunefndar um slysið. Slysið varð 15. ágúst 2020 rétt austan Stigár í Austur-Skaftafellssýslu. Maðurinn var á austurleið við Stigá þegar hann missti stjórn á bifhjólinu. Samkvæmt vitni, sem ók fram hjá honum rétt áður en slysið varð, missti hann stjórn á hjólinu og sagðist vitnið hafa séð augljósan skjálfta í fremra hjólinu. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að veður hafi verið gott þennan dag en stuttu áður en maðurinn kom að brúnni yfir Stigá hafi hjólið farið að skakast eða sveiflast til. Hann hafi þá misst stjórn á bifhjólinu og fallið af því. Hjólið hafi svo runnið áfram eftir veginum, út í vegkant og út fyrir veginn vinstra megin en ökumaðurinn hafi runnið áfram eftir veginum í veg fyrir umferð úr gagnstæðri átt. Hann hafi svo skollið utan í bifreið sem kom á móti honum áður en hann kastaðist út fyrir veginn. „Stuttu fyrir slysið hafði ökumaður á vesturleið mætt bifhjólinu vestan við brúna yfir Stigá. Vitnið sá að hjólið tók að rása, fyrst framhjólið og stýrið, þar til allt hjólið fór að sveiflast til. Hjólið stefndi þá yfir á rangan vegarhelming og þurfti vitnið að aka eins og hægt var út í vegkant til að koma í veg fyrir að hjólið lenti á bifreiðinni. Vitnið sá síðan ryk og/eða reyk í baksýnisspeglinum eftir að hjólið féll á hliðina,“ segir í skýrslunni. Erfitt að segja til um orsök skjálftans Maðurinn hafi fengið banvæna áverka í slysinu. Hann hafi verið með opin hjálm sem ekki er ætlaður til notkunar við akstur bifhjóls og veitti ekki þá vörn sem viðurkenndir bifhjólahjálmar gera. „Hökuólin slitnaði af í slysinu og hjálmurinn losnaði. Ökumaðurinn var í strigaskóm, leðurbuxum og hlífðarskyrtu með ísaumaðri bakbrynju og olnbogahlífum. Skyrtan dróst upp og veitti minni vernd en mögulegt hefði verið.“ Þá hafi ummerki eftir bifhjólið bent til þess að maðurinn hafi ekið á 122 kílómetra hraða á klukkustund fyrir slysið, þar sem hámarkshraði sé 90 km/klst við bestu aðstæður. Ástæðu skjálftans í framhjólinu sé erfitt að segja til um. Þekkt sé að bifhjól geti verið viðkvæm fyrir sveiflum til dæmis sé slit komið í legur eða fóðringar. Titringur geti einnig orsakast af viðbrögðum ökumannsins eða af utanaðkomandi orsökum. Þar geti orsök til dæmis verið slitnir hjólbarðar eða rangur loftþrýstingur, slit eða slag í stýris- eða hjólalegum, stilling og uppsetning á hjóli og fleira. Samgönguslys Hornafjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Slysið varð 15. ágúst 2020 rétt austan Stigár í Austur-Skaftafellssýslu. Maðurinn var á austurleið við Stigá þegar hann missti stjórn á bifhjólinu. Samkvæmt vitni, sem ók fram hjá honum rétt áður en slysið varð, missti hann stjórn á hjólinu og sagðist vitnið hafa séð augljósan skjálfta í fremra hjólinu. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að veður hafi verið gott þennan dag en stuttu áður en maðurinn kom að brúnni yfir Stigá hafi hjólið farið að skakast eða sveiflast til. Hann hafi þá misst stjórn á bifhjólinu og fallið af því. Hjólið hafi svo runnið áfram eftir veginum, út í vegkant og út fyrir veginn vinstra megin en ökumaðurinn hafi runnið áfram eftir veginum í veg fyrir umferð úr gagnstæðri átt. Hann hafi svo skollið utan í bifreið sem kom á móti honum áður en hann kastaðist út fyrir veginn. „Stuttu fyrir slysið hafði ökumaður á vesturleið mætt bifhjólinu vestan við brúna yfir Stigá. Vitnið sá að hjólið tók að rása, fyrst framhjólið og stýrið, þar til allt hjólið fór að sveiflast til. Hjólið stefndi þá yfir á rangan vegarhelming og þurfti vitnið að aka eins og hægt var út í vegkant til að koma í veg fyrir að hjólið lenti á bifreiðinni. Vitnið sá síðan ryk og/eða reyk í baksýnisspeglinum eftir að hjólið féll á hliðina,“ segir í skýrslunni. Erfitt að segja til um orsök skjálftans Maðurinn hafi fengið banvæna áverka í slysinu. Hann hafi verið með opin hjálm sem ekki er ætlaður til notkunar við akstur bifhjóls og veitti ekki þá vörn sem viðurkenndir bifhjólahjálmar gera. „Hökuólin slitnaði af í slysinu og hjálmurinn losnaði. Ökumaðurinn var í strigaskóm, leðurbuxum og hlífðarskyrtu með ísaumaðri bakbrynju og olnbogahlífum. Skyrtan dróst upp og veitti minni vernd en mögulegt hefði verið.“ Þá hafi ummerki eftir bifhjólið bent til þess að maðurinn hafi ekið á 122 kílómetra hraða á klukkustund fyrir slysið, þar sem hámarkshraði sé 90 km/klst við bestu aðstæður. Ástæðu skjálftans í framhjólinu sé erfitt að segja til um. Þekkt sé að bifhjól geti verið viðkvæm fyrir sveiflum til dæmis sé slit komið í legur eða fóðringar. Titringur geti einnig orsakast af viðbrögðum ökumannsins eða af utanaðkomandi orsökum. Þar geti orsök til dæmis verið slitnir hjólbarðar eða rangur loftþrýstingur, slit eða slag í stýris- eða hjólalegum, stilling og uppsetning á hjóli og fleira.
Samgönguslys Hornafjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira