Völdu Mist Edvards besta leikmann tímabilsins: „Ég er jafnforvitin og þú“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 14:00 Mist Edvardsdóttir í viðtali við Helenu Ólafsdóttur í Pepsi Max mörkunum. Skjámynd/S2 Sport Mist Edvardsdóttir er besti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta að mati Helenu Ólafsdóttur og félaga í Pepsi Max mörkunum. Mist hefur farið fyrir varnarleik Íslandsmeistara Vals í sumar og skorað að auki fimm mörk eftir föst leikatriði. „Það var að sjálfsögðu markmiðið og það sem við lögðum upp með en svo byrjaði þetta mót smá brösuglega fyrir okkur á meðan Blikar unnu fyrsta leik 9-0. Í lok maí fengum við síðan þennan skell á móti Blikum. Við fórum því ekkert geyst af stað inn í þetta mót en eftir þennan Blikaleik þá fór þetta svolítið að snúast okkur í hag,“ sagði Mist Edvardsdóttir. Helena Ólafsdóttir forvitnaðist um það hvað Valsliðið hafi gert eftir leikinn á móti Breiðabliki sem tapaðist 7-3. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá man ég ekki eftir þessari helgi. Maður vildi helst skríða ofan í holu og vera þar. Ég held að ég hafi ekki horft á fótbolta í þrjá daga. Við tókum fund og spjölluðum saman og vorum allar sammála um það að þetta væri eitthvað sem ætti ekki að gerast. Maður var með smá áfallastreituröskun fyrstu dagana eftir þennan leik eftir að hafa fengið á sig sjö mörk á heimavelli,“ sagði Mist. „Við áttum útileik við Tindastól í næsta leik og fórum í rútuferð norður: Við unnum hann 5-0 og fundum það að við vorum með rosalega sterkt lið eins og að þessi Blikaleikur hafi verið einstakur. Við höfum alltaf svo mikla trú á okkur og trú á liðinu. Þá fór þetta að rúlla,“ sagði Mist. Mist kannaðist þó ekki við að þessi rútuferð norður á Sauðárkrók hafi verið einhver vendipunktur fyrir Valsliðið. „Ég er jafnforvitin og þú. Ég var bara frammi í Candy Crush og veit ekki hvað var að gerast í þessari rútuferð. Eitthvað var það því upplifunin eftir þennan leik var að við erum með drullugott lið og getum alveg unnið þessa deild,“ sagði Mist. Það má heyra allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Mist Edvards er leikmaður ársins Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurftum að grafa djúpt” Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjá meira
Mist hefur farið fyrir varnarleik Íslandsmeistara Vals í sumar og skorað að auki fimm mörk eftir föst leikatriði. „Það var að sjálfsögðu markmiðið og það sem við lögðum upp með en svo byrjaði þetta mót smá brösuglega fyrir okkur á meðan Blikar unnu fyrsta leik 9-0. Í lok maí fengum við síðan þennan skell á móti Blikum. Við fórum því ekkert geyst af stað inn í þetta mót en eftir þennan Blikaleik þá fór þetta svolítið að snúast okkur í hag,“ sagði Mist Edvardsdóttir. Helena Ólafsdóttir forvitnaðist um það hvað Valsliðið hafi gert eftir leikinn á móti Breiðabliki sem tapaðist 7-3. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá man ég ekki eftir þessari helgi. Maður vildi helst skríða ofan í holu og vera þar. Ég held að ég hafi ekki horft á fótbolta í þrjá daga. Við tókum fund og spjölluðum saman og vorum allar sammála um það að þetta væri eitthvað sem ætti ekki að gerast. Maður var með smá áfallastreituröskun fyrstu dagana eftir þennan leik eftir að hafa fengið á sig sjö mörk á heimavelli,“ sagði Mist. „Við áttum útileik við Tindastól í næsta leik og fórum í rútuferð norður: Við unnum hann 5-0 og fundum það að við vorum með rosalega sterkt lið eins og að þessi Blikaleikur hafi verið einstakur. Við höfum alltaf svo mikla trú á okkur og trú á liðinu. Þá fór þetta að rúlla,“ sagði Mist. Mist kannaðist þó ekki við að þessi rútuferð norður á Sauðárkrók hafi verið einhver vendipunktur fyrir Valsliðið. „Ég er jafnforvitin og þú. Ég var bara frammi í Candy Crush og veit ekki hvað var að gerast í þessari rútuferð. Eitthvað var það því upplifunin eftir þennan leik var að við erum með drullugott lið og getum alveg unnið þessa deild,“ sagði Mist. Það má heyra allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Mist Edvards er leikmaður ársins
Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurftum að grafa djúpt” Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn